Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2024 16:41 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Íslandsbanki hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í einu vaxtamálanna svokölluðu. Formaður Neytendasamtakanna segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og alfarið á skjön við ráðgefandi álit sem EFTA-dómstólinn gaf nýverið út. „Það er greinilegt að réttlæti er ekki íslensk framleiðsla. Hann [Íslandsbanki] er sýknaður á þeim grundvelli að það sé sérregla í íslenskum lögum sem heimili þetta. Við erum ósammála því en ef þetta er rétt hjá dómnum þá hefur löggjafinn innleitt tilskipunina á rangan hátt. Það þýðir að þetta er asbesthúðun á Evrópulöggjöf,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann segir að dómnum verði áfrýjað en stefnendur í málinu voru tveir lántakar hjá Íslandsbanka, sem nutu fulltingis samtakanna í málarekstrinum. Þau telja niðurstöðuna efnislega ranga og munu láta reyna á hana fyrir Landsrétti að sögn Breka. Verði niðurstaða Landsréttar sú sama muni samtökin láta reyna á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins, eftir atvikum utan landssteinanna. Uppfært: Mbl.is hefur eftir Breka að óskað verði eftir leyfi Hæstaréttar til þess að áfrýja málinu beint til réttarins og sleppa viðkomu í Landsrétti. Í lögum um meðferð einkamála segir að slíkt leyfi skuli ekki veitt nema niðurstaða málsins geti haft fordæmisgildi, haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða haft verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá skuli slíkt leyfi ekki veitt ef málsaðili telur þörf á að leiða vitni í málinu eða enn er uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn var fyrir héraðsdóm eða enn er deilt um staðreyndir sem sérkunnáttu þarf í dómi til að leysa úr. Hæstiréttur skuli gefa öllum málsaðilum kost á að tjá sig um umsókn áður en ákvörðun er tekin. Fjöldi mála í gangi Málið er eitt fimm vaxtamála sem Neytendasamtökin koma að. Þá er eitt slíkt á forræði Neytendastofu. Þau snúa öll að lánum íslensku viðskiptabankanna með breytilegum vöxtum. Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. EFTA-dómstóllinn sagði skilmálana óskýra Í maí þessa árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þurfi að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þyki málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þurfi að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull geti skilið aðferðina sem beitt er við ákvörðun um útlánsvexti. EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það sé dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu. Það hefur Héraðsdómur Reykjaness gert í dag og sú var niðurstaðan í héraði í þremur öðrum málum. Í einu þeirra var Landsbankinn dæmdur til að greiða tveimur lántökum rúmlega 250 þúsund krónur samanlagt. Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
„Það er greinilegt að réttlæti er ekki íslensk framleiðsla. Hann [Íslandsbanki] er sýknaður á þeim grundvelli að það sé sérregla í íslenskum lögum sem heimili þetta. Við erum ósammála því en ef þetta er rétt hjá dómnum þá hefur löggjafinn innleitt tilskipunina á rangan hátt. Það þýðir að þetta er asbesthúðun á Evrópulöggjöf,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann segir að dómnum verði áfrýjað en stefnendur í málinu voru tveir lántakar hjá Íslandsbanka, sem nutu fulltingis samtakanna í málarekstrinum. Þau telja niðurstöðuna efnislega ranga og munu láta reyna á hana fyrir Landsrétti að sögn Breka. Verði niðurstaða Landsréttar sú sama muni samtökin láta reyna á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins, eftir atvikum utan landssteinanna. Uppfært: Mbl.is hefur eftir Breka að óskað verði eftir leyfi Hæstaréttar til þess að áfrýja málinu beint til réttarins og sleppa viðkomu í Landsrétti. Í lögum um meðferð einkamála segir að slíkt leyfi skuli ekki veitt nema niðurstaða málsins geti haft fordæmisgildi, haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða haft verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá skuli slíkt leyfi ekki veitt ef málsaðili telur þörf á að leiða vitni í málinu eða enn er uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn var fyrir héraðsdóm eða enn er deilt um staðreyndir sem sérkunnáttu þarf í dómi til að leysa úr. Hæstiréttur skuli gefa öllum málsaðilum kost á að tjá sig um umsókn áður en ákvörðun er tekin. Fjöldi mála í gangi Málið er eitt fimm vaxtamála sem Neytendasamtökin koma að. Þá er eitt slíkt á forræði Neytendastofu. Þau snúa öll að lánum íslensku viðskiptabankanna með breytilegum vöxtum. Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. EFTA-dómstóllinn sagði skilmálana óskýra Í maí þessa árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þurfi að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þyki málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þurfi að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull geti skilið aðferðina sem beitt er við ákvörðun um útlánsvexti. EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það sé dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu. Það hefur Héraðsdómur Reykjaness gert í dag og sú var niðurstaðan í héraði í þremur öðrum málum. Í einu þeirra var Landsbankinn dæmdur til að greiða tveimur lántökum rúmlega 250 þúsund krónur samanlagt.
Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira