Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 23. september 2025 13:02 Inga Sæland hefur skipt snarlega um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rædd við sérfræðinga um málið. Vísir/Anton Brink Inga Sæland segist hafa skipt um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rakið garnirnar úr sérfræðingum við stjórnarmyndun í vetur. Um sé að ræða neytendavernd sem verndi borgarana betur. Fréttastofa náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er jafnframt starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Varðandi bókun 35, það urðu umræður um það í þinginu, hefurðu þá skipt um skoðun í þessu máli? „Það kom náttúrulega fram í þinginu, fyrir utan að það kom fram í öllum fjölmiðlum, en það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Inga um skoðun sína. „Þetta var í stjórnarsáttmálanum okkar og í stjórnarmyndun fengum við til okkar sérfræðinga þar sem ég fékk að rekja garnirnar úr þeim hægri vinstri og spyrja þá spjörunum úr því ég taldi það að við værum í rauninni að framselja ákveðið fullveldi frá okkur, ákveðið vald sem við værum að færa til Brussel. En staðan er bara alls ekki sú, þetta er neytendavernd fyrst og fremst,“ segir hún. Hún segist hafa fengið upplýsingar um að bæði Neytendasamtökin og VR séu að reka mál fyrir dómstólum gegn bönkunum og „þessu ofbeldi vaxtaokurs sem dynur á öllum lántökum landsins í dag“. „Mér skilst að bankarnir séu búnir að taka frá milljarða á milljarða ofan því þeir óttast það að við innleiðum bókun 35 sem veitir þessa neytendavernd og réttarvernd sem verður þess valdandi að þeir þurfa að greiða þessa milljarða á milljarða ofan til lántaka sinna,“ segir hún. Verndi borgarana betur gegn „ofbeldi“ „Þegar ég fékk að vita að bókun 35 er raunar fyrst og fremst neytendavernd sem tryggir okkur aukin rétt og verndar okkur betur gegn alls konar svona ofbeldi, til dæmis fjármálafyrirtækja í þessu tilviki, þá var það aldrei neinn efi í mínum huga því ég er fyrst og síðast að hugsa um velferð borgaranna okkar,“ segir Inga. Þannig þú ert á því að þetta sé heillaskref að þetta mál fari í gegnum þingið? „Já, ég tel að það sé afskaplega mikilvægt, því fyrr sem það fer í genum þingið því betra því þá erum við búin að tryggja að Hæstiréttur geti fellt sína dóma með tilliti til bókunar 35 og þeirra réttinda sem hún veitir,“ segir hún. Áttu von á að það verði erfitt að koma þessu gegnum þingið? „Nei nei, þetta er eins og hvert annað mál hvað það varðar. Það eru þarna ákveðnir þingmenn sem hafa í rauninni breitt út neikvæðan boðskap um þessa bókun eins og við séum raunverulega að framselja eitthvað vald. Þeir munu væntanlega tjá sig eitthvað í málinu en þetta mál verður að lögum fyrir jól.“ Þess ber að geta að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og flokksbróðir, lýsti því yfir í desemberlok að hann myndi greiða atkvæði með bókun 35 eftir að hafa lengi talað um að hún fæli í sér stjórnarskrárbrot. Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Neytendur Utanríkismál Tengdar fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er jafnframt starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Varðandi bókun 35, það urðu umræður um það í þinginu, hefurðu þá skipt um skoðun í þessu máli? „Það kom náttúrulega fram í þinginu, fyrir utan að það kom fram í öllum fjölmiðlum, en það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Inga um skoðun sína. „Þetta var í stjórnarsáttmálanum okkar og í stjórnarmyndun fengum við til okkar sérfræðinga þar sem ég fékk að rekja garnirnar úr þeim hægri vinstri og spyrja þá spjörunum úr því ég taldi það að við værum í rauninni að framselja ákveðið fullveldi frá okkur, ákveðið vald sem við værum að færa til Brussel. En staðan er bara alls ekki sú, þetta er neytendavernd fyrst og fremst,“ segir hún. Hún segist hafa fengið upplýsingar um að bæði Neytendasamtökin og VR séu að reka mál fyrir dómstólum gegn bönkunum og „þessu ofbeldi vaxtaokurs sem dynur á öllum lántökum landsins í dag“. „Mér skilst að bankarnir séu búnir að taka frá milljarða á milljarða ofan því þeir óttast það að við innleiðum bókun 35 sem veitir þessa neytendavernd og réttarvernd sem verður þess valdandi að þeir þurfa að greiða þessa milljarða á milljarða ofan til lántaka sinna,“ segir hún. Verndi borgarana betur gegn „ofbeldi“ „Þegar ég fékk að vita að bókun 35 er raunar fyrst og fremst neytendavernd sem tryggir okkur aukin rétt og verndar okkur betur gegn alls konar svona ofbeldi, til dæmis fjármálafyrirtækja í þessu tilviki, þá var það aldrei neinn efi í mínum huga því ég er fyrst og síðast að hugsa um velferð borgaranna okkar,“ segir Inga. Þannig þú ert á því að þetta sé heillaskref að þetta mál fari í gegnum þingið? „Já, ég tel að það sé afskaplega mikilvægt, því fyrr sem það fer í genum þingið því betra því þá erum við búin að tryggja að Hæstiréttur geti fellt sína dóma með tilliti til bókunar 35 og þeirra réttinda sem hún veitir,“ segir hún. Áttu von á að það verði erfitt að koma þessu gegnum þingið? „Nei nei, þetta er eins og hvert annað mál hvað það varðar. Það eru þarna ákveðnir þingmenn sem hafa í rauninni breitt út neikvæðan boðskap um þessa bókun eins og við séum raunverulega að framselja eitthvað vald. Þeir munu væntanlega tjá sig eitthvað í málinu en þetta mál verður að lögum fyrir jól.“ Þess ber að geta að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og flokksbróðir, lýsti því yfir í desemberlok að hann myndi greiða atkvæði með bókun 35 eftir að hafa lengi talað um að hún fæli í sér stjórnarskrárbrot.
Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Neytendur Utanríkismál Tengdar fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39