Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2025 13:39 Freyr Alexandersson er mættur með Brann í sjálfa Evrópudeildina. Mynd: Brann SK Þjálfarinn Freyr Alexandersson gerir sér fulla grein fyrir því að lið hans Brann verður í hlutverki Davíðs gegn Golíat í Frakklandi í dag, þegar norska liðið glímir við Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Evrópudeildinni í fótbolta. Hann kallar eftir íslenskri „geðveiki“ í sínu liði í dag og það gleður sérfræðing NRK. Leikur Lille og Brann í Evrópudeildinni hefst klukkan 16:45 í dag og er í beinni útsendingu á Sýn Sport. Freyr ætti að kannast vel við sig í Lille, samkvæmt grein norska ríkismiðilsins NRK, því þegar hann stýrði Kortrijk í Belgíu þá voru börnin hans í skóla í Lille. Aðeins um hálftíma akstur er á milli borganna. Í grein NRK er rifjað upp að Freyr var í teymi íslenska landsliðsins í Frakklandi á sínum tíma, þegar Ísland vakti heimsathygli með frammistöðu sinni á EM 2016. Hann þekki því vel að vera í þeim sporum að glíma við mun sigurstranglegra lið í Frakklandi, eins og þegar Ísland mætti heimamönnum í 8-liða úrslitunum: „Það var ekki ein einasta manneskja í rútunni sem trúði því ekki að við værum að fara að vinna leikinn,“ sagði Freyr. Þurfa hugrekki til að vinna kraftaverk „Við erum bara svona. Við erum alveg klikkaðir. Það skiptir ekki máli hvort við séum taldir eiga litla möguleika, ég hef alltaf trú á að liðið mitt finni leið til að vinna,“ sagði Freyr. Hann segist búinn að innstimpla sömu „íslensku geðveiki“ í leikmenn Brann: „Ef við verðum stjarfir hérna þá töpum við stórt. Það er það hættulegasta. En ef við erum hugrakkir og trúum á okkur sjálfa þá getum við búið til kraftaverk,“ sagði Freyr. Sérfræðingur ánægður með Frey Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, fagnar þessu hugarfari Freys. „Þetta er hugarfar sem ég hef saknað úr norskum fótbolta. Að hugsa þannig að maður eigi alltaf séns, alveg sama hve mikið minna sigurstranglegir við erum taldir. Brann verður alltaf talið mun minni máttar í leikjunum í Evrópudeildinni, sérstaklega á útivelli,“ sagði Torp. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Leikur Lille og Brann í Evrópudeildinni hefst klukkan 16:45 í dag og er í beinni útsendingu á Sýn Sport. Freyr ætti að kannast vel við sig í Lille, samkvæmt grein norska ríkismiðilsins NRK, því þegar hann stýrði Kortrijk í Belgíu þá voru börnin hans í skóla í Lille. Aðeins um hálftíma akstur er á milli borganna. Í grein NRK er rifjað upp að Freyr var í teymi íslenska landsliðsins í Frakklandi á sínum tíma, þegar Ísland vakti heimsathygli með frammistöðu sinni á EM 2016. Hann þekki því vel að vera í þeim sporum að glíma við mun sigurstranglegra lið í Frakklandi, eins og þegar Ísland mætti heimamönnum í 8-liða úrslitunum: „Það var ekki ein einasta manneskja í rútunni sem trúði því ekki að við værum að fara að vinna leikinn,“ sagði Freyr. Þurfa hugrekki til að vinna kraftaverk „Við erum bara svona. Við erum alveg klikkaðir. Það skiptir ekki máli hvort við séum taldir eiga litla möguleika, ég hef alltaf trú á að liðið mitt finni leið til að vinna,“ sagði Freyr. Hann segist búinn að innstimpla sömu „íslensku geðveiki“ í leikmenn Brann: „Ef við verðum stjarfir hérna þá töpum við stórt. Það er það hættulegasta. En ef við erum hugrakkir og trúum á okkur sjálfa þá getum við búið til kraftaverk,“ sagði Freyr. Sérfræðingur ánægður með Frey Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, fagnar þessu hugarfari Freys. „Þetta er hugarfar sem ég hef saknað úr norskum fótbolta. Að hugsa þannig að maður eigi alltaf séns, alveg sama hve mikið minna sigurstranglegir við erum taldir. Brann verður alltaf talið mun minni máttar í leikjunum í Evrópudeildinni, sérstaklega á útivelli,“ sagði Torp.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira