Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. september 2025 14:49 Borgarfullrúar Samfylkingarinnar hafa allir nema einn setið í bráðum þrjú kjörtímabil og gera nú upp við sig hvort þau hyggist halda áfram. Vísir/samsett Sitjandi borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki allir gert upp við sig hvort þeir hyggist gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Fastlega er gert ráð fyrir að fram fari prófkjör í einhverri mynd hjá flokknum við val á lista, en nokkuð ákall er uppi um breytingar í borginni. Flestir borgarstjórnarfulltrúar flokksins hafa þegar setið hátt í þrjú kjörtímabil. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og oddviti flokksins í Reykjavík hefur þegar sagst ætla að gefa kost á sér áfram í vor og þá staðfestir Skúli Helgason borgarfulltrúi í samtali við Vísi að hann hafi hug á að bjóða fram krafta sína áfram. Aðrir borgarfulltrúar flokksins sem fréttastofa hefur rætt við liggja undir feldi og hafa ekki gert það upp við sig enn hvort þeir ætli aftur fram í vor. Ný stjórn ræður för við val á lista Síðdegis í dag fer fram aðalfundur Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem kjörin verður ný stjórn fulltrúaráðsins. Það fellur svo í hlut nýrrar stjórnar að taka ákvörðun um hvernig vali á framboðslista verður háttað að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur, formanns fulltrúaráðsins, sem sjálf gefur kost á sér til að gegna því embætti áfram. Samfylkingin hefur sótt vel í sig veðrið á landsvísu eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku. Það kemur svo í ljós í vor hvort flokkurinn haldi áfram velli sem leiðandi afl í borgarstjórn Reykjavíkur. „Ný stjórn mun síðan taka afstöðu til þess hvaða leið verður valin til þess að velja frambjóðendur. Þannig í rauninni hafa engar ákvarðanir verið teknar og verður ekki fyrr en að ný stjórn tekur til starfa, örugglega í þessari eða næstu viku,“ segir Björk í samtali við Vísi. „Það hefur alltaf verið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar og ég geri ráð fyrir að það verði það í einhverri mynd áfram.“ Enginn hafi beitt sér fyrir því að raðað verði á lista eftir öðrum leiðum og það sé því fyrst og fremst spurning um útfærsluna á því hvernig prófkjöri yrði háttað. Það kæmi Björk ekki á óvart ef einhverjar breytingar verði hjá flokknum í borginni. „Það verða alveg örugglega einhverjar breytingar. Það er svona ákveðið ákall um það og það er líka eðlilegt að fólk vilji sjá breytingar. En hvernig það verður veit maður ekki, en það kemur í ljós,“ segir Björk. Hjálmar hugsar sig um Hjálmar Sveinsson hefur verið borgarfulltrúi síðan 2014.Reykjavíkurborg Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi segist ekki vera búinn að gera upp við sig hvort hann muni áfram gefa kost á sér í vor. Hjálmar kom fyrst inn í borgarstjórn árið 2010 sem varaborgarfulltrúi en var kjörinn inn sem aðalmaður í borgarstjórn árið 2014. „Ég kem fram með mína ákvörðun þegar þar að kemur, en það er ekki tímabært hjá mér núna,“ segir Hjálmar. Það hafi gengið vel í nýju meirihlutasamstarfi og það sé fín stemning í hópnum. Skúli hvergi hættur og útilokar ekki atlögu að oddvitasætinu Skúli Helgason hefur einnig átt sæti í borgarstjórn síðan 2014 og stefnir ótrauður áfram. „Já ég stefni á það. Það er mikill kraftur í okkur og nú er maður bara einbeittur í því að klára verkefnalistann,“ segir Skúli. Líkt og flestir sitjandi borgarfulltrúar flokksins sem hafa setið bráðum þrjú kjörtímabil er Skúli reynslumikill í borgarpólitíkinni en kveðst þó sjálfur eiga langt í land til að komast á sama stað og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, sem nú er kominn á þing. Skúli Helgason borgarfulltrúi vill halda áfram í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm „Ég er ekki hálfdrættingur á við hann,“ segir Skúli léttur í bragði. Góður hópur yngra fólks sé byrjaður að banka á dyrnar sem muni taka við boltanum af þeim eldri þegar fram líða stundir. Spurður hvort hann gæti hugsað sér að gera atlögu að oddvitasætinu segir Skúli algjörlega ótímabært að ræða hvaða sæti hann muni sækjast eftir. Enn liggi ekki fyrir hvernig valið verður á lista og athygli hans nú beinist öll að því að fylgja eftir þeim verkefnum sem eru í vinnslu hjá borginni. „Það er svo langt í þetta að það er ótímabært að hugsa um það,“ segir Skúli. Guðný myndi hlusta ef Kristrún hringir Guðný Maja Riba var kjörin í borgarstjórn í síðustu kosningum og er þannig sá borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hefur hvað stystan starfsaldur á þeim vettvangi. Hún segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um hvort hún gefi kost á sér áfram í vor. „Ég held stundum að kröftum mínum sé betur varið í kennslu,“ segir Guðný sem er menntaður kennari. Guðný Maja Riba sér alveg eins fyrir sér að fara aftur að kenna. Þó pólitíkin sé skemmtilegur og lærdómsríkur vettvangur þá telji hún kröftum sínum mögulega betur varið við kennslu eða skólastjórnun. Það sé hennar bakgrunnur og hún sé góð í því. Hún útilokar þó ekkert enn þótt hún hallist mögulega frekar að því að snúa sér aftur að kennslu. „En ef Kristrún Frosta myndi hringja í mig og hvetja mig til að vera áfram þá myndi ég alveg hlusta,“ segir Guðný. Sjálfri finnist henni mikilvægt að það eigi sér stað regluleg endurnýjun og það sé hennar skoðun að fólk eigi ekki að vera of lengi í pólitík. Sabine ekki búin að ákveða sig Í skeyti til fréttastofu segist Sabine Leskopf borgarfulltrú ekki vera búin að taka ákvörðun um framboð í vor. Hún hefur átt sæti í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar frá 2018 sem aðalmaður, en frá 2014 sem varaborgarfulltrúi. Sabine hefur opinberlega lýst ákveðnum vonbrigðum með breyttar áherslur flokksins í málefnum innflytjenda og útlendinga. Sjá einnig: „Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Þannig kvaðst hún „sorgmædd en stolt“ eftir flokksráðsfund Samfylkingarinnar í fyrravor þegar tillögu hennar að ályktun, um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi, var vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. Hún harmaði að flokkurinn hafi ekki treyst sér til að greiða atkvæði um tillöguna og þá hefur hún sagt miðjuna í íslenskum stjórnmálum hafa færst lengra til hægri í innflytjendamálum. Sabine Leskopf er enn að hugsa sig um fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Heiða vill borgina áfram en vill borgin Heiðu? Líkt og kunnugt er varð Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í vor eftir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sleit meirihlutasamstarfi flokksins við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata. Í framhaldinu mynduðu fimm flokkar meirihluta í Reykjavík undir forystu Heiðu Bjargar. Því mætti ætla að erfitt gæti reynst að ganga fram hjá Heiðu við val á oddvita flokksins í borginni í vor, en sjálf hefur hún sagst vilja halda áfram eftir að hafa tryggt áframhaldandi forystu flokksins í borginni með því að leiða saman nýjan meirihluta eftir brotthvarf Dags B. úr borginni og stutta borgarstjóratíð Einars Þorsteinssonar. Sjá einnig: Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Hins vegar benda nýlegar mælingar til þess að takmörkuð ánægja sé meðal borgarbúa með störf Heiðu sem borgarstjóra. Þá hefur einnig verið uppi orðrómur um að áhrifafólk innan flokksins, meðal annars Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og formaður flokksins, hafi mögulega áhuga á að endurnýjun fari fram í borgarstjórnarflokknum. Heiða Björg og Dagur B. störfuðu lengi náið saman í borginni, en það vakti athygli á sínum tíma að Degi hafi hvorki boðist ráðherrastóll né þingflokks- eða nefndaformennska eftir að hann tók sæti á Alþingi. Þá Nafn Gísla Marteins Baldurssonar hefur meðal annars borið á góma sem mögulega áhugaverðum kosti fyrir Samfylkinguna, en sjálfur segist hann alls ekki vera á leið í framboð en gefur þó ekkert upp um það hvort til hans hafi verið leitað í því sambandi. Það gæti því verið skemmtilegur samkvæmisleikur framundan fyrir áhugafólk um sveitarstjórnarkosningar að velta vöngum yfir því hvort Heiða verði áfram oddviti, eða eftir atvikum, hver væri líklegur til að taka við keflinu. Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og oddviti flokksins í Reykjavík hefur þegar sagst ætla að gefa kost á sér áfram í vor og þá staðfestir Skúli Helgason borgarfulltrúi í samtali við Vísi að hann hafi hug á að bjóða fram krafta sína áfram. Aðrir borgarfulltrúar flokksins sem fréttastofa hefur rætt við liggja undir feldi og hafa ekki gert það upp við sig enn hvort þeir ætli aftur fram í vor. Ný stjórn ræður för við val á lista Síðdegis í dag fer fram aðalfundur Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem kjörin verður ný stjórn fulltrúaráðsins. Það fellur svo í hlut nýrrar stjórnar að taka ákvörðun um hvernig vali á framboðslista verður háttað að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur, formanns fulltrúaráðsins, sem sjálf gefur kost á sér til að gegna því embætti áfram. Samfylkingin hefur sótt vel í sig veðrið á landsvísu eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku. Það kemur svo í ljós í vor hvort flokkurinn haldi áfram velli sem leiðandi afl í borgarstjórn Reykjavíkur. „Ný stjórn mun síðan taka afstöðu til þess hvaða leið verður valin til þess að velja frambjóðendur. Þannig í rauninni hafa engar ákvarðanir verið teknar og verður ekki fyrr en að ný stjórn tekur til starfa, örugglega í þessari eða næstu viku,“ segir Björk í samtali við Vísi. „Það hefur alltaf verið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar og ég geri ráð fyrir að það verði það í einhverri mynd áfram.“ Enginn hafi beitt sér fyrir því að raðað verði á lista eftir öðrum leiðum og það sé því fyrst og fremst spurning um útfærsluna á því hvernig prófkjöri yrði háttað. Það kæmi Björk ekki á óvart ef einhverjar breytingar verði hjá flokknum í borginni. „Það verða alveg örugglega einhverjar breytingar. Það er svona ákveðið ákall um það og það er líka eðlilegt að fólk vilji sjá breytingar. En hvernig það verður veit maður ekki, en það kemur í ljós,“ segir Björk. Hjálmar hugsar sig um Hjálmar Sveinsson hefur verið borgarfulltrúi síðan 2014.Reykjavíkurborg Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi segist ekki vera búinn að gera upp við sig hvort hann muni áfram gefa kost á sér í vor. Hjálmar kom fyrst inn í borgarstjórn árið 2010 sem varaborgarfulltrúi en var kjörinn inn sem aðalmaður í borgarstjórn árið 2014. „Ég kem fram með mína ákvörðun þegar þar að kemur, en það er ekki tímabært hjá mér núna,“ segir Hjálmar. Það hafi gengið vel í nýju meirihlutasamstarfi og það sé fín stemning í hópnum. Skúli hvergi hættur og útilokar ekki atlögu að oddvitasætinu Skúli Helgason hefur einnig átt sæti í borgarstjórn síðan 2014 og stefnir ótrauður áfram. „Já ég stefni á það. Það er mikill kraftur í okkur og nú er maður bara einbeittur í því að klára verkefnalistann,“ segir Skúli. Líkt og flestir sitjandi borgarfulltrúar flokksins sem hafa setið bráðum þrjú kjörtímabil er Skúli reynslumikill í borgarpólitíkinni en kveðst þó sjálfur eiga langt í land til að komast á sama stað og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, sem nú er kominn á þing. Skúli Helgason borgarfulltrúi vill halda áfram í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm „Ég er ekki hálfdrættingur á við hann,“ segir Skúli léttur í bragði. Góður hópur yngra fólks sé byrjaður að banka á dyrnar sem muni taka við boltanum af þeim eldri þegar fram líða stundir. Spurður hvort hann gæti hugsað sér að gera atlögu að oddvitasætinu segir Skúli algjörlega ótímabært að ræða hvaða sæti hann muni sækjast eftir. Enn liggi ekki fyrir hvernig valið verður á lista og athygli hans nú beinist öll að því að fylgja eftir þeim verkefnum sem eru í vinnslu hjá borginni. „Það er svo langt í þetta að það er ótímabært að hugsa um það,“ segir Skúli. Guðný myndi hlusta ef Kristrún hringir Guðný Maja Riba var kjörin í borgarstjórn í síðustu kosningum og er þannig sá borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hefur hvað stystan starfsaldur á þeim vettvangi. Hún segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um hvort hún gefi kost á sér áfram í vor. „Ég held stundum að kröftum mínum sé betur varið í kennslu,“ segir Guðný sem er menntaður kennari. Guðný Maja Riba sér alveg eins fyrir sér að fara aftur að kenna. Þó pólitíkin sé skemmtilegur og lærdómsríkur vettvangur þá telji hún kröftum sínum mögulega betur varið við kennslu eða skólastjórnun. Það sé hennar bakgrunnur og hún sé góð í því. Hún útilokar þó ekkert enn þótt hún hallist mögulega frekar að því að snúa sér aftur að kennslu. „En ef Kristrún Frosta myndi hringja í mig og hvetja mig til að vera áfram þá myndi ég alveg hlusta,“ segir Guðný. Sjálfri finnist henni mikilvægt að það eigi sér stað regluleg endurnýjun og það sé hennar skoðun að fólk eigi ekki að vera of lengi í pólitík. Sabine ekki búin að ákveða sig Í skeyti til fréttastofu segist Sabine Leskopf borgarfulltrú ekki vera búin að taka ákvörðun um framboð í vor. Hún hefur átt sæti í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar frá 2018 sem aðalmaður, en frá 2014 sem varaborgarfulltrúi. Sabine hefur opinberlega lýst ákveðnum vonbrigðum með breyttar áherslur flokksins í málefnum innflytjenda og útlendinga. Sjá einnig: „Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Þannig kvaðst hún „sorgmædd en stolt“ eftir flokksráðsfund Samfylkingarinnar í fyrravor þegar tillögu hennar að ályktun, um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi, var vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. Hún harmaði að flokkurinn hafi ekki treyst sér til að greiða atkvæði um tillöguna og þá hefur hún sagt miðjuna í íslenskum stjórnmálum hafa færst lengra til hægri í innflytjendamálum. Sabine Leskopf er enn að hugsa sig um fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Heiða vill borgina áfram en vill borgin Heiðu? Líkt og kunnugt er varð Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í vor eftir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sleit meirihlutasamstarfi flokksins við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata. Í framhaldinu mynduðu fimm flokkar meirihluta í Reykjavík undir forystu Heiðu Bjargar. Því mætti ætla að erfitt gæti reynst að ganga fram hjá Heiðu við val á oddvita flokksins í borginni í vor, en sjálf hefur hún sagst vilja halda áfram eftir að hafa tryggt áframhaldandi forystu flokksins í borginni með því að leiða saman nýjan meirihluta eftir brotthvarf Dags B. úr borginni og stutta borgarstjóratíð Einars Þorsteinssonar. Sjá einnig: Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Hins vegar benda nýlegar mælingar til þess að takmörkuð ánægja sé meðal borgarbúa með störf Heiðu sem borgarstjóra. Þá hefur einnig verið uppi orðrómur um að áhrifafólk innan flokksins, meðal annars Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og formaður flokksins, hafi mögulega áhuga á að endurnýjun fari fram í borgarstjórnarflokknum. Heiða Björg og Dagur B. störfuðu lengi náið saman í borginni, en það vakti athygli á sínum tíma að Degi hafi hvorki boðist ráðherrastóll né þingflokks- eða nefndaformennska eftir að hann tók sæti á Alþingi. Þá Nafn Gísla Marteins Baldurssonar hefur meðal annars borið á góma sem mögulega áhugaverðum kosti fyrir Samfylkinguna, en sjálfur segist hann alls ekki vera á leið í framboð en gefur þó ekkert upp um það hvort til hans hafi verið leitað í því sambandi. Það gæti því verið skemmtilegur samkvæmisleikur framundan fyrir áhugafólk um sveitarstjórnarkosningar að velta vöngum yfir því hvort Heiða verði áfram oddviti, eða eftir atvikum, hver væri líklegur til að taka við keflinu.
Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira