„Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Lovísa Arnardóttir skrifar 27. september 2025 07:02 Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Hugarafls, og Grétar Björnsson, fræðslu- og stuðningsfulltrúi í Hugarafli, opnuðu fundinn og töluðu meðal annars um hvernig það bætir gæði þjónustu okkar að framkvæma svona kannanir reglulega. Aðsend Auður Axelsdóttir, framkvæmdastýra Hugarafls, segir niðurstöður nýrrar Gallup könnunar á þjónustu Hugarafls sýna að þjónusta þeirra og nálgun virkar. Samkvæmt niðurstöðunum líður miklum meirihluta mjög illa við komu til þeirra en líðan batna verulega eftir það. Auður segir mikla þörf á að fjölga starfsfólki og vonar að þessar niðurstöður aðstoði við það. Stjórnvöld þurfi betur að styðja við úrræði sem starfi utan kerfis. Gallup framkvæmdi könnun meðal félagsfólks í sumar um líðan þess, þjónustuna sem það notar hjá Hugarafli og ástæður þess. Niðurstöðurnar sýna að miklum meirihluta sem leitar til Hugarafls líður mjög illa áður en þau leita til þeirra en að líðan þeirra batnar verulega eftir að þau hefja endurhæfingu hjá Hugarafli. Könnunin var send á alla félagsmenn, sem eru 202, og var svarhlutfall 56,6 prósent. Í niðurstöðunum kemur til dæmis fram að 86,6 prósent þátttakenda sögðust hafa upplifað slæma líðan áður en þeir fengu aðstoð frá Hugarafli en eftir aðstoðina hafði hlutfallið lækkað í 24,5 prósent. Þá sögðust 71,7 prósent hafa litla trú á að komast aftur til vinnu eða í nám áður en þeir hófu þjónustu Hugarafls en eftir að fólk hóf þjónustu Hugarafls lækkaði hlutfallið í 22,1 prósent. Fjölmennt var á fundinum sem haldinn var á skrifstofu Hugarafls. Aðsend Þeim fækkar sem íhuga sjálfsvíg Alls sögðust 72,5 prósent hafa íhugað sjálfsvíg áður en leitað var til Hugarafls en 51,9 prósent sögðust hafa íhugað sjálfsvíg eftir að leitað var til Hugarafls sem er 20,6 prósent lækkun. Í niðurstöðunum má sjá nokkurn mun þarna hjá körlum og konum en 80 prósent karla svara því játandi að hafa hugsað um sjálfsvíg áður en þeir leituðu til Hugarafls en 66 prósent kvenna. Einnig er mikill munur ef litið er aldurs notenda. Til dæmis svara 92 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18 til 29 ára játandi að þau hafi íhugað sjálfsvíg en aðeins rúmur helmingur þeirra sem eru 60 ára og eldri, eða 47 prósent. Niðurstöðurnar eru ekki eins ólíkar eftir kyni og aldri þegar fólk er svo spurt hvort endurhæfing hjá Hugarafli hafi breytt viðhorfi þeirra hvað þetta varðar en hlutfallið enn hæst meðal þeirra í aldurshópi 18 til 29 ára. Lengi í þjónustu Hugarafls Í niðurstöðunum má sjá að meirihluti þeirra sem svarar könnuninni hefur verið í þjónustu hjá Hugarafli í meira en eitt ár. Spurð um ástæður þess að þau leituðu þangað sagði fólk að þau væru að vinna úr áfalli, valdeflast og efla sjálfstraust, vildu efla virkni eða auka lífsgæði. Flestir sem leita þangað nýta sér endurhæfingu, hópastarf, ráðgjöf og einstaklingsstuðning. Þá er einnig stór hluti sem leitar í jafningjastuðning og verkefnavinnu. Ólafur Veigar Hrafnsson, fulltrúi Gallup, kynnti niðurstöðurnar. Aðsend Einnig er í könnuninni spurt um það hvort fólk hafi verið í endurhæfingu áður en þau leituðu til Hugarafls. Um 67 prósent svara því játandi að hafa verið í endurhæfingu annars staðar, meirihluti í Virk. Einnig er spurt um notkun geðlyfja, viðhorf til geðlyfja og fráhvarf vegna þeirra. Þá er spurt ítarlega um ýmist hópastarf og viðhorf til starfsins í Hugarafli. „Við höfum verið að stuðla að því að skoða starfið okkar á alla kanta. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir okkur könnun 2022 en núna ákváðum við að prófa Gallup,“ segir Auður um tilefni rannsóknarinnar. Verða að passa upp á hugmyndafræðina Auður segir ánægjulegt hversu margir tóku þátt í könnuninni. Starfsfólk og stjórn séu verulega ánægð með niðurstöðurnar og planið sé svo að framkvæma þessa könnun reglulega svo hægt sé að bera saman og skoða starfið og bæta það sem þarf að bæta. „Það er mikilvægt að hafa skýrar tölur fyrir stjórnvöld og aðra sem semja við Hugarafl. Við erum mjög meðvituð um það sem við erum að gera og hvort við séum á réttri átt. Úrræði eins og okkar, sem er aðeins utan hefðbundins stofnanakerfis, þar sem unnið er með bata og valdeflingu, við þurfum við alltaf að vera svolítið á tánum til að passa upp á hugmyndafræðina okkar og sýna fram á að hún virki.“ Þannig séu margar ástæður fyrir því að rannsókn eins og þessi skipti miklu máli fyrir starfsemi Hugarafls. „Þessar niðurstöður eru vægast sagt mjög jákvæðar og blása okkur byr í seglin. Við sjáum að bæði líðan fólks sem kemur hingað er mjög slæm þegar fólk byrjar en breytist verulega mikið og starfsgeta eykst.“ „Við erum að grípa fólk sem er kannski búið að prófa endurhæfingu annars staðar og hefur rekið sig á veggi eða það hefur ekki gengið upp, og er stundum að gefa sér síðasta séns með því að koma til Hugarafls og halda áfram að vinna í bata sínum. Við náum svakalega góðum árangri þar, í endurhæfingu og erum með stækkandi hlutverk hvað varðar endurhæfingu.“ Aðgengið auðveldara Hún segir það skipta miklu í þessu samhengi að aðgengi að Hugarafli er miklu auðveldara en að öðrum úrræðum. Það sé ekki sami biðtími og það sé ekki gerð krafa um einhverja greiningu eða sjúkdóm. Þá sé engin krafa um útskrift eftir einhvern ákveðinn tíma og því geti fólk gefið sér sinn tíma. Auður segir hópinn sem til þeirra leitar afar fjölbreyttan. Þau séu allt frá 18 ára og upp úr og af öllum kynjum. Þá sé það áhugavert að stór hópur sem svari könnuninni hafi verið hjá þeim í meira en þrjú ár og það sýni hversu dýrmætur tíminn er. Það hafi alltaf verið eitt helst baráttumál þeirra að gefa fólki þann tíma sem það þarf. „Þú ert ekkert að klára þung og stór áföll á stuttum tíma. Þú þarft að geta farið ofan í og gefið þér tíma með allskonar afleiðingar áfalla. Þannig það er okkar nálgun og eins líka að grípa það fólk sem leitar til okkar eins hratt og hægt er. Líðanin er oft mjög slæm við komu þannig það verður kannski til smá von þegar maður getur dottið inn í umhverfi sem mætir manni ekki með biðlistum eða nauðsyn á greiningu. Fólk getur leitað hingað á eigin forsendum og ég held að það sé partur af okkar árangri.“ Hún segir einnig mikilvægt að innan geðheilbrigðiskerfisins séu fjölbreytt úrræði. „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús eða vinna samkvæmt greiningum. Við þurfum kannski að vinna samkvæmt einhverju öðru, allt öðru. Ef okkur líður illa, að við viljum gera breytingar í lífinu, eða ef við erum að fást við einhverja áfallasögu. Það er svo mismunandi hvað við þurfum og það þurfa að vera til fjölbreytt úrræði, og opin.“ Hún segir það sem megi draga úr þessum niðurstöðum sé að þeirra nálgun sé að virka vel. Starfsemin hafi stækkað mikið síðustu ár en starfsmannafjöldinn ekki. Hugarafl fái styrki frá bæði ríkisstjórn og sveitarfélögum en það dugi ekki til. „Það sem hefur plagað okkur undanfarin ár er fjárskortur. Okkur vantar mannafla því endurhæfingin okkar hefur vaxið svo mikið og okkar úrræði. En starfshópurinn hefur ekki stækkað samkvæmt því. Stjórnvöld þurfa auðvitað að huga betur að því að hlúa að úrræðum sem eru utan hefðbundins kerfis, til að stuðla að forvörnum,“ segir Auður og þar komi þau sterkt inn. Niðurstöðurnar styðji vel við þá kröfu. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira
Gallup framkvæmdi könnun meðal félagsfólks í sumar um líðan þess, þjónustuna sem það notar hjá Hugarafli og ástæður þess. Niðurstöðurnar sýna að miklum meirihluta sem leitar til Hugarafls líður mjög illa áður en þau leita til þeirra en að líðan þeirra batnar verulega eftir að þau hefja endurhæfingu hjá Hugarafli. Könnunin var send á alla félagsmenn, sem eru 202, og var svarhlutfall 56,6 prósent. Í niðurstöðunum kemur til dæmis fram að 86,6 prósent þátttakenda sögðust hafa upplifað slæma líðan áður en þeir fengu aðstoð frá Hugarafli en eftir aðstoðina hafði hlutfallið lækkað í 24,5 prósent. Þá sögðust 71,7 prósent hafa litla trú á að komast aftur til vinnu eða í nám áður en þeir hófu þjónustu Hugarafls en eftir að fólk hóf þjónustu Hugarafls lækkaði hlutfallið í 22,1 prósent. Fjölmennt var á fundinum sem haldinn var á skrifstofu Hugarafls. Aðsend Þeim fækkar sem íhuga sjálfsvíg Alls sögðust 72,5 prósent hafa íhugað sjálfsvíg áður en leitað var til Hugarafls en 51,9 prósent sögðust hafa íhugað sjálfsvíg eftir að leitað var til Hugarafls sem er 20,6 prósent lækkun. Í niðurstöðunum má sjá nokkurn mun þarna hjá körlum og konum en 80 prósent karla svara því játandi að hafa hugsað um sjálfsvíg áður en þeir leituðu til Hugarafls en 66 prósent kvenna. Einnig er mikill munur ef litið er aldurs notenda. Til dæmis svara 92 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18 til 29 ára játandi að þau hafi íhugað sjálfsvíg en aðeins rúmur helmingur þeirra sem eru 60 ára og eldri, eða 47 prósent. Niðurstöðurnar eru ekki eins ólíkar eftir kyni og aldri þegar fólk er svo spurt hvort endurhæfing hjá Hugarafli hafi breytt viðhorfi þeirra hvað þetta varðar en hlutfallið enn hæst meðal þeirra í aldurshópi 18 til 29 ára. Lengi í þjónustu Hugarafls Í niðurstöðunum má sjá að meirihluti þeirra sem svarar könnuninni hefur verið í þjónustu hjá Hugarafli í meira en eitt ár. Spurð um ástæður þess að þau leituðu þangað sagði fólk að þau væru að vinna úr áfalli, valdeflast og efla sjálfstraust, vildu efla virkni eða auka lífsgæði. Flestir sem leita þangað nýta sér endurhæfingu, hópastarf, ráðgjöf og einstaklingsstuðning. Þá er einnig stór hluti sem leitar í jafningjastuðning og verkefnavinnu. Ólafur Veigar Hrafnsson, fulltrúi Gallup, kynnti niðurstöðurnar. Aðsend Einnig er í könnuninni spurt um það hvort fólk hafi verið í endurhæfingu áður en þau leituðu til Hugarafls. Um 67 prósent svara því játandi að hafa verið í endurhæfingu annars staðar, meirihluti í Virk. Einnig er spurt um notkun geðlyfja, viðhorf til geðlyfja og fráhvarf vegna þeirra. Þá er spurt ítarlega um ýmist hópastarf og viðhorf til starfsins í Hugarafli. „Við höfum verið að stuðla að því að skoða starfið okkar á alla kanta. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir okkur könnun 2022 en núna ákváðum við að prófa Gallup,“ segir Auður um tilefni rannsóknarinnar. Verða að passa upp á hugmyndafræðina Auður segir ánægjulegt hversu margir tóku þátt í könnuninni. Starfsfólk og stjórn séu verulega ánægð með niðurstöðurnar og planið sé svo að framkvæma þessa könnun reglulega svo hægt sé að bera saman og skoða starfið og bæta það sem þarf að bæta. „Það er mikilvægt að hafa skýrar tölur fyrir stjórnvöld og aðra sem semja við Hugarafl. Við erum mjög meðvituð um það sem við erum að gera og hvort við séum á réttri átt. Úrræði eins og okkar, sem er aðeins utan hefðbundins stofnanakerfis, þar sem unnið er með bata og valdeflingu, við þurfum við alltaf að vera svolítið á tánum til að passa upp á hugmyndafræðina okkar og sýna fram á að hún virki.“ Þannig séu margar ástæður fyrir því að rannsókn eins og þessi skipti miklu máli fyrir starfsemi Hugarafls. „Þessar niðurstöður eru vægast sagt mjög jákvæðar og blása okkur byr í seglin. Við sjáum að bæði líðan fólks sem kemur hingað er mjög slæm þegar fólk byrjar en breytist verulega mikið og starfsgeta eykst.“ „Við erum að grípa fólk sem er kannski búið að prófa endurhæfingu annars staðar og hefur rekið sig á veggi eða það hefur ekki gengið upp, og er stundum að gefa sér síðasta séns með því að koma til Hugarafls og halda áfram að vinna í bata sínum. Við náum svakalega góðum árangri þar, í endurhæfingu og erum með stækkandi hlutverk hvað varðar endurhæfingu.“ Aðgengið auðveldara Hún segir það skipta miklu í þessu samhengi að aðgengi að Hugarafli er miklu auðveldara en að öðrum úrræðum. Það sé ekki sami biðtími og það sé ekki gerð krafa um einhverja greiningu eða sjúkdóm. Þá sé engin krafa um útskrift eftir einhvern ákveðinn tíma og því geti fólk gefið sér sinn tíma. Auður segir hópinn sem til þeirra leitar afar fjölbreyttan. Þau séu allt frá 18 ára og upp úr og af öllum kynjum. Þá sé það áhugavert að stór hópur sem svari könnuninni hafi verið hjá þeim í meira en þrjú ár og það sýni hversu dýrmætur tíminn er. Það hafi alltaf verið eitt helst baráttumál þeirra að gefa fólki þann tíma sem það þarf. „Þú ert ekkert að klára þung og stór áföll á stuttum tíma. Þú þarft að geta farið ofan í og gefið þér tíma með allskonar afleiðingar áfalla. Þannig það er okkar nálgun og eins líka að grípa það fólk sem leitar til okkar eins hratt og hægt er. Líðanin er oft mjög slæm við komu þannig það verður kannski til smá von þegar maður getur dottið inn í umhverfi sem mætir manni ekki með biðlistum eða nauðsyn á greiningu. Fólk getur leitað hingað á eigin forsendum og ég held að það sé partur af okkar árangri.“ Hún segir einnig mikilvægt að innan geðheilbrigðiskerfisins séu fjölbreytt úrræði. „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús eða vinna samkvæmt greiningum. Við þurfum kannski að vinna samkvæmt einhverju öðru, allt öðru. Ef okkur líður illa, að við viljum gera breytingar í lífinu, eða ef við erum að fást við einhverja áfallasögu. Það er svo mismunandi hvað við þurfum og það þurfa að vera til fjölbreytt úrræði, og opin.“ Hún segir það sem megi draga úr þessum niðurstöðum sé að þeirra nálgun sé að virka vel. Starfsemin hafi stækkað mikið síðustu ár en starfsmannafjöldinn ekki. Hugarafl fái styrki frá bæði ríkisstjórn og sveitarfélögum en það dugi ekki til. „Það sem hefur plagað okkur undanfarin ár er fjárskortur. Okkur vantar mannafla því endurhæfingin okkar hefur vaxið svo mikið og okkar úrræði. En starfshópurinn hefur ekki stækkað samkvæmt því. Stjórnvöld þurfa auðvitað að huga betur að því að hlúa að úrræðum sem eru utan hefðbundins kerfis, til að stuðla að forvörnum,“ segir Auður og þar komi þau sterkt inn. Niðurstöðurnar styðji vel við þá kröfu. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira