Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 11:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er nú stödd erlendis. Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist kalla saman þjóðaröryggisráð. Drónar hafa flogið ítrekað yfir flugvelli Danmerkur undanfarna daga. „Það er mat forsætisráðherra að þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg atvik sem hafi kallað á lokun alþjóðaflugvalla á Norðurlöndum í öryggisskyni verði að bregðast við fréttum af þessu tagi af yfirvegun og á grundvelli staðreynda upplýsinga. Forsætisráðherra mun áfram fylgjast vel með framvindu mála og taka ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar þjóðaröryggisráðs þegar gleggri upplýsingar liggja fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Drónaflug hefur ógnað þó nokkrum flugvöllum í Danmörku undanfarna daga með þeim afleiðingum að þeim var lokað um tíma. Í gærkvöldi var flugvellinum í Álborg lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug, en ekki var hægt að staðfesta hvort að um dróna hafi verið að ræða eða ekki. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þjóðverja, hefur gefið í skyn að Rússar séu að baki drónafluginu. Stjórnvöld í Danmörku segja ástandið grafalvarlegt. Farið var yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Þingmenn hér á landi hafa kallað eftir því að þjóðaröryggisráðið yrði kallað saman í ljósi vendinga síðustu daga. Þeirra á meðal er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að hún teldi tilefni til að kalla saman ráðið en sú ákvörðun liggur í höndum Kristrúnar sem formaður þess. Kristrún hefur verið erlendis undanfarna daga, fyrst á þingi Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum og nú í Bretlandi á ráðstefnunni Global Progress Action Summit. Í svari ráðuneytisins segir að hún hafi fylgst vel með framvindu mála. Hún hafi fengið upplýsingar frá ritara þjóðaröryggisráðs í samráði við greiningardeild RLS, Vástigsnefnd Flugverndar RLS og Sérsveit RLS. „Vástigsnefndin fundaði síðdegis í fyrradag og fór yfir stöðu mála og lagði mat á þær upplýsingar sem greiningardeild hafði aflað. Mat fundarins var að ekki væri um yfirvofandi ógn að ræða, samtali við norræn löggæsluyfirvöld og stofnanir verði haldið áfram og forsætisráðherra, sem formanni þjóðaröryggisráðs, verði haldið upplýstum eftir því sem málinu vindur fram.“ Mbl greindi fyrst frá og segja að Kristrún hafi tekið þá ákvörðun að kalla ekki saman þjóðaröryggisráðið. Í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar í ráðinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
„Það er mat forsætisráðherra að þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg atvik sem hafi kallað á lokun alþjóðaflugvalla á Norðurlöndum í öryggisskyni verði að bregðast við fréttum af þessu tagi af yfirvegun og á grundvelli staðreynda upplýsinga. Forsætisráðherra mun áfram fylgjast vel með framvindu mála og taka ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar þjóðaröryggisráðs þegar gleggri upplýsingar liggja fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Drónaflug hefur ógnað þó nokkrum flugvöllum í Danmörku undanfarna daga með þeim afleiðingum að þeim var lokað um tíma. Í gærkvöldi var flugvellinum í Álborg lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug, en ekki var hægt að staðfesta hvort að um dróna hafi verið að ræða eða ekki. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þjóðverja, hefur gefið í skyn að Rússar séu að baki drónafluginu. Stjórnvöld í Danmörku segja ástandið grafalvarlegt. Farið var yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Þingmenn hér á landi hafa kallað eftir því að þjóðaröryggisráðið yrði kallað saman í ljósi vendinga síðustu daga. Þeirra á meðal er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að hún teldi tilefni til að kalla saman ráðið en sú ákvörðun liggur í höndum Kristrúnar sem formaður þess. Kristrún hefur verið erlendis undanfarna daga, fyrst á þingi Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum og nú í Bretlandi á ráðstefnunni Global Progress Action Summit. Í svari ráðuneytisins segir að hún hafi fylgst vel með framvindu mála. Hún hafi fengið upplýsingar frá ritara þjóðaröryggisráðs í samráði við greiningardeild RLS, Vástigsnefnd Flugverndar RLS og Sérsveit RLS. „Vástigsnefndin fundaði síðdegis í fyrradag og fór yfir stöðu mála og lagði mat á þær upplýsingar sem greiningardeild hafði aflað. Mat fundarins var að ekki væri um yfirvofandi ógn að ræða, samtali við norræn löggæsluyfirvöld og stofnanir verði haldið áfram og forsætisráðherra, sem formanni þjóðaröryggisráðs, verði haldið upplýstum eftir því sem málinu vindur fram.“ Mbl greindi fyrst frá og segja að Kristrún hafi tekið þá ákvörðun að kalla ekki saman þjóðaröryggisráðið. Í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar í ráðinu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira