Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 23. september 2025 13:02 Inga Sæland hefur skipt snarlega um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rædd við sérfræðinga um málið. Vísir/Anton Brink Inga Sæland segist hafa skipt um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rakið garnirnar úr sérfræðingum við stjórnarmyndun í vetur. Um sé að ræða neytendavernd sem verndi borgarana betur. Fréttastofa náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er jafnframt starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Varðandi bókun 35, það urðu umræður um það í þinginu, hefurðu þá skipt um skoðun í þessu máli? „Það kom náttúrulega fram í þinginu, fyrir utan að það kom fram í öllum fjölmiðlum, en það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Inga um skoðun sína. „Þetta var í stjórnarsáttmálanum okkar og í stjórnarmyndun fengum við til okkar sérfræðinga þar sem ég fékk að rekja garnirnar úr þeim hægri vinstri og spyrja þá spjörunum úr því ég taldi það að við værum í rauninni að framselja ákveðið fullveldi frá okkur, ákveðið vald sem við værum að færa til Brussel. En staðan er bara alls ekki sú, þetta er neytendavernd fyrst og fremst,“ segir hún. Hún segist hafa fengið upplýsingar um að bæði Neytendasamtökin og VR séu að reka mál fyrir dómstólum gegn bönkunum og „þessu ofbeldi vaxtaokurs sem dynur á öllum lántökum landsins í dag“. „Mér skilst að bankarnir séu búnir að taka frá milljarða á milljarða ofan því þeir óttast það að við innleiðum bókun 35 sem veitir þessa neytendavernd og réttarvernd sem verður þess valdandi að þeir þurfa að greiða þessa milljarða á milljarða ofan til lántaka sinna,“ segir hún. Verndi borgarana betur gegn „ofbeldi“ „Þegar ég fékk að vita að bókun 35 er raunar fyrst og fremst neytendavernd sem tryggir okkur aukin rétt og verndar okkur betur gegn alls konar svona ofbeldi, til dæmis fjármálafyrirtækja í þessu tilviki, þá var það aldrei neinn efi í mínum huga því ég er fyrst og síðast að hugsa um velferð borgaranna okkar,“ segir Inga. Þannig þú ert á því að þetta sé heillaskref að þetta mál fari í gegnum þingið? „Já, ég tel að það sé afskaplega mikilvægt, því fyrr sem það fer í genum þingið því betra því þá erum við búin að tryggja að Hæstiréttur geti fellt sína dóma með tilliti til bókunar 35 og þeirra réttinda sem hún veitir,“ segir hún. Áttu von á að það verði erfitt að koma þessu gegnum þingið? „Nei nei, þetta er eins og hvert annað mál hvað það varðar. Það eru þarna ákveðnir þingmenn sem hafa í rauninni breitt út neikvæðan boðskap um þessa bókun eins og við séum raunverulega að framselja eitthvað vald. Þeir munu væntanlega tjá sig eitthvað í málinu en þetta mál verður að lögum fyrir jól.“ Þess ber að geta að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og flokksbróðir, lýsti því yfir í desemberlok að hann myndi greiða atkvæði með bókun 35 eftir að hafa lengi talað um að hún fæli í sér stjórnarskrárbrot. Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Neytendur Utanríkismál Tengdar fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er jafnframt starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Varðandi bókun 35, það urðu umræður um það í þinginu, hefurðu þá skipt um skoðun í þessu máli? „Það kom náttúrulega fram í þinginu, fyrir utan að það kom fram í öllum fjölmiðlum, en það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Inga um skoðun sína. „Þetta var í stjórnarsáttmálanum okkar og í stjórnarmyndun fengum við til okkar sérfræðinga þar sem ég fékk að rekja garnirnar úr þeim hægri vinstri og spyrja þá spjörunum úr því ég taldi það að við værum í rauninni að framselja ákveðið fullveldi frá okkur, ákveðið vald sem við værum að færa til Brussel. En staðan er bara alls ekki sú, þetta er neytendavernd fyrst og fremst,“ segir hún. Hún segist hafa fengið upplýsingar um að bæði Neytendasamtökin og VR séu að reka mál fyrir dómstólum gegn bönkunum og „þessu ofbeldi vaxtaokurs sem dynur á öllum lántökum landsins í dag“. „Mér skilst að bankarnir séu búnir að taka frá milljarða á milljarða ofan því þeir óttast það að við innleiðum bókun 35 sem veitir þessa neytendavernd og réttarvernd sem verður þess valdandi að þeir þurfa að greiða þessa milljarða á milljarða ofan til lántaka sinna,“ segir hún. Verndi borgarana betur gegn „ofbeldi“ „Þegar ég fékk að vita að bókun 35 er raunar fyrst og fremst neytendavernd sem tryggir okkur aukin rétt og verndar okkur betur gegn alls konar svona ofbeldi, til dæmis fjármálafyrirtækja í þessu tilviki, þá var það aldrei neinn efi í mínum huga því ég er fyrst og síðast að hugsa um velferð borgaranna okkar,“ segir Inga. Þannig þú ert á því að þetta sé heillaskref að þetta mál fari í gegnum þingið? „Já, ég tel að það sé afskaplega mikilvægt, því fyrr sem það fer í genum þingið því betra því þá erum við búin að tryggja að Hæstiréttur geti fellt sína dóma með tilliti til bókunar 35 og þeirra réttinda sem hún veitir,“ segir hún. Áttu von á að það verði erfitt að koma þessu gegnum þingið? „Nei nei, þetta er eins og hvert annað mál hvað það varðar. Það eru þarna ákveðnir þingmenn sem hafa í rauninni breitt út neikvæðan boðskap um þessa bókun eins og við séum raunverulega að framselja eitthvað vald. Þeir munu væntanlega tjá sig eitthvað í málinu en þetta mál verður að lögum fyrir jól.“ Þess ber að geta að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og flokksbróðir, lýsti því yfir í desemberlok að hann myndi greiða atkvæði með bókun 35 eftir að hafa lengi talað um að hún fæli í sér stjórnarskrárbrot.
Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Neytendur Utanríkismál Tengdar fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39