„Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. september 2025 13:31 Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradal er ánægður með niðurstöður kosninganna og segir þær hafa komið skemmtilega á óvart. Vísir Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. Sameining Skorradalshrepps og Borgarbyggðar var samþykkt í báðum sveitarfélögum en kosningum þar að lútandi lauk í gær. Rúmlega 88% kusu með sameiningu í Borgarbyggð en tæplega 60% í Skorradalshrepp. Talsverð átök hafa verið í tengslum við kosninganna. Andstæðingar sameiningar í Skorradal hafa verið sakaðir um smölun og meðal annars tók lögreglan hús á Skorrdælingum til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradalshreppi segir leiðinlegt að aðilar sem ekki búa í Skorradal hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. „Ég vona að við snúum öll saman bökum saman á næstunni og næstu mánuðum og vinnum eins og eitt. Þetta er búið að vera erfitt ferli vegna þess að það hefur ýmislegt gengið á. Ég vona að sjálfsögðu að það sé að baki.“ Segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Hann segir að nafn á nýju sveitarfélagi verði ákvörðun nýrrar sveitarstjórnar. „Ný sveitarstjórn sem kosin verður við sveitarstjórnarkosningar í vor tekur ákvörðun um það hvort það verði farið í tilnefningar um einhverjar nafnabreytingar. Ég hef enga skoðun á því í sjálfu sér.“ Niðurstöðuna segir hann verða íbúum til Skorradals til góðs og nefndi stefnu stjórnvalda um að stækka sveitarfélög í því samhengi. „Þetta kom kannski skemmtilega á óvart, ég óttaðist að þetta yrði aðeins tæpara.“ Hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan Hann segir sameininguna þýða að íbúar í Skorradal hafi nú beinan aðgang að þjónustu í Borgarbyggð sem sveitarfélagið hafi áður haft góðan aðgang að en þurft að kaupa. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði út undan í nýju og stærra sveitarfélagi en segir togstreitu á milli dreif- og þéttbýlis í sveitarfélögum almennt vera þekkta. „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist talsvert til þéttbýlisins og það gildir í sjálfu sér ennþá. Ég tel að það sé ekkert meiri hætta á að Skorradalur verði útundan heldur en bara einhver annar af gömlu dölunum sem voru búnir að sameinast allir áður nema Skorradalshreppur. Hann hefur alltaf fellt þar til nú.“ Hann segir nauðsynlegt að hafa sveitarstjórnarfulltrúa dreifða um allt sveitarfélagið. „Hver og einn tekur ákvörðun um það hvort hann vill komast á lista í nýju sveitarfélagi. Auðvitað vonast maður alltaf til að sveitarstjórn hafi á að skipa fulltrúum sem víðast úr sveitarfélaginu, að það sé ekki bara úr Borgarnesi heldur að það sé Borgarnes og hinar dreifðu byggðir. Sérstaklega þannig að landbúnarmaður og ýmis mál sem tilheyra sveitarfélaginu séu ekki síður í hávegum höfð,“ sagði Jón Eiríkur að lokum. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Sameining Skorradalshrepps og Borgarbyggðar var samþykkt í báðum sveitarfélögum en kosningum þar að lútandi lauk í gær. Rúmlega 88% kusu með sameiningu í Borgarbyggð en tæplega 60% í Skorradalshrepp. Talsverð átök hafa verið í tengslum við kosninganna. Andstæðingar sameiningar í Skorradal hafa verið sakaðir um smölun og meðal annars tók lögreglan hús á Skorrdælingum til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradalshreppi segir leiðinlegt að aðilar sem ekki búa í Skorradal hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. „Ég vona að við snúum öll saman bökum saman á næstunni og næstu mánuðum og vinnum eins og eitt. Þetta er búið að vera erfitt ferli vegna þess að það hefur ýmislegt gengið á. Ég vona að sjálfsögðu að það sé að baki.“ Segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Hann segir að nafn á nýju sveitarfélagi verði ákvörðun nýrrar sveitarstjórnar. „Ný sveitarstjórn sem kosin verður við sveitarstjórnarkosningar í vor tekur ákvörðun um það hvort það verði farið í tilnefningar um einhverjar nafnabreytingar. Ég hef enga skoðun á því í sjálfu sér.“ Niðurstöðuna segir hann verða íbúum til Skorradals til góðs og nefndi stefnu stjórnvalda um að stækka sveitarfélög í því samhengi. „Þetta kom kannski skemmtilega á óvart, ég óttaðist að þetta yrði aðeins tæpara.“ Hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan Hann segir sameininguna þýða að íbúar í Skorradal hafi nú beinan aðgang að þjónustu í Borgarbyggð sem sveitarfélagið hafi áður haft góðan aðgang að en þurft að kaupa. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði út undan í nýju og stærra sveitarfélagi en segir togstreitu á milli dreif- og þéttbýlis í sveitarfélögum almennt vera þekkta. „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist talsvert til þéttbýlisins og það gildir í sjálfu sér ennþá. Ég tel að það sé ekkert meiri hætta á að Skorradalur verði útundan heldur en bara einhver annar af gömlu dölunum sem voru búnir að sameinast allir áður nema Skorradalshreppur. Hann hefur alltaf fellt þar til nú.“ Hann segir nauðsynlegt að hafa sveitarstjórnarfulltrúa dreifða um allt sveitarfélagið. „Hver og einn tekur ákvörðun um það hvort hann vill komast á lista í nýju sveitarfélagi. Auðvitað vonast maður alltaf til að sveitarstjórn hafi á að skipa fulltrúum sem víðast úr sveitarfélaginu, að það sé ekki bara úr Borgarnesi heldur að það sé Borgarnes og hinar dreifðu byggðir. Sérstaklega þannig að landbúnarmaður og ýmis mál sem tilheyra sveitarfélaginu séu ekki síður í hávegum höfð,“ sagði Jón Eiríkur að lokum.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira