„Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2025 23:32 Jón Gnarr segir þessi breyting til dæmis geta hjálpað fólki sem elst upp hjá öðrum en blóðforeldrum sínum. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp á þingi um breytingu á mannanafnalögum sem á að gera fólki kleift að taka upp eftirnafn. Frumvarpið er lagt fram af nokkrum þingmönnum Viðreisnar í annað sinn. Jón Gnarr er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann segir þetta hafa verið sérstakt áhugamál hans um langa hríð og að frumvarpið sé lagt fram til að hjálpa fólki og til þess að fækka tilvikum þar sem ekkert er hægt að gera vegna einhverra ákvæða í lögum. Jón var til viðtals um þetta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að áður hafi verið gerðar atlögur að mannanafnalögunum þar sem helst hafi verið stefnt að því að útrýma þeim eða leggja nefndina niður. Hann vilji það ekki og það sé ekki tilgangur frumvarpsins. „Í raun og veru erum við ekki að fella lögin úr gildi heldur bara að taka upp nýja heimild fyrir fólk til að taka upp eftirnafn,“ segir Jón og að það sé verið að bæta við nýjum lið í lögin um eftirnöfn og heimild fólks til að taka þau upp. Það sé þó settur fyrirvari um að fólk geti ekki tekið upp eftirnafn sem er notað fyrir nema sérstakar persónulegar eða menningarlegar ástæður liggi að baki. „Þetta mun hjálpa mjög mörgu fólki sem er í sjálfheldu,“ segir Jón og tekur dæmi um fólk sem er ættleitt í æsku og finnur síðan blóðforeldra sína og langar mögulega að taka upp eftirnafn blóðföður. Með lögunum eigi að rýmka rammann þannig fólk geti valið sér eftirnafn beggja. „Mér finnast mannanafnalögin ágæt í sjálfu sér, mér finnst allt í lagi að við höfum skoðanir og einhverjar áherslur varðandi mannanöfn á Íslandi en þegar lögin eru sett upp úr aldamótunum, 1913, þá voru ættarnöfn á Íslandi bönnuð.“ Innflytjendur hafi þurft að afsala sér nafninu Til dæmis hafi útlendingum sem fluttu til landsins verið gert að afsala sér nafni sínu og taka upp íslenskt nafn. Það hafi komið upp erfið mál í tengslum við það og nefnir Jón sem dæmi kólumbískan mann sem tók sér nafnið Eilífur Friður til að mótmæla því að vera þvingaður til að afsala sér nafni sínu við komu til landsins. Jón segir þetta ekki standast mannréttindi að þvinga fólk til þess og því hafi þessu verið breytt 1996. Útlendingar fái nú að halda sínu nafni en Íslendingar sem fæðast á Íslandi hafa á sama tíma mjög takmarkað vald til að breyta sínu eftirnafni. Hann segist hafa óskað eftir skrá um vinsælustu ættarnöfnin í tengslum við þetta mál og þá hafi komið í ljós að algengasta ættarnafnið á Íslandi er Nguyen sem er víetnamskt. Með því að gefa fólki tækifæri á að velja sér eftirnafn gæti það tekið upp eftirnöfn eins og Esjan, Heklan, Engey og Vító. Þá myndi það líka opna dyr fyrir innflytjendur á Íslandi að taka upp íslenskara eftirnafn en þeirra eigin. Sumir tali um að þeim sé mismunað vegna eftirnafns síns sem er erlent. „Þetta myndi opna möguleika.“ Samkvæmt frumvarpinu myndi mannanafnanefnd fara yfir allar umsóknir og Jón segir að honum sýnist sem nefndin sé meira að þróast í átt að frjálsræði. „Þau samþykkja núorðið flest nöfn bara,“ segir Jón. Hann segir það þversögn að fólk megi vera með erlent eftirnafn en megi ekki taka upp íslenskt eftirnafn. „Af hverju leyfum við fólki að heita Rodriguez en bönnum því að heita Esjan eða Akrafjall eða Hrísey. Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez. Mér finnst það ekki eðlilegt,“ segir Jón. Alþingi Mannanöfn Íslensk tunga Innflytjendamál Reykjavík síðdegis Viðreisn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Jón Gnarr er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann segir þetta hafa verið sérstakt áhugamál hans um langa hríð og að frumvarpið sé lagt fram til að hjálpa fólki og til þess að fækka tilvikum þar sem ekkert er hægt að gera vegna einhverra ákvæða í lögum. Jón var til viðtals um þetta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að áður hafi verið gerðar atlögur að mannanafnalögunum þar sem helst hafi verið stefnt að því að útrýma þeim eða leggja nefndina niður. Hann vilji það ekki og það sé ekki tilgangur frumvarpsins. „Í raun og veru erum við ekki að fella lögin úr gildi heldur bara að taka upp nýja heimild fyrir fólk til að taka upp eftirnafn,“ segir Jón og að það sé verið að bæta við nýjum lið í lögin um eftirnöfn og heimild fólks til að taka þau upp. Það sé þó settur fyrirvari um að fólk geti ekki tekið upp eftirnafn sem er notað fyrir nema sérstakar persónulegar eða menningarlegar ástæður liggi að baki. „Þetta mun hjálpa mjög mörgu fólki sem er í sjálfheldu,“ segir Jón og tekur dæmi um fólk sem er ættleitt í æsku og finnur síðan blóðforeldra sína og langar mögulega að taka upp eftirnafn blóðföður. Með lögunum eigi að rýmka rammann þannig fólk geti valið sér eftirnafn beggja. „Mér finnast mannanafnalögin ágæt í sjálfu sér, mér finnst allt í lagi að við höfum skoðanir og einhverjar áherslur varðandi mannanöfn á Íslandi en þegar lögin eru sett upp úr aldamótunum, 1913, þá voru ættarnöfn á Íslandi bönnuð.“ Innflytjendur hafi þurft að afsala sér nafninu Til dæmis hafi útlendingum sem fluttu til landsins verið gert að afsala sér nafni sínu og taka upp íslenskt nafn. Það hafi komið upp erfið mál í tengslum við það og nefnir Jón sem dæmi kólumbískan mann sem tók sér nafnið Eilífur Friður til að mótmæla því að vera þvingaður til að afsala sér nafni sínu við komu til landsins. Jón segir þetta ekki standast mannréttindi að þvinga fólk til þess og því hafi þessu verið breytt 1996. Útlendingar fái nú að halda sínu nafni en Íslendingar sem fæðast á Íslandi hafa á sama tíma mjög takmarkað vald til að breyta sínu eftirnafni. Hann segist hafa óskað eftir skrá um vinsælustu ættarnöfnin í tengslum við þetta mál og þá hafi komið í ljós að algengasta ættarnafnið á Íslandi er Nguyen sem er víetnamskt. Með því að gefa fólki tækifæri á að velja sér eftirnafn gæti það tekið upp eftirnöfn eins og Esjan, Heklan, Engey og Vító. Þá myndi það líka opna dyr fyrir innflytjendur á Íslandi að taka upp íslenskara eftirnafn en þeirra eigin. Sumir tali um að þeim sé mismunað vegna eftirnafns síns sem er erlent. „Þetta myndi opna möguleika.“ Samkvæmt frumvarpinu myndi mannanafnanefnd fara yfir allar umsóknir og Jón segir að honum sýnist sem nefndin sé meira að þróast í átt að frjálsræði. „Þau samþykkja núorðið flest nöfn bara,“ segir Jón. Hann segir það þversögn að fólk megi vera með erlent eftirnafn en megi ekki taka upp íslenskt eftirnafn. „Af hverju leyfum við fólki að heita Rodriguez en bönnum því að heita Esjan eða Akrafjall eða Hrísey. Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez. Mér finnst það ekki eðlilegt,“ segir Jón.
Alþingi Mannanöfn Íslensk tunga Innflytjendamál Reykjavík síðdegis Viðreisn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira