„Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. september 2025 19:32 Kjartan segir eldsvoðana hafa tekið mjög á hann og konu hans. Vísir/Lýður Valberg Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. Eldur hefur komið upp þrisvar sinnum á einni viku í fjölbýlishúsi á Selfossi við Fossveg. Fyrst var það um hábjartan dag í geymslurými á jarðhæð byggingarinnar. Og síðan í tvígang í ruslageymslu í stigahúsi byggingarinnar þar sem eldur kom upp síðast í gær en öll þrjú atvikin eru rannsökuð sem íkveikjur. „Versta vika lífs míns“ Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir, formaður húsfélagsins, segir mikla lukku að ekki hafi farið verr enda hafi íbúi orðið var við fyrsta eldsvoðann fyrir tilviljun. „Hann var fyrstur hérna inn og var að fara með dót í geymsluna sína þegar hann verður var við þennan eld.“ Umræddur maður barðist við eldinn með slökkvitæki og var fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Erfitt sé að sofa í gegnum nóttina. Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir er formaður húsfélagsins að Fossvegi.Vísir/Lýður Valberg „Þetta er ekki tilviljun heldur maður. Þetta eru skemmdarverk eða íkveikjur. Ég fæ svona kvíða og verð mjög vör um allan umgang. Ef það er verið að ganga um bílaplanið eða bíll settur í gang eða skellt hurð þá hrekk ég alltaf upp. Þá finnst mér eins og það sé einhver umgangur og það finnst mér mjög óþægilegt.“ „Mér er búið að líða alveg ömurlega alla þessa viku. Þetta er versta vika lífs míns held ég. Bara sem ég man eftir. Ég hef nú lent í ýmsu í gegnum ævina. Þetta er skjólið manns og það er bara verið að kipppa því undan manni. Maður bara er að missa heimilið sitt. Maður er skíthræddur við það og maður er skíthræddur um að maður brenni inni,“ segir Kjartan Már Niemenen, íbúi í umræddu fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi. „Bara veikt fólk sem gerir svona“ Búið er að skipta um lyklaskrár og verið að vinna að því að setja upp öryggismyndavélar. Þú hefur engan grun um hvað liggur að baki þessum árásum? „Nei það er ekkert hægt að segja um það. Ég er ekki sálfræðingur. Það er bara veikt fólk sem gerir svona,“ segir Kjartan. „Það býr yfirleitt bara mjög gott fólk hérna. Ég veit ekki við hvern einhver ætti að eiga eitthvað sökótt,“ segir Sonja. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir lögregluna taka málið alvarlega. Vísir/Lýður Valberg Óvíst hvort brennuvargurinn búi í fjölbýlishúsinu Íbúar í fjölbýlishúsinu lýsa því að þeim sé haldið í heljargreipum við núverandi ógnarástand. Á dögunum var lögreglan með viðveru á svæðinu og vaktaði húsið sem íbúar tóku fagnandi. En hvað hyggst lögreglan gera til að tryggja öryggi þeirra upp úr þessu? „Við erum að reyna allt til að gera það. Við leggjum mikla vinnu í það og tökum þessu mjög alvarlega. Þetta er rannsakað af mikilli festu,“ sagði Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það sé til skoðunar að vakta svæðið. Hann biðlar til allra þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Getur verið að það sé einhver að verki þarna sem býr í jafnvel í fjölbýlishúsinu? „Við vitum það ekki. Ekkert hægt að segja um það.“ Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Eldur hefur komið upp þrisvar sinnum á einni viku í fjölbýlishúsi á Selfossi við Fossveg. Fyrst var það um hábjartan dag í geymslurými á jarðhæð byggingarinnar. Og síðan í tvígang í ruslageymslu í stigahúsi byggingarinnar þar sem eldur kom upp síðast í gær en öll þrjú atvikin eru rannsökuð sem íkveikjur. „Versta vika lífs míns“ Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir, formaður húsfélagsins, segir mikla lukku að ekki hafi farið verr enda hafi íbúi orðið var við fyrsta eldsvoðann fyrir tilviljun. „Hann var fyrstur hérna inn og var að fara með dót í geymsluna sína þegar hann verður var við þennan eld.“ Umræddur maður barðist við eldinn með slökkvitæki og var fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Erfitt sé að sofa í gegnum nóttina. Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir er formaður húsfélagsins að Fossvegi.Vísir/Lýður Valberg „Þetta er ekki tilviljun heldur maður. Þetta eru skemmdarverk eða íkveikjur. Ég fæ svona kvíða og verð mjög vör um allan umgang. Ef það er verið að ganga um bílaplanið eða bíll settur í gang eða skellt hurð þá hrekk ég alltaf upp. Þá finnst mér eins og það sé einhver umgangur og það finnst mér mjög óþægilegt.“ „Mér er búið að líða alveg ömurlega alla þessa viku. Þetta er versta vika lífs míns held ég. Bara sem ég man eftir. Ég hef nú lent í ýmsu í gegnum ævina. Þetta er skjólið manns og það er bara verið að kipppa því undan manni. Maður bara er að missa heimilið sitt. Maður er skíthræddur við það og maður er skíthræddur um að maður brenni inni,“ segir Kjartan Már Niemenen, íbúi í umræddu fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi. „Bara veikt fólk sem gerir svona“ Búið er að skipta um lyklaskrár og verið að vinna að því að setja upp öryggismyndavélar. Þú hefur engan grun um hvað liggur að baki þessum árásum? „Nei það er ekkert hægt að segja um það. Ég er ekki sálfræðingur. Það er bara veikt fólk sem gerir svona,“ segir Kjartan. „Það býr yfirleitt bara mjög gott fólk hérna. Ég veit ekki við hvern einhver ætti að eiga eitthvað sökótt,“ segir Sonja. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir lögregluna taka málið alvarlega. Vísir/Lýður Valberg Óvíst hvort brennuvargurinn búi í fjölbýlishúsinu Íbúar í fjölbýlishúsinu lýsa því að þeim sé haldið í heljargreipum við núverandi ógnarástand. Á dögunum var lögreglan með viðveru á svæðinu og vaktaði húsið sem íbúar tóku fagnandi. En hvað hyggst lögreglan gera til að tryggja öryggi þeirra upp úr þessu? „Við erum að reyna allt til að gera það. Við leggjum mikla vinnu í það og tökum þessu mjög alvarlega. Þetta er rannsakað af mikilli festu,“ sagði Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það sé til skoðunar að vakta svæðið. Hann biðlar til allra þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Getur verið að það sé einhver að verki þarna sem býr í jafnvel í fjölbýlishúsinu? „Við vitum það ekki. Ekkert hægt að segja um það.“
Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent