Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Agnar Már Másson skrifar 18. september 2025 20:18 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem mælir fyrir frumvarpinu, sagði við upphaf þings á dögunum að það væri „alveg skýrt [að] við ætlum að klára bókun 35“ á þessu þingi. Vísir Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað. Málið hafði aftur farið í fyrstu umræðu þar sem meirihlutanum tókst ekki að fá það samþykkt á síðasta þingi en þá stóð önnur umræðan yfir í um sextíu klukkustundir þar til málinu var endanlega frestað fram á haustþing. Lagafrumvarpið var einnig lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut ekki afgreiðslu. Fyrsta umræðan hófst því aftur á ellefta tímanum í dag og eins og við mátti búast sýndu Miðflokksmenn frumvarpinu mesta mótstöðu. Málglaðir miðflokksmenn Á síðasta vorþingi var málið rætt heillengi, sér í lagi af þingmönnum Miðflokksins, sem hafa í gegnum árin lýst megnri óánægju með boðaða upptöku bókunar 35. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í ræðu sinni að frumarpið myndi „teppaleggja yfir gildandi rétt með löggjöf sem á rætur sínar í Brussel“ og formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði sagði frumvarpið vera hluta af vegferð utanríkisráðherra um að koma Íslandi í Evrópusambandið. Þingmenn annarra flokka á þingi hafa upp til hópa stutt frumvarpið, þar á meðal sjálfstæðismenn sem sjálfir lögðu frumvarpið fram á síðasta kjörtímabili en málið hefur þó verið umdeilt meðal sjálfstæðismanna. Ætlar stjórnin að beita „kjarnorkuákvæðinu“ aftur? Forystukonur ríkisstjórnarinnar hafa gert það skýrt að meirihlutinn vilji keyra málið í gegnum þingið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem mælir fyrir frumvarpinu, sagði við upphaf þings á dögunum að það væri „alveg skýrt [að] við ætlum að klára bókun 35“ á þessu þingi. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra útilokaði ekki í samtali við Vísi að 71. grein verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Ákvæðinu var beitt til að binda enda á umræður um veiðigjöldin í sumar en beitingin olli miklu uppnámi í Alþingishúsinu. Utanríkismálanefnd mun nú aftur taka málið fyrir. Líklega fer málið óbreytt í gegnum nefndina, sem er undir formennsku Viðreisnarmannsins Pawels Bartoszeks. Svo fer málið aftur í aðra umræðu þar sem það mun væntanlega mæta mótspyrnu Miðflokksmanna á ný. Umræðutími er ekki takmarkaður í annarri umræðu og þannig hafa hin ýmsu mál stíflast þar vegna málþófs, eða meints málþófs. Óvíst er að málið komist í gegnum þingið án þess að meirihlutinn beiti „kjarnorkuákvæðinu“ svokallaða, sem forsætisráðherra vill reyndar kalla „lýðræðisákvæði“. Spyrjum að leikslokum. Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið EES-samningurinn EFTA Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Málið hafði aftur farið í fyrstu umræðu þar sem meirihlutanum tókst ekki að fá það samþykkt á síðasta þingi en þá stóð önnur umræðan yfir í um sextíu klukkustundir þar til málinu var endanlega frestað fram á haustþing. Lagafrumvarpið var einnig lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut ekki afgreiðslu. Fyrsta umræðan hófst því aftur á ellefta tímanum í dag og eins og við mátti búast sýndu Miðflokksmenn frumvarpinu mesta mótstöðu. Málglaðir miðflokksmenn Á síðasta vorþingi var málið rætt heillengi, sér í lagi af þingmönnum Miðflokksins, sem hafa í gegnum árin lýst megnri óánægju með boðaða upptöku bókunar 35. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í ræðu sinni að frumarpið myndi „teppaleggja yfir gildandi rétt með löggjöf sem á rætur sínar í Brussel“ og formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði sagði frumvarpið vera hluta af vegferð utanríkisráðherra um að koma Íslandi í Evrópusambandið. Þingmenn annarra flokka á þingi hafa upp til hópa stutt frumvarpið, þar á meðal sjálfstæðismenn sem sjálfir lögðu frumvarpið fram á síðasta kjörtímabili en málið hefur þó verið umdeilt meðal sjálfstæðismanna. Ætlar stjórnin að beita „kjarnorkuákvæðinu“ aftur? Forystukonur ríkisstjórnarinnar hafa gert það skýrt að meirihlutinn vilji keyra málið í gegnum þingið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem mælir fyrir frumvarpinu, sagði við upphaf þings á dögunum að það væri „alveg skýrt [að] við ætlum að klára bókun 35“ á þessu þingi. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra útilokaði ekki í samtali við Vísi að 71. grein verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Ákvæðinu var beitt til að binda enda á umræður um veiðigjöldin í sumar en beitingin olli miklu uppnámi í Alþingishúsinu. Utanríkismálanefnd mun nú aftur taka málið fyrir. Líklega fer málið óbreytt í gegnum nefndina, sem er undir formennsku Viðreisnarmannsins Pawels Bartoszeks. Svo fer málið aftur í aðra umræðu þar sem það mun væntanlega mæta mótspyrnu Miðflokksmanna á ný. Umræðutími er ekki takmarkaður í annarri umræðu og þannig hafa hin ýmsu mál stíflast þar vegna málþófs, eða meints málþófs. Óvíst er að málið komist í gegnum þingið án þess að meirihlutinn beiti „kjarnorkuákvæðinu“ svokallaða, sem forsætisráðherra vill reyndar kalla „lýðræðisákvæði“. Spyrjum að leikslokum.
Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið EES-samningurinn EFTA Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“