Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 11:07 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi. Hann sér fyrir sér þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35. Vísir/Egill Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 sem mögulega lausn á ágreiningi stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok. Hægt væri að kjósa um hana samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ekkert samkomulag liggur enn fyrir um þinglok en stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga og vikur. Áður hafði hún reynt að þæfa umræður um svonefnda bókun 35. Í aðsendri grein Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Ölfusi, sem birtist á Vísi í dag fer hann yfir þráteflið á þingi og helstu deilumálin, þar á meðal veiðigjöldin, strandveiðar og lífeyrismál. Þar segir hann bókun 35 eitt versta málið sem liggi fyrir þingi „fyrir okkur mörgum“. Með samþykkt þess yrðu erlend lög rétthærri á Íslandi en innlend. „Lausnin í þessu máli kann að liggja í því að kosið verði um bókun 35 samhliða þjóðaratkvæði um ESB. Þetta er ekki bara spurning um leið að þinglokum, heldur um að treysta íslensku þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun um framtíð landsins og sætta sjónarmið,“ skrifar Elliði. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu upp aftur fyrir árið 2027. Aðeins fimmtungur svarenda skoðanakönnunar Maskínu sagðist þekkja vel til bókunar 35 í síðasta mánuði, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur til viðbóitar sagðist þekkja illa til efnis hennar. Fjallar um forgang Evrópureglna sem eru orðnar íslenskar Bókun 35 vísar til hluta EES-samningsins. Hún snýst um að tryggja stöðu evrópskra reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Frumvarpi utanríkisráðherra er ætlað að taka af tvímæli um þau tilfelli þar sem ákvæði EES-reglna sem hafa verið teknar upp í íslensk lög stangast á við önnur íslensk lög þannig að skýrt sé að lögin sem innleiddu EES-reglurnar hafi forgang nema Alþingi ákveði annað. Þrátt fyrir að frumvarpið fjalli í raun um forgangsröðun mismunandi íslenskra lagabálka halda andstæðingar bókunar 35 því fram að hún grafi undan fullveldi Íslands með því að láta erlend lög hafa forgang yfir íslensk lög. Bókun 35 Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur enn fyrir um þinglok en stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga og vikur. Áður hafði hún reynt að þæfa umræður um svonefnda bókun 35. Í aðsendri grein Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Ölfusi, sem birtist á Vísi í dag fer hann yfir þráteflið á þingi og helstu deilumálin, þar á meðal veiðigjöldin, strandveiðar og lífeyrismál. Þar segir hann bókun 35 eitt versta málið sem liggi fyrir þingi „fyrir okkur mörgum“. Með samþykkt þess yrðu erlend lög rétthærri á Íslandi en innlend. „Lausnin í þessu máli kann að liggja í því að kosið verði um bókun 35 samhliða þjóðaratkvæði um ESB. Þetta er ekki bara spurning um leið að þinglokum, heldur um að treysta íslensku þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun um framtíð landsins og sætta sjónarmið,“ skrifar Elliði. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu upp aftur fyrir árið 2027. Aðeins fimmtungur svarenda skoðanakönnunar Maskínu sagðist þekkja vel til bókunar 35 í síðasta mánuði, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur til viðbóitar sagðist þekkja illa til efnis hennar. Fjallar um forgang Evrópureglna sem eru orðnar íslenskar Bókun 35 vísar til hluta EES-samningsins. Hún snýst um að tryggja stöðu evrópskra reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Frumvarpi utanríkisráðherra er ætlað að taka af tvímæli um þau tilfelli þar sem ákvæði EES-reglna sem hafa verið teknar upp í íslensk lög stangast á við önnur íslensk lög þannig að skýrt sé að lögin sem innleiddu EES-reglurnar hafi forgang nema Alþingi ákveði annað. Þrátt fyrir að frumvarpið fjalli í raun um forgangsröðun mismunandi íslenskra lagabálka halda andstæðingar bókunar 35 því fram að hún grafi undan fullveldi Íslands með því að láta erlend lög hafa forgang yfir íslensk lög.
Bókun 35 Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira