Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. september 2025 20:03 Það var mikið klappað þegar Gervigreindarvélmennin voru sett af stað og byrjuðu að vinna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjú Gervigreindarvélmenni hafa tekið til starfa hjá Íslenska Gámafélaginu en hlutverk þeirra er að flokka sorp á flokkunarlínu félagsins. Vélmennin þekkja, flokka og aðskilja endurvinnanleg efni með mikilli nákvæmni. Íslenska Gámafélagið var með heilmikla kynningu á starfsemi sinni í dag en starfsemin er á Esjumelum í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu vinnu um 350 manns. Það kom í hlut nýsköpunarráðherra að setja Gervigreindarvélmennin formlega af stað þannig að þau gætu farið að vinna á flokkunarlínunni sinni. „Hugsaðu þér, okkur verðum bráðum skipt út líka. En svona að öllu gamni slepptu þá er auðvitað mjög magnað að svona óþrifaleg vinna, sem að getur þurft mjög mikillar nákvæmni við að hún sé unnin af þessum vélmennum og síðan er almenningur í betri störfum og þjónustar þau,“ segir Logi. Hvað með sjálfan þig, ert þú duglegur að flokka? „Já, ég reyni það en ég sé það á þessum vélmennum að þau eru nákvæmari en ég,“ segir Logi hlæjandi. Gervigreindarvélmennin, sem flokka nú rusl af mikilli nákvæmni hjá Íslenska Gámafélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ótrúlega magnað að sjá vélmennin vinna. „Já, þeir eru mjög skemmtilegir. Ég er búin að fylgjast með þessum róbótum í mörg ár og þeir hafa alltaf verið svo takmarkaðir þessi grey, þú þarft alltaf að forrita þá, en núna með tilkomu gervigreindarinnar þá hafa þeir gjörsamlega breyst og eru svona liggur við að manni finnst stundum menski,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og bætir við. „Þeir geta flokkað allt í 12 flokka fyrir mig og þeir geta flokkað í fjögur mismunandi hólf hvert gervimenni og þeir eru með svona 30 pikk á hverri mínútu og svo starfa þeir allan sólarhringinn greyin, þeir fá litla pásu,“ segir Jón. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og Ólafur Thordersen eru hér að kynna fyrir ráðherranum vinnuhverfi vélmennanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Þórir segir að það hafi kostað um 1 milljarð króna að koma endurvinnslulínu vélmennanna upp, öllum tækjunum og húsnæðinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 350 manns en hér er Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins að fræða gesti dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Gervigreind Tækni Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Íslenska Gámafélagið var með heilmikla kynningu á starfsemi sinni í dag en starfsemin er á Esjumelum í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu vinnu um 350 manns. Það kom í hlut nýsköpunarráðherra að setja Gervigreindarvélmennin formlega af stað þannig að þau gætu farið að vinna á flokkunarlínunni sinni. „Hugsaðu þér, okkur verðum bráðum skipt út líka. En svona að öllu gamni slepptu þá er auðvitað mjög magnað að svona óþrifaleg vinna, sem að getur þurft mjög mikillar nákvæmni við að hún sé unnin af þessum vélmennum og síðan er almenningur í betri störfum og þjónustar þau,“ segir Logi. Hvað með sjálfan þig, ert þú duglegur að flokka? „Já, ég reyni það en ég sé það á þessum vélmennum að þau eru nákvæmari en ég,“ segir Logi hlæjandi. Gervigreindarvélmennin, sem flokka nú rusl af mikilli nákvæmni hjá Íslenska Gámafélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ótrúlega magnað að sjá vélmennin vinna. „Já, þeir eru mjög skemmtilegir. Ég er búin að fylgjast með þessum róbótum í mörg ár og þeir hafa alltaf verið svo takmarkaðir þessi grey, þú þarft alltaf að forrita þá, en núna með tilkomu gervigreindarinnar þá hafa þeir gjörsamlega breyst og eru svona liggur við að manni finnst stundum menski,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og bætir við. „Þeir geta flokkað allt í 12 flokka fyrir mig og þeir geta flokkað í fjögur mismunandi hólf hvert gervimenni og þeir eru með svona 30 pikk á hverri mínútu og svo starfa þeir allan sólarhringinn greyin, þeir fá litla pásu,“ segir Jón. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og Ólafur Thordersen eru hér að kynna fyrir ráðherranum vinnuhverfi vélmennanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Þórir segir að það hafi kostað um 1 milljarð króna að koma endurvinnslulínu vélmennanna upp, öllum tækjunum og húsnæðinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 350 manns en hér er Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins að fræða gesti dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Gervigreind Tækni Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira