Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2025 11:00 Mohamed Salah varð Englandsmeistari með Liverpool á síðasta tímabili. getty/Liverpool FC Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain og franska landsliðsins, fékk stærstu einstaklingsverðlaun fótboltans, Gullboltann, í fyrradag. En átti annar leikmaður meira skilið í kjörinu? Dembélé varð efstur í kjöri France Football á besta leikmanni heims. Í 2. sæti varð ungstirnið hjá Barcelona, Lamine Yamal, og samherji Dembélés hjá PSG, portúgalski miðjumaðurinn Vitinha, þriðji. Í 4. sæti var svo Mohamed Salah, leikmaður Liverpool. Ekki er hægt að horfa framhjá því að Dembélé átti frábært tímabil í fyrra. Eftir rólega fyrstu mánuði fór hann á mikið flug eftir áramót og endaði með 35 mörk og fjórtán stoðsendingar í öllum keppnum. Og lið hans, PSG, vann þrefalt (frönsku úrvalsdeildina, bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu) og komst auk þess í úrslit HM félagsliða. Eftir að Kylian Mbappé fór til Real Madrid rétti Luis Enrique, knattspyrnustjóri PSG, Dembélé lyklana að franska liðinu. Hann notaði hann sem fremsta mann, eins konar platníu (e. false nine), og réði gátuna sem Dembélé hefur verið síðan hann skaust fram á sjónarsviðið fyrir um áratug. Aldrei hefur verið efast um hæfileikana sem Frakkinn býr yfir en hann fullnýtti þá ekki fyrr en á síðasta tímabili. Hjá Barcelona, sem gerði Dembélé að næstdýrasta leikmanni heims á sínum tíma, var hann helst þekktur fyrir að klúðra færum á ögurstundu (eins og gegn Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2018-19), vera fastagestur á meiðslalistanum og vera hálfgerður haugur; slæpingi sem spilaði tölvuleiki langt fram á nótt. Til marks um stökkið sem Dembélé tók á síðasta tímabili hafði hann aldrei áður verið tilnefndur til Gullboltans en núna. Lamine Yamal í pontu eftir að hafa tekið við Kopa verðlaununum.getty/Kristy Sparow Yamal fékk Kopa verðlaunin, sem eru veitt besta unga leikmanni heims, annað árið í röð og var ekki langt frá því að verða sá yngsti til að vinna Gullboltann. Brasilíumaðurinn Ronaldo á það met en hann var 21 árs og 96 daga gamall þegar hann fékk Gullboltann 1996. Yfirgnæfandi líkur eru á að Yamal slái það met og vinni fjölda Gullbolta í framhaldinu. Hann er það góður og kominn það langt þrátt fyrir að vera bara átján ára. Hann er þegar kominn í sögubækur fótboltans og kaflinn hans verður langur. Vitinha var taktmælirinn í frábæru PSG-liði og sýndi frábæra frammistöðu, sérstaklega í Meistaradeildinni sem PSG vann í fyrsta sinn. Portúgalinn smávaxni hefur tekið risaskref síðustu ár en ekki er langt síðan hann spilaði með Wolves. Salah má hins vegar vera ansi spældur að vera bara í 4. sæti í Gullbolta-valinu eftir frábært síðasta tímabil. Hann skoraði 29 mörk í ensku úrvalsdeildinni, flest allra, og gaf átján stoðsendingar, flestar allra. Enginn leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar (1992-) hefur komið að fleiri mörkum á einu tímabili (47). Salah deilir metinu með Alan Shearer og Andy Cole en þeir náðu sínum áföngum þegar leikirnir í deildinni voru 42 en ekki 38 eins og hefur verið frá tímabilinu 1995-96. Salah hefur leikið með Liverpool frá 2017 og er orðinn þriðji markahæsti leikmaður í sögu félagsins.getty/Catherine Ivill Þegar litið er á allar keppnir skoraði Salah samtals 35 mörk og gaf 24 stoðsendingar. Enginn leikmaður í fimm sterkustu deildum Evrópu kom að fleiri mörkum á síðasta tímabili. Tölfræðin segir auðvitað ekki allt en ansi mikið og þar stendur Salah framarlega. Svo vann hann auðvitað Englandsmeistaratitilinn. Besti leikmaðurinn í besta liðinu í því sem flestir telja erfiðustu deild í heimi. Hann var valinn leikmaður ársins af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar, fótboltablaðamönnum og ensku úrvalsdeildinni sjálfri. Það sem vinnur eflaust hvað mest gegn honum er að Liverpool féll úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, fyrir Dembélé og félögum í PSG. Nuno Mendes, vinstri bakvörður Parísarliðsins, var með Salah í strangri gæslu í einvíginu á meðan Dembélé skoraði mark PSG í seinni leiknum. PSG vann Meistaradeildina og það telur mikið í Gullbolta-valinu þótt það hafi ekki alltaf gert það. Frá 1995, þegar allir leikmenn sem spiluðu með evrópskum félögum komu til greina í valinu, og til 2006 féll Gullboltinn aldrei í skaut leikmanns sem var í sigurliði Meistaradeildarinnar. Frá 2007 hefur það hefur hins vegar ellefu sinnum gerst. Og kannski taldi árangur í Meistaradeildinni enn meira í ár þar sem ekkert stórmót hjá landsliðum var á dagskrá, nema Þjóðadeildin. Salah skrifaði undir nýjan samning við Liverpool í vor.Getty/Andrew Powell Það er ekkert að því að Dembélé hafi unnið Gullboltann og hann er vel að því kominn. Hann átti frábært tímabil í frábæru liði og sagan hans er góð; frá næturgaufi til Gullbolta. En að Salah sé aðeins í 4. sæti vekur nokkra furðu en er þó í takt við það hvar Egyptinn hefur endað í Gullbolta-kjörinu undanfarin ár. Salah var fyrst tilnefndur til Gullboltans 2018 og endaði þá í 6. sæti í kjörinu. Síðan þá hefur hann lent í 5. sæti (2019 og 2022), 7. sæti (2021), 11. sæti (2023) og 4. sæti (2025). Í fyrra var Salah ekki tilnefndur. Frá 2018 hefur hann tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari með Liverpool, einu sinni bikarmeistari, tvisvar sinnum deildabikarmeistari og unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni. Frá því Salah kom til Liverpool hefur hann skorað 248 mörk í 408 leikjum og lagt upp 113. Rodri vann Gullboltann í fyrra en missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla.getty/James Gill Það virðist svo vera þrautinni þyngri fyrir leikmenn sem spila á Englandi að vinna Gullboltann, allavega síðustu rúmu hálfa öldina. Frá því George Best fékk Gullboltann 1968 hafa aðeins þrír leikmenn sem spila á Englandi fengið verðlaunin: Michael Owen 2001, Cristiano Ronaldo 2008 og Rodri 2024. Í aðdraganda afhendingar Gullboltans hafa sumir velt fyrir sér hverjir séu bestu leikmenn sem hafi aldrei unnið Gullboltann, af þeim sem hafa hafa komið til greina. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir eru Robert Lewandowski (sem hefði að öllum líkindum unnið 2020 ef ekki hefði verið fyrir covid), Thierry Henry, Paolo Maldini, Xavi, Neymar, Andrés Iniesta, Luis Suárez, Gianluigi Buffon og Kylian Mbappé. Salah gerir ansi sterkt tilkall á þennan lista en hann hlýtur að spyrja sig hvað hann þurfi að gera til þess að komast allavega í hóp þeirra þriggja efstu í Gullbolta-kjörinu. Því þar átti hann heima í ár. Enski boltinn Fótbolti Utan vallar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Dembélé varð efstur í kjöri France Football á besta leikmanni heims. Í 2. sæti varð ungstirnið hjá Barcelona, Lamine Yamal, og samherji Dembélés hjá PSG, portúgalski miðjumaðurinn Vitinha, þriðji. Í 4. sæti var svo Mohamed Salah, leikmaður Liverpool. Ekki er hægt að horfa framhjá því að Dembélé átti frábært tímabil í fyrra. Eftir rólega fyrstu mánuði fór hann á mikið flug eftir áramót og endaði með 35 mörk og fjórtán stoðsendingar í öllum keppnum. Og lið hans, PSG, vann þrefalt (frönsku úrvalsdeildina, bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu) og komst auk þess í úrslit HM félagsliða. Eftir að Kylian Mbappé fór til Real Madrid rétti Luis Enrique, knattspyrnustjóri PSG, Dembélé lyklana að franska liðinu. Hann notaði hann sem fremsta mann, eins konar platníu (e. false nine), og réði gátuna sem Dembélé hefur verið síðan hann skaust fram á sjónarsviðið fyrir um áratug. Aldrei hefur verið efast um hæfileikana sem Frakkinn býr yfir en hann fullnýtti þá ekki fyrr en á síðasta tímabili. Hjá Barcelona, sem gerði Dembélé að næstdýrasta leikmanni heims á sínum tíma, var hann helst þekktur fyrir að klúðra færum á ögurstundu (eins og gegn Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2018-19), vera fastagestur á meiðslalistanum og vera hálfgerður haugur; slæpingi sem spilaði tölvuleiki langt fram á nótt. Til marks um stökkið sem Dembélé tók á síðasta tímabili hafði hann aldrei áður verið tilnefndur til Gullboltans en núna. Lamine Yamal í pontu eftir að hafa tekið við Kopa verðlaununum.getty/Kristy Sparow Yamal fékk Kopa verðlaunin, sem eru veitt besta unga leikmanni heims, annað árið í röð og var ekki langt frá því að verða sá yngsti til að vinna Gullboltann. Brasilíumaðurinn Ronaldo á það met en hann var 21 árs og 96 daga gamall þegar hann fékk Gullboltann 1996. Yfirgnæfandi líkur eru á að Yamal slái það met og vinni fjölda Gullbolta í framhaldinu. Hann er það góður og kominn það langt þrátt fyrir að vera bara átján ára. Hann er þegar kominn í sögubækur fótboltans og kaflinn hans verður langur. Vitinha var taktmælirinn í frábæru PSG-liði og sýndi frábæra frammistöðu, sérstaklega í Meistaradeildinni sem PSG vann í fyrsta sinn. Portúgalinn smávaxni hefur tekið risaskref síðustu ár en ekki er langt síðan hann spilaði með Wolves. Salah má hins vegar vera ansi spældur að vera bara í 4. sæti í Gullbolta-valinu eftir frábært síðasta tímabil. Hann skoraði 29 mörk í ensku úrvalsdeildinni, flest allra, og gaf átján stoðsendingar, flestar allra. Enginn leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar (1992-) hefur komið að fleiri mörkum á einu tímabili (47). Salah deilir metinu með Alan Shearer og Andy Cole en þeir náðu sínum áföngum þegar leikirnir í deildinni voru 42 en ekki 38 eins og hefur verið frá tímabilinu 1995-96. Salah hefur leikið með Liverpool frá 2017 og er orðinn þriðji markahæsti leikmaður í sögu félagsins.getty/Catherine Ivill Þegar litið er á allar keppnir skoraði Salah samtals 35 mörk og gaf 24 stoðsendingar. Enginn leikmaður í fimm sterkustu deildum Evrópu kom að fleiri mörkum á síðasta tímabili. Tölfræðin segir auðvitað ekki allt en ansi mikið og þar stendur Salah framarlega. Svo vann hann auðvitað Englandsmeistaratitilinn. Besti leikmaðurinn í besta liðinu í því sem flestir telja erfiðustu deild í heimi. Hann var valinn leikmaður ársins af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar, fótboltablaðamönnum og ensku úrvalsdeildinni sjálfri. Það sem vinnur eflaust hvað mest gegn honum er að Liverpool féll úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, fyrir Dembélé og félögum í PSG. Nuno Mendes, vinstri bakvörður Parísarliðsins, var með Salah í strangri gæslu í einvíginu á meðan Dembélé skoraði mark PSG í seinni leiknum. PSG vann Meistaradeildina og það telur mikið í Gullbolta-valinu þótt það hafi ekki alltaf gert það. Frá 1995, þegar allir leikmenn sem spiluðu með evrópskum félögum komu til greina í valinu, og til 2006 féll Gullboltinn aldrei í skaut leikmanns sem var í sigurliði Meistaradeildarinnar. Frá 2007 hefur það hefur hins vegar ellefu sinnum gerst. Og kannski taldi árangur í Meistaradeildinni enn meira í ár þar sem ekkert stórmót hjá landsliðum var á dagskrá, nema Þjóðadeildin. Salah skrifaði undir nýjan samning við Liverpool í vor.Getty/Andrew Powell Það er ekkert að því að Dembélé hafi unnið Gullboltann og hann er vel að því kominn. Hann átti frábært tímabil í frábæru liði og sagan hans er góð; frá næturgaufi til Gullbolta. En að Salah sé aðeins í 4. sæti vekur nokkra furðu en er þó í takt við það hvar Egyptinn hefur endað í Gullbolta-kjörinu undanfarin ár. Salah var fyrst tilnefndur til Gullboltans 2018 og endaði þá í 6. sæti í kjörinu. Síðan þá hefur hann lent í 5. sæti (2019 og 2022), 7. sæti (2021), 11. sæti (2023) og 4. sæti (2025). Í fyrra var Salah ekki tilnefndur. Frá 2018 hefur hann tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari með Liverpool, einu sinni bikarmeistari, tvisvar sinnum deildabikarmeistari og unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni. Frá því Salah kom til Liverpool hefur hann skorað 248 mörk í 408 leikjum og lagt upp 113. Rodri vann Gullboltann í fyrra en missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla.getty/James Gill Það virðist svo vera þrautinni þyngri fyrir leikmenn sem spila á Englandi að vinna Gullboltann, allavega síðustu rúmu hálfa öldina. Frá því George Best fékk Gullboltann 1968 hafa aðeins þrír leikmenn sem spila á Englandi fengið verðlaunin: Michael Owen 2001, Cristiano Ronaldo 2008 og Rodri 2024. Í aðdraganda afhendingar Gullboltans hafa sumir velt fyrir sér hverjir séu bestu leikmenn sem hafi aldrei unnið Gullboltann, af þeim sem hafa hafa komið til greina. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir eru Robert Lewandowski (sem hefði að öllum líkindum unnið 2020 ef ekki hefði verið fyrir covid), Thierry Henry, Paolo Maldini, Xavi, Neymar, Andrés Iniesta, Luis Suárez, Gianluigi Buffon og Kylian Mbappé. Salah gerir ansi sterkt tilkall á þennan lista en hann hlýtur að spyrja sig hvað hann þurfi að gera til þess að komast allavega í hóp þeirra þriggja efstu í Gullbolta-kjörinu. Því þar átti hann heima í ár.
Enski boltinn Fótbolti Utan vallar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira