„Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2024 23:42 Sabine Leskopf harmar að flokkurinn hafi ekki treyst sér til að greiða atkvæði með ályktun sinni. Vísir/Samsett Ósætti er innan Samfylkingarinnar um nýjar áherslur flokksins í útlendingamálum eftir flokkstjórnarfund sem haldinn var í Miðfirði í dag. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í dag að tillögu hennar um ályktun um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. Sabine segist vera sorgmædd en stolt af sínu framlagi og harmar það að flokkurinn skuli ekki hafa treyst sér að greiða atkvæði með ályktuninni. „Verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn tortryggni“ Í ályktuninni Sabine segir að framlag innflytjenda í íslensku samfélagi sé ómetanlegt og að tryggja þurfi að aðfluttir landsmenn geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu til jafns við aðra íbúa. „Hafa þarf virka inngildingu íbúa af erlendum uppruna, samráð, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi í allri stefnumótun og þjónustu hins opinbera. Andúð og fordómar vinna gegn inngildingu og eru öllum landsmönnum skaðleg óháð uppruna. Það er verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn ótta og tortryggni í samfélaginu og efla samstöðu og samkennd þvert á hópa,“ skrifar Sabine. Samfylkingin skuli leggja áherslu á að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni og móttökukerfi umsækjenda um alþjóðlega vernd verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi. „Samfylkingin geldur mikinn varhug við lokuðum búsetuúrræðum og aðför gegn og þrengingu á rétti til fjölskyldusameiningar flóttafólks. Þrenging á rétti til fjölskyldusameiningar hefði komið í veg fyrir að fjölskyldum frá Gaza, einkum konum og börnum, hefði verið veitt lífsbjörg og komið í öruggt skjól, sem tekist hefur á undanförnum vikum. Fjölskyldusameiningar eru mannréttindi og er það hagur íslensks samfélags að stuðla að farsælum fjölskyldusameiningum fólks sem kemur til landsins,“ segir í ályktunartillögu Sabine. „Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands bendir á að lífsgæði á Íslandi til frambúðar byggjast ekki hvað síst á því að taka vel á móti þeim sem hingað vilja flytja. Til þess að ná árangi þarf heildstæða sýn í málflokknum og horfa til framtíðar með gildi jafnaðarfólks að leiðarljósi.“ „Flokknum til háborinnar skammar“ Í athugasemdum við færsluna er bent á að ályktunin hafi ekki verið felld heldur vísað til nefndar en Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, tekur undir með Sabine og segir það að vísa til nefndar ekki vera nema „heimilisleg aðferð“ til að fella ályktun. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir ályktun Sabine vera afskaplega vel skrifaða og vel ígrundaða. „Þetta þykja mér ekki góðar fréttir,“ skrifar Helga Vala í athugasemd við færslu Sabine. Sema Erla Serdaroglu aðgerðarsinni tekur einnig undir með Sabine og segir þetta vera flokknum til háborinnar skammar. Þó komi það henni því miður ekki á óvart. Samfylkingin Hælisleitendur Tengdar fréttir Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Sabine segist vera sorgmædd en stolt af sínu framlagi og harmar það að flokkurinn skuli ekki hafa treyst sér að greiða atkvæði með ályktuninni. „Verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn tortryggni“ Í ályktuninni Sabine segir að framlag innflytjenda í íslensku samfélagi sé ómetanlegt og að tryggja þurfi að aðfluttir landsmenn geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu til jafns við aðra íbúa. „Hafa þarf virka inngildingu íbúa af erlendum uppruna, samráð, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi í allri stefnumótun og þjónustu hins opinbera. Andúð og fordómar vinna gegn inngildingu og eru öllum landsmönnum skaðleg óháð uppruna. Það er verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn ótta og tortryggni í samfélaginu og efla samstöðu og samkennd þvert á hópa,“ skrifar Sabine. Samfylkingin skuli leggja áherslu á að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni og móttökukerfi umsækjenda um alþjóðlega vernd verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi. „Samfylkingin geldur mikinn varhug við lokuðum búsetuúrræðum og aðför gegn og þrengingu á rétti til fjölskyldusameiningar flóttafólks. Þrenging á rétti til fjölskyldusameiningar hefði komið í veg fyrir að fjölskyldum frá Gaza, einkum konum og börnum, hefði verið veitt lífsbjörg og komið í öruggt skjól, sem tekist hefur á undanförnum vikum. Fjölskyldusameiningar eru mannréttindi og er það hagur íslensks samfélags að stuðla að farsælum fjölskyldusameiningum fólks sem kemur til landsins,“ segir í ályktunartillögu Sabine. „Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands bendir á að lífsgæði á Íslandi til frambúðar byggjast ekki hvað síst á því að taka vel á móti þeim sem hingað vilja flytja. Til þess að ná árangi þarf heildstæða sýn í málflokknum og horfa til framtíðar með gildi jafnaðarfólks að leiðarljósi.“ „Flokknum til háborinnar skammar“ Í athugasemdum við færsluna er bent á að ályktunin hafi ekki verið felld heldur vísað til nefndar en Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, tekur undir með Sabine og segir það að vísa til nefndar ekki vera nema „heimilisleg aðferð“ til að fella ályktun. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir ályktun Sabine vera afskaplega vel skrifaða og vel ígrundaða. „Þetta þykja mér ekki góðar fréttir,“ skrifar Helga Vala í athugasemd við færslu Sabine. Sema Erla Serdaroglu aðgerðarsinni tekur einnig undir með Sabine og segir þetta vera flokknum til háborinnar skammar. Þó komi það henni því miður ekki á óvart.
Samfylkingin Hælisleitendur Tengdar fréttir Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent