Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2025 09:11 James Comey, þáverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, þegar hann ræddi við þingnefnd árið 2017. Ákæran varðar framburð hans hjá slíkri nefnd árið 2020. AP/Carolyn Kaster James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, segist ekkert óttast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ákæra hann í gær. Hann sé saklaus og hafi tröllatrú á dómskerfinu. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna kynnti ákæru á hendur Comey í gær, aðeins örfáum dögum eftir að Trump forseti hvatti ráðherrann til þess að sækja ætlaða pólitíska andstæðinga sína, þar á meðal Comey, til saka í færslu á samfélagsmiðli sínum. Comey, sem var forstjóri FBI þegar Trump varð forseti árið 2017. er ákærður fyrir meinsæri sem hann á að hafa framið þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í september árið 2020. Trump rak Comey fyrir að neita að láta rannsókn á tengslum framboðs hans við Rússa falla niður. Sú rannsókn leiddi á endanum í ljós aragrúa samskipta starfsmanna framboðs Trump við útsendara Kremlar í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Fyrrverandi FBI-maðurinn brást við ákærunni í myndbandi sem hann birti í gær. Þar sagði hann að bæði hann og fjölskylda hans hefðu lengi vitað að það hefði afleiðingar að standa uppi í hárinu á Donald Trump. Ótti væri verkfæri harðstjóra. „En ég er ekki hræddur og ég vona að þið séuð það ekki heldur,“ sagði Comey sem hvatti áhlýðendur sína til þess að kjósa í kosningum til þess að bjarga framtíð Bandaríkjanna. Sagðist Comey miður sín yfir því hvað hefði orðið um dómsmálaráðuneytið en að hann hefði engu að síður mikla trú á alríkisdómstólum. „Og ég er saklaus, þannig að höldum réttarhöld,“ sagði hann. Aðalsaksóknarinn sagði af sér þegar hann vildi ekki ákæra Í ákærunni er Comey sakaður um að hafa logið að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar hann sagðist ekki hafa leyft neinum öðrum starfsmanni FBI að ræða við fjölmiðla undir nafnleynd um rannsókn sem er ekki tilgreind í ákærunni. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að um sé að ræða rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump árið 2016. Þá er Comey sakaður um að hafa hindrað rannsókn þingnefndarinnar með meintum lygum sínum. Á ýmsu gekk í aðdraganda ákærunnar hjá saksóknaraembættinu í Virginíu sem lagði hana fram. Aðalsaksóknari þess sagði af sér á föstudag en hann er sagður hafa neitað að ákæra Comey þar sem hann taldi ekki grundvöll til þess. Hann hafði einnig sætt þrýstingi frá dómsmálaráðuneytinu að verða við kröfu Trump um að sækja til saka Letitiu James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, sem sótti Trump til saka fyrir fjársvik. Trump hefur ítrekað lýst aðdáun á harðstjórum eins og Pútín og Xi Jinping. Hann er nú að endurskapa bandarísku alríkisstjórnina í ímynd Ungverjalands.AP/Alex Brandon Undir stjórn Trump hefur bandaríska alríkisstjórnin hneigst æ lengra í valdboðsátt á undanförnum mánuðum og hefur þróunin líkst þeirri sem hefur átt sér stað í Ungverjalandi undir Viktor Orbán og þar áður í Rússlandi Vladímírs Pútín. Forsetinn krefst þess að dómsmálaráðuneytið sæki andstæðinga sína eins og Comey til saka og í vikunni lýsti hann því yfir að næsta skotmark þess yrði fjárhagslegir bakhjarlar frjálslyndra félagasamtaka eins og auðkýfingurinn George Soros og fleiri. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt háskóla, fjölmiðla og áhrifamiklar lögmannsstofur þrýstingi til þess að veita henni meiri áhrif á starfsemi þeirra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna kynnti ákæru á hendur Comey í gær, aðeins örfáum dögum eftir að Trump forseti hvatti ráðherrann til þess að sækja ætlaða pólitíska andstæðinga sína, þar á meðal Comey, til saka í færslu á samfélagsmiðli sínum. Comey, sem var forstjóri FBI þegar Trump varð forseti árið 2017. er ákærður fyrir meinsæri sem hann á að hafa framið þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í september árið 2020. Trump rak Comey fyrir að neita að láta rannsókn á tengslum framboðs hans við Rússa falla niður. Sú rannsókn leiddi á endanum í ljós aragrúa samskipta starfsmanna framboðs Trump við útsendara Kremlar í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Fyrrverandi FBI-maðurinn brást við ákærunni í myndbandi sem hann birti í gær. Þar sagði hann að bæði hann og fjölskylda hans hefðu lengi vitað að það hefði afleiðingar að standa uppi í hárinu á Donald Trump. Ótti væri verkfæri harðstjóra. „En ég er ekki hræddur og ég vona að þið séuð það ekki heldur,“ sagði Comey sem hvatti áhlýðendur sína til þess að kjósa í kosningum til þess að bjarga framtíð Bandaríkjanna. Sagðist Comey miður sín yfir því hvað hefði orðið um dómsmálaráðuneytið en að hann hefði engu að síður mikla trú á alríkisdómstólum. „Og ég er saklaus, þannig að höldum réttarhöld,“ sagði hann. Aðalsaksóknarinn sagði af sér þegar hann vildi ekki ákæra Í ákærunni er Comey sakaður um að hafa logið að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar hann sagðist ekki hafa leyft neinum öðrum starfsmanni FBI að ræða við fjölmiðla undir nafnleynd um rannsókn sem er ekki tilgreind í ákærunni. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að um sé að ræða rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump árið 2016. Þá er Comey sakaður um að hafa hindrað rannsókn þingnefndarinnar með meintum lygum sínum. Á ýmsu gekk í aðdraganda ákærunnar hjá saksóknaraembættinu í Virginíu sem lagði hana fram. Aðalsaksóknari þess sagði af sér á föstudag en hann er sagður hafa neitað að ákæra Comey þar sem hann taldi ekki grundvöll til þess. Hann hafði einnig sætt þrýstingi frá dómsmálaráðuneytinu að verða við kröfu Trump um að sækja til saka Letitiu James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, sem sótti Trump til saka fyrir fjársvik. Trump hefur ítrekað lýst aðdáun á harðstjórum eins og Pútín og Xi Jinping. Hann er nú að endurskapa bandarísku alríkisstjórnina í ímynd Ungverjalands.AP/Alex Brandon Undir stjórn Trump hefur bandaríska alríkisstjórnin hneigst æ lengra í valdboðsátt á undanförnum mánuðum og hefur þróunin líkst þeirri sem hefur átt sér stað í Ungverjalandi undir Viktor Orbán og þar áður í Rússlandi Vladímírs Pútín. Forsetinn krefst þess að dómsmálaráðuneytið sæki andstæðinga sína eins og Comey til saka og í vikunni lýsti hann því yfir að næsta skotmark þess yrði fjárhagslegir bakhjarlar frjálslyndra félagasamtaka eins og auðkýfingurinn George Soros og fleiri. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt háskóla, fjölmiðla og áhrifamiklar lögmannsstofur þrýstingi til þess að veita henni meiri áhrif á starfsemi þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50