Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Árni Sæberg skrifar 25. september 2025 13:51 Fuglaflensa gengur enn í villtum fuglum hér á landi. Vísir/Vilhelm Skæð fuglaflensa greindist í talsverðum fjölda fugla sem fundust dauðir við Blönduós fyrir skömmu og í einni kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að fyrir skömmu hafi á annan tug stormmáfa og hettumáfa fundist dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni hafi verið tekin og í þeim greinst skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 hai einnig greinst í kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Þetta hafi Tilraunastöð Hí í meinafræði á Keldum staðfest í gær. Fyrstu smitin þetta haustið Um sé að ræða fyrstu staðfestu smitin þetta haustið. Þessi gerð fuglainflúensuveiru, HPAI H5N5, hafi einnig greinst hérlendis síðasta vetur. Óljóst sé hvort fuglarnir á Blönduósi hafi smitast af farfuglum eða hvort smit hafi leynst í villta íslenska fuglastofninum síðan í vor. Á þessu stigi máls sé lítið vitað um útbreiðslu. Áhættumatshópur muni endurmeta smithættu fyrir alifugla og aðra fugla í haldi í ljósi þessara greininga, en ljóst sé að fuglaeigendur þurfi að tryggja öflugar smitvarnir við umgengni á sínum fuglahópum og vera vel vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum eða óeðlilegum dauða í þeim. Hræ skuli látin liggja Matvælastofnun hvetji almenning til að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla og villt spendýr sem hann finnur. Það sé gert með því að smella á „ábendingar og fyrirspurnir“ á forsíðu www.mast.is. Mikilvægt sé að lýsa staðsetningu vel, helst með hnitum, og láta mynd fylgja með. Almenna reglan sé að hræ af villtum fugli er látið liggja. Sé hræ aftur á móti þannig staðsett að það þurfi að fjarlægja, til dæmis nálægt hýbýlum fólks, þurfi að gæta að einstaklings- og sóttvörnum og nota til verksins einnota hanska og veiruheldar grímur. Veiðimenn séu hvattir til að sýna varkárni við veiðar og verkun villtra fugla. Ekki skuli veiða fugla og nýta til matar sem haga sér óeðlilega eða eru sjáanlega veikir/slappir og gera Matvælastofnunina viðvart. Þó skuli það tekið fram að heilbrigðir fuglar geta líka verið smitaðir af fuglainflúensu. Ennfremur sé bent á leiðbeiningar á upplýsingasíðu um fuglainflúensu um hvað skuli gera þegar veikir eða dauðir fuglar eða önnur villt dýr finnast. Fuglar Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að fyrir skömmu hafi á annan tug stormmáfa og hettumáfa fundist dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni hafi verið tekin og í þeim greinst skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 hai einnig greinst í kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Þetta hafi Tilraunastöð Hí í meinafræði á Keldum staðfest í gær. Fyrstu smitin þetta haustið Um sé að ræða fyrstu staðfestu smitin þetta haustið. Þessi gerð fuglainflúensuveiru, HPAI H5N5, hafi einnig greinst hérlendis síðasta vetur. Óljóst sé hvort fuglarnir á Blönduósi hafi smitast af farfuglum eða hvort smit hafi leynst í villta íslenska fuglastofninum síðan í vor. Á þessu stigi máls sé lítið vitað um útbreiðslu. Áhættumatshópur muni endurmeta smithættu fyrir alifugla og aðra fugla í haldi í ljósi þessara greininga, en ljóst sé að fuglaeigendur þurfi að tryggja öflugar smitvarnir við umgengni á sínum fuglahópum og vera vel vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum eða óeðlilegum dauða í þeim. Hræ skuli látin liggja Matvælastofnun hvetji almenning til að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla og villt spendýr sem hann finnur. Það sé gert með því að smella á „ábendingar og fyrirspurnir“ á forsíðu www.mast.is. Mikilvægt sé að lýsa staðsetningu vel, helst með hnitum, og láta mynd fylgja með. Almenna reglan sé að hræ af villtum fugli er látið liggja. Sé hræ aftur á móti þannig staðsett að það þurfi að fjarlægja, til dæmis nálægt hýbýlum fólks, þurfi að gæta að einstaklings- og sóttvörnum og nota til verksins einnota hanska og veiruheldar grímur. Veiðimenn séu hvattir til að sýna varkárni við veiðar og verkun villtra fugla. Ekki skuli veiða fugla og nýta til matar sem haga sér óeðlilega eða eru sjáanlega veikir/slappir og gera Matvælastofnunina viðvart. Þó skuli það tekið fram að heilbrigðir fuglar geta líka verið smitaðir af fuglainflúensu. Ennfremur sé bent á leiðbeiningar á upplýsingasíðu um fuglainflúensu um hvað skuli gera þegar veikir eða dauðir fuglar eða önnur villt dýr finnast.
Fuglar Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira