Austurstræti orðið að göngugötu Árni Sæberg skrifar 25. september 2025 12:19 Þessa götu mega aðeins útvaldir aka héðan í frá. Vísir/Vilhelm Austurstræti frá Pósthússtræti og Veltusund verða frá og með deginum í dag varanlegar göngugötur. Þetta þýðir að samfellt göngugötusvæði verður frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að breytingin sé í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, sem samþykkt hafi verið árið 2020. Búið sé að merkja svæðið með göngugötubogum og setja upp gróðurker til að skapa grænni ásýnd á svæðinu. Breytingin hafi verið samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í sumar og auglýst í Stjórnartíðindum, búið sé að leita samþykkis lögreglu og breytingin taki nú gildi þar sem umferðarmerkin eru komin upp. Frekari breytingar í farvatninu Þá segir að til standi að fara í frekari breytingar á svæðinu. Forhönnun á göngugötu Austurstrætis sé lokið og sömuleiðis á Lækjartorgi og hönnunin verið kynnt. Reykjavíkurborg bíði eftir að komast í verkhönnun og framkvæmd á svæðinu. Verkefnið sé í bið á meðan Veitur vinna ofanflóðamat á Kvosinni, sem geti haft nokkur áhrif á hönnun þessara svæða. Markmið breytinganna sé að stuðla að bættu aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda, hreyfihamlaðra og þjónustuaðila ásamt því að auðga mannlíf og vöxt miðborgarinnar. Samkvæmt reglulegri könnun Maskínu fyrir Reykjavíkurborg sé mikill meirihluti borgarbúa jákvæður í garð göngugatna í miðborg Reykjavíkur. Jákvæðni hafi aukist gagnvart göngugötum og neikvæðum fækkað á síðustu árum og sömuleiðis hafi þeim fjölgað sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Samkvæmt umferðarskipulag Kvosarinnar verði kjarni Kvosarinnar að göngugötusvæði en aðliggjandi götur verði vistgötur. Utan með svæðinu verði hefðbundnar umferðargötur. Á vistgötum og á jaðri göngugötusvæðisins sé gert ráð fyrir stæðum fyrir vöruafgreiðslu en innan göngugötusvæðisins verði vöruafgreiðsla bundin við ákveðinn tíma dagsins. Undantekningar Loks segir að undanþegin banni við akstri á göngugötum, umfram þau sem tiltekin eru í umferðarlögum eins og handhafar stæðiskorta hreyfihamlaðra, verði vörulosun á milli klukkan 07 og 11 á virkum dögum og á milli klukkan 08 og 11 á laugardögum og sunnudögum. Þá hafi viðbragðsaðilar eins og lögregla, sjúkraflutningar og slökkvilið óskertan aðgang að göngugötusvæðum borgarinnar. Vistgata sé gata þar sem gangandi vegfarendur eru í forgrunni. Vélknúnum ökutækjum sé heimilt að aka á að hámarki 15 klukkustunda hraða á klukkustund og beri að sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim. Reykjavík Borgarstjórn Umferð Skipulag Göngugötur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að breytingin sé í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, sem samþykkt hafi verið árið 2020. Búið sé að merkja svæðið með göngugötubogum og setja upp gróðurker til að skapa grænni ásýnd á svæðinu. Breytingin hafi verið samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í sumar og auglýst í Stjórnartíðindum, búið sé að leita samþykkis lögreglu og breytingin taki nú gildi þar sem umferðarmerkin eru komin upp. Frekari breytingar í farvatninu Þá segir að til standi að fara í frekari breytingar á svæðinu. Forhönnun á göngugötu Austurstrætis sé lokið og sömuleiðis á Lækjartorgi og hönnunin verið kynnt. Reykjavíkurborg bíði eftir að komast í verkhönnun og framkvæmd á svæðinu. Verkefnið sé í bið á meðan Veitur vinna ofanflóðamat á Kvosinni, sem geti haft nokkur áhrif á hönnun þessara svæða. Markmið breytinganna sé að stuðla að bættu aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda, hreyfihamlaðra og þjónustuaðila ásamt því að auðga mannlíf og vöxt miðborgarinnar. Samkvæmt reglulegri könnun Maskínu fyrir Reykjavíkurborg sé mikill meirihluti borgarbúa jákvæður í garð göngugatna í miðborg Reykjavíkur. Jákvæðni hafi aukist gagnvart göngugötum og neikvæðum fækkað á síðustu árum og sömuleiðis hafi þeim fjölgað sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Samkvæmt umferðarskipulag Kvosarinnar verði kjarni Kvosarinnar að göngugötusvæði en aðliggjandi götur verði vistgötur. Utan með svæðinu verði hefðbundnar umferðargötur. Á vistgötum og á jaðri göngugötusvæðisins sé gert ráð fyrir stæðum fyrir vöruafgreiðslu en innan göngugötusvæðisins verði vöruafgreiðsla bundin við ákveðinn tíma dagsins. Undantekningar Loks segir að undanþegin banni við akstri á göngugötum, umfram þau sem tiltekin eru í umferðarlögum eins og handhafar stæðiskorta hreyfihamlaðra, verði vörulosun á milli klukkan 07 og 11 á virkum dögum og á milli klukkan 08 og 11 á laugardögum og sunnudögum. Þá hafi viðbragðsaðilar eins og lögregla, sjúkraflutningar og slökkvilið óskertan aðgang að göngugötusvæðum borgarinnar. Vistgata sé gata þar sem gangandi vegfarendur eru í forgrunni. Vélknúnum ökutækjum sé heimilt að aka á að hámarki 15 klukkustunda hraða á klukkustund og beri að sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim.
Reykjavík Borgarstjórn Umferð Skipulag Göngugötur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent