Play er gjaldþrota Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 09:37 Einar Örn Ólafsson var forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. Í tilkynningu þess efnis segir að ástæður þessarar ákvörðunar séu margar, þar með talið að rekstur félagsins hafi lengi gengið verr en vonir stóðu til, flugmiðasala hafi ekki gengið vel síðustu vikur og mánuði í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um reksturinn og þá hafi ríkt ósætti á meðal hluta starfsmanna félagsins vegna breytinga á stefnu þess. Miklar vonir hafi verið bundnar við breytt viðskiptalíkan félagsins sem kynnt var síðasta haust og hafi á sínum tíma þótt ástæða til töluverðrar bjartsýni. Því miður sé nú orðið ljóst að þær breytingar geti ekki skilað árangri sem dugar til að vinna á þeim djúpstæða vanda félagsins sem safnast hefur upp. Eftir á að hyggja hefði þurft að innleiða þær fyrr. „Í ljósi ofangreinds bindur Play enda á sína starfsemi í dag. Ljóst er að þúsundir farþega þurfa að endurskipuleggja heimför, á um það bil 400 missa vinnuna og samstarfsaðilar fyrirtækisins verða fyrir tjóni.“ Við þetta tilefni leggi stjórn og stjórnendur Play áherslu á að allt hafi verið reynt til þess að niðurstaðan yrði önnur. Þessi ákvörðun sé sú allra þungbærasta í stöðunni og hún sé aðeins tekin í ljósi þess að aðrar leiðir töldust fullreyndar. Stjórnin biðji alla þá sem verða fyrir neikvæðum afleiðingum vegna þessarar niðurstöðu innilega afsökunar. Öll nýjustu tíðindi af gjaldþroti Play má finna í vaktinni að neðan. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Í tilkynningu þess efnis segir að ástæður þessarar ákvörðunar séu margar, þar með talið að rekstur félagsins hafi lengi gengið verr en vonir stóðu til, flugmiðasala hafi ekki gengið vel síðustu vikur og mánuði í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um reksturinn og þá hafi ríkt ósætti á meðal hluta starfsmanna félagsins vegna breytinga á stefnu þess. Miklar vonir hafi verið bundnar við breytt viðskiptalíkan félagsins sem kynnt var síðasta haust og hafi á sínum tíma þótt ástæða til töluverðrar bjartsýni. Því miður sé nú orðið ljóst að þær breytingar geti ekki skilað árangri sem dugar til að vinna á þeim djúpstæða vanda félagsins sem safnast hefur upp. Eftir á að hyggja hefði þurft að innleiða þær fyrr. „Í ljósi ofangreinds bindur Play enda á sína starfsemi í dag. Ljóst er að þúsundir farþega þurfa að endurskipuleggja heimför, á um það bil 400 missa vinnuna og samstarfsaðilar fyrirtækisins verða fyrir tjóni.“ Við þetta tilefni leggi stjórn og stjórnendur Play áherslu á að allt hafi verið reynt til þess að niðurstaðan yrði önnur. Þessi ákvörðun sé sú allra þungbærasta í stöðunni og hún sé aðeins tekin í ljósi þess að aðrar leiðir töldust fullreyndar. Stjórnin biðji alla þá sem verða fyrir neikvæðum afleiðingum vegna þessarar niðurstöðu innilega afsökunar. Öll nýjustu tíðindi af gjaldþroti Play má finna í vaktinni að neðan. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Ferðaþjónusta Ferðalög Gjaldþrot Play Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Sjá meira