„Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2025 11:45 Elma Dís Árnadóttir hafði starfað hjá Play í um ár. Vísir „Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður hitti Elmu Dís á skrifstofum Play í morgun. Elma sagði Play hafa verið mikilvægan samkeppnisaðila á markaði. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og skemmtilegur vinnustaður. Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla.“ Þið voruð í miðri markaðsherferð og ég hef heimildir fyrir því að þið hafið verið verð búa til efni fyrir þá herferð í síðustu viku. Hér voru sem sagt hjólin á fullu, eða hvað? „Já við vissum ekki betur en að við værum fulla ferð áfram. Ég hugsa að þetta komi öllum á óvart. Það vonuðu allir – flestir að minnsta kosti sem ég hef talað við – að Play myndi ganga upp. Hún segir ennfremur að enginn hafi trúað því að þetta myndi vera endirinn. „Það eru bara allir mjög leiðir að þetta hafi ekki gengið upp. Við erum náttúrulega öll búin að gera okkar besta og hann líka. Ég hugsa að við séum öll jafn sorgmædd yfir þessu að Play hafi ekki getað gengið áfram og þessi samkeppni ekki getað gengið betur,“ segir Elma Dís. Hvernig er líðanin hjá þér núna? „Ég bara veit það ekki. Ekki ennþá. En maður heldur bara áfram með lífið en mér finnst þetta bara ótrúlega leiðinlegt, aðallega Play vegna.“ Ég spurði forstjórann út í stöðuna varðandi launamál starfsfólks. Hann sagði að mjög líklega yrði ykkur greitt um næstu mánaðamót. Hafið þið fengið þær upplýsingar? „Já, mér finnst hljóðið vera þannig að við fáum greitt núna fyrir mánuðinn sem við höfum unnið.“ Hvert verður framhaldið í dag? „Ég hugsa að við förum bara mitt teymi í hádegismat saman og kveðjumst. Við erum ótrúlega góður hópur af fólki og alltaf verið mjög jákvæð og gaman hjá okkur í vinnunni. Við ætlum ekki að leyfa stemningunni að skemmast hjá okkur. Við kveðjum þetta með góðu í rauninni,“ segir Elma Dís. Gjaldþrot Play Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. 29. september 2025 10:44 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður hitti Elmu Dís á skrifstofum Play í morgun. Elma sagði Play hafa verið mikilvægan samkeppnisaðila á markaði. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og skemmtilegur vinnustaður. Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla.“ Þið voruð í miðri markaðsherferð og ég hef heimildir fyrir því að þið hafið verið verð búa til efni fyrir þá herferð í síðustu viku. Hér voru sem sagt hjólin á fullu, eða hvað? „Já við vissum ekki betur en að við værum fulla ferð áfram. Ég hugsa að þetta komi öllum á óvart. Það vonuðu allir – flestir að minnsta kosti sem ég hef talað við – að Play myndi ganga upp. Hún segir ennfremur að enginn hafi trúað því að þetta myndi vera endirinn. „Það eru bara allir mjög leiðir að þetta hafi ekki gengið upp. Við erum náttúrulega öll búin að gera okkar besta og hann líka. Ég hugsa að við séum öll jafn sorgmædd yfir þessu að Play hafi ekki getað gengið áfram og þessi samkeppni ekki getað gengið betur,“ segir Elma Dís. Hvernig er líðanin hjá þér núna? „Ég bara veit það ekki. Ekki ennþá. En maður heldur bara áfram með lífið en mér finnst þetta bara ótrúlega leiðinlegt, aðallega Play vegna.“ Ég spurði forstjórann út í stöðuna varðandi launamál starfsfólks. Hann sagði að mjög líklega yrði ykkur greitt um næstu mánaðamót. Hafið þið fengið þær upplýsingar? „Já, mér finnst hljóðið vera þannig að við fáum greitt núna fyrir mánuðinn sem við höfum unnið.“ Hvert verður framhaldið í dag? „Ég hugsa að við förum bara mitt teymi í hádegismat saman og kveðjumst. Við erum ótrúlega góður hópur af fólki og alltaf verið mjög jákvæð og gaman hjá okkur í vinnunni. Við ætlum ekki að leyfa stemningunni að skemmast hjá okkur. Við kveðjum þetta með góðu í rauninni,“ segir Elma Dís.
Gjaldþrot Play Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. 29. september 2025 10:44 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37
Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. 29. september 2025 10:44
Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30