Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2025 12:38 Björn Rúnar segir tilfærslu Blóðbankans í Borgarkringluna mikið framfaraskref. Aðgengi að bankanum á Snorrabraut hafi verið orðið slæmt. Vísir/Lýður Blóðbankinn í Reykjavík hefur flutt starfsemi sína af Snorrabraut í Kringluna. Framkvæmdastjóri starfseminnar vonar að með þessu leggi fleiri leið sína í bankann og markmið um tvö þúsund nýja blóðgjafa á ári náist. Blóðsöfnunarhluti blóðbankans, sá hluti sem almenningur mætir í til þess að gefa blóð, hefur verið fluttur á fimmtu hæð Borgarkringlunnar og hófst blóðsöfnun þar á mánudag. Formleg opnunarathöfn fór fram fyrir hádegi í dag. „Þetta er náttúrulega svakalega mikilvægt framfaraskref fyrir okkur varðandi blóðbankaþjónustu. Stórt skref fram á við og mikilvægt í þessum lið okkar að bæta þjónustuna og sérstaklega fyrir þennan gríðarlega mikilvæga hóp sem blóðgjafarnir okkar eru,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítalanum. Rannsóknarhluti Blóðbankans verður áfram staðsettur á Snorrabraut 60 en orðið var flókið að taka á móti blóðgjöfum. „Með vaxandi byggingarmagni og þrengslum, sem því fylgdi, þá var þetta orðið þannig að það var ekki hægt að bjóða upp á nægilega gott aðgengi. Svo höfum við verið í húsnæðisvanda.“ Fyrirmynd að flutningnum er frá Akureyri, þar sem blóðbankinn var færður af sjúkrahúsinu og yfir á Glerártorg fyrir nokkrum árum. „Ég hef fulla bjartsýni um að þetta muni skila góðu. Við þurfum að bæta í hópinn okkar. Við erum að stefna að því að vera með um það bil tvö þúsund nýja blóðgjafa á hverju ári. Við eigum svolítið í land, við erum með svona 1500 til 1700 á hverju ári. Þannig að við hvetjum fólk til að gerast blóðgjafar,“ segir Björn Rúnar. Blóðgjöf Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Kringlan Tengdar fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 6. ágúst 2025 12:05 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Blóðsöfnunarhluti blóðbankans, sá hluti sem almenningur mætir í til þess að gefa blóð, hefur verið fluttur á fimmtu hæð Borgarkringlunnar og hófst blóðsöfnun þar á mánudag. Formleg opnunarathöfn fór fram fyrir hádegi í dag. „Þetta er náttúrulega svakalega mikilvægt framfaraskref fyrir okkur varðandi blóðbankaþjónustu. Stórt skref fram á við og mikilvægt í þessum lið okkar að bæta þjónustuna og sérstaklega fyrir þennan gríðarlega mikilvæga hóp sem blóðgjafarnir okkar eru,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítalanum. Rannsóknarhluti Blóðbankans verður áfram staðsettur á Snorrabraut 60 en orðið var flókið að taka á móti blóðgjöfum. „Með vaxandi byggingarmagni og þrengslum, sem því fylgdi, þá var þetta orðið þannig að það var ekki hægt að bjóða upp á nægilega gott aðgengi. Svo höfum við verið í húsnæðisvanda.“ Fyrirmynd að flutningnum er frá Akureyri, þar sem blóðbankinn var færður af sjúkrahúsinu og yfir á Glerártorg fyrir nokkrum árum. „Ég hef fulla bjartsýni um að þetta muni skila góðu. Við þurfum að bæta í hópinn okkar. Við erum að stefna að því að vera með um það bil tvö þúsund nýja blóðgjafa á hverju ári. Við eigum svolítið í land, við erum með svona 1500 til 1700 á hverju ári. Þannig að við hvetjum fólk til að gerast blóðgjafar,“ segir Björn Rúnar.
Blóðgjöf Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Kringlan Tengdar fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 6. ágúst 2025 12:05 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 6. ágúst 2025 12:05