Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Árni Sæberg skrifar 25. september 2025 13:51 Fuglaflensa gengur enn í villtum fuglum hér á landi. Vísir/Vilhelm Skæð fuglaflensa greindist í talsverðum fjölda fugla sem fundust dauðir við Blönduós fyrir skömmu og í einni kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að fyrir skömmu hafi á annan tug stormmáfa og hettumáfa fundist dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni hafi verið tekin og í þeim greinst skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 hai einnig greinst í kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Þetta hafi Tilraunastöð Hí í meinafræði á Keldum staðfest í gær. Fyrstu smitin þetta haustið Um sé að ræða fyrstu staðfestu smitin þetta haustið. Þessi gerð fuglainflúensuveiru, HPAI H5N5, hafi einnig greinst hérlendis síðasta vetur. Óljóst sé hvort fuglarnir á Blönduósi hafi smitast af farfuglum eða hvort smit hafi leynst í villta íslenska fuglastofninum síðan í vor. Á þessu stigi máls sé lítið vitað um útbreiðslu. Áhættumatshópur muni endurmeta smithættu fyrir alifugla og aðra fugla í haldi í ljósi þessara greininga, en ljóst sé að fuglaeigendur þurfi að tryggja öflugar smitvarnir við umgengni á sínum fuglahópum og vera vel vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum eða óeðlilegum dauða í þeim. Hræ skuli látin liggja Matvælastofnun hvetji almenning til að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla og villt spendýr sem hann finnur. Það sé gert með því að smella á „ábendingar og fyrirspurnir“ á forsíðu www.mast.is. Mikilvægt sé að lýsa staðsetningu vel, helst með hnitum, og láta mynd fylgja með. Almenna reglan sé að hræ af villtum fugli er látið liggja. Sé hræ aftur á móti þannig staðsett að það þurfi að fjarlægja, til dæmis nálægt hýbýlum fólks, þurfi að gæta að einstaklings- og sóttvörnum og nota til verksins einnota hanska og veiruheldar grímur. Veiðimenn séu hvattir til að sýna varkárni við veiðar og verkun villtra fugla. Ekki skuli veiða fugla og nýta til matar sem haga sér óeðlilega eða eru sjáanlega veikir/slappir og gera Matvælastofnunina viðvart. Þó skuli það tekið fram að heilbrigðir fuglar geta líka verið smitaðir af fuglainflúensu. Ennfremur sé bent á leiðbeiningar á upplýsingasíðu um fuglainflúensu um hvað skuli gera þegar veikir eða dauðir fuglar eða önnur villt dýr finnast. Fuglar Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að fyrir skömmu hafi á annan tug stormmáfa og hettumáfa fundist dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni hafi verið tekin og í þeim greinst skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 hai einnig greinst í kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Þetta hafi Tilraunastöð Hí í meinafræði á Keldum staðfest í gær. Fyrstu smitin þetta haustið Um sé að ræða fyrstu staðfestu smitin þetta haustið. Þessi gerð fuglainflúensuveiru, HPAI H5N5, hafi einnig greinst hérlendis síðasta vetur. Óljóst sé hvort fuglarnir á Blönduósi hafi smitast af farfuglum eða hvort smit hafi leynst í villta íslenska fuglastofninum síðan í vor. Á þessu stigi máls sé lítið vitað um útbreiðslu. Áhættumatshópur muni endurmeta smithættu fyrir alifugla og aðra fugla í haldi í ljósi þessara greininga, en ljóst sé að fuglaeigendur þurfi að tryggja öflugar smitvarnir við umgengni á sínum fuglahópum og vera vel vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum eða óeðlilegum dauða í þeim. Hræ skuli látin liggja Matvælastofnun hvetji almenning til að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla og villt spendýr sem hann finnur. Það sé gert með því að smella á „ábendingar og fyrirspurnir“ á forsíðu www.mast.is. Mikilvægt sé að lýsa staðsetningu vel, helst með hnitum, og láta mynd fylgja með. Almenna reglan sé að hræ af villtum fugli er látið liggja. Sé hræ aftur á móti þannig staðsett að það þurfi að fjarlægja, til dæmis nálægt hýbýlum fólks, þurfi að gæta að einstaklings- og sóttvörnum og nota til verksins einnota hanska og veiruheldar grímur. Veiðimenn séu hvattir til að sýna varkárni við veiðar og verkun villtra fugla. Ekki skuli veiða fugla og nýta til matar sem haga sér óeðlilega eða eru sjáanlega veikir/slappir og gera Matvælastofnunina viðvart. Þó skuli það tekið fram að heilbrigðir fuglar geta líka verið smitaðir af fuglainflúensu. Ennfremur sé bent á leiðbeiningar á upplýsingasíðu um fuglainflúensu um hvað skuli gera þegar veikir eða dauðir fuglar eða önnur villt dýr finnast.
Fuglar Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent