Innlent

Bein út­sending: Jarð­hiti jafnar leikinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun á fundinum kynna næstu skref stjórnvalda í málefnum jarðhita.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun á fundinum kynna næstu skref stjórnvalda í málefnum jarðhita. Vísir/Anton Brink

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður með sérstaka jarðhitakynning vegna átaksins Jarðhiti jafnar leikinn klukkan 11 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni i beinu streymi.

Í tilkynningu segir að á fundinum verði kynnt ný jarðvarmamatsskýrsla frá ÍSOR og úthlutun Loftslags- og orkusjóðs á styrkjum til jarðhitaleitar. Þá muni ráðherra kynna næstu skref stjórnvalda í málefnum jarðhita.

„Jarðvarmamatsskýrsla ÍSOR inniheldur mat á varmaforða, varmaflæði og framtíðarmöguleikum jarðhitanýtingar á Íslandi. Þær rannsóknir sem þar liggja að baki geta gefið góðan grundvöll fyrir stefnu og aðgerðaráætlun stjórnvalda til framtíðar. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er jarðhitaauðlindin á Íslandi enn öflugri en áður hefur verið talið og myndu 25% náttúrulega varmaflæðisins standa undir allri frumorkunotkun landsins.

Í vor kynnti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eins milljarðs króna jarðhitaátakið Jarðhiti jafnar leikin. Á fundinum á miðvikudag verður tilkynnt um úthlutun styrkja, en átakið hefur það markmið að stuðla að aukinni nýtingu jarðhita til húshitunar á svæðum þar sem nú er notast við rafmagn og/eða olíu.

Vilhjálmur Hilmarsson, stjórnarformaður Loftslags- og orkusjóðs, kynnir úthlutanirnar, en að auki munu tveir styrkþega kynna sín verkefni,“ segir í tilkynningunni.

Hægt verður að fylgjast með kynningunni í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×