Mourinho strax kominn með nýtt starf Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2025 15:19 Jose Mourinho er mættur aftur í portúgalska boltann. Getty/Pedro Loureiro Portúgalska knattspyrnufélagið Benfica tilkynnti formlega í dag að Jose Mourinho hefði verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri liðsins. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027. Mourinho var því afar fljótur að fá nýtt starf eftir að hann var rekinn frá tyrkneska félaginu Fenerbahce í kjölfarið á því að hans nýja félag, Benfica, sló Fenerbahce út í umspili Meistaradeildar Evrópu. Þessi 62 ára gamli Portúgali er þar með kominn aftur í brúna hjá félaginu sem hann hóf stjóraferil sinn með árið 2000. Þá entist hann þó aðeins tíu leiki en hætti eftir ósætti við forseta félagsins. Í nýja samningnum við Benfica er riftunarákvæði sem bæði félagið og Mourinho geta nýtt sér, fyrstu tíu dagana eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur næsta vor. 🦅 Bem-vindo, José Mourinho!— SL Benfica (@SLBenfica) September 18, 2025 Mourinho tekur við Benfica af Bruno Lage sem var rekinn eftir tapið óvænta gegn Qarabag á þriðjudaginn í Meistaradeild Evrópu. Aserarnir lentu 2-0 undir en náðu að vinna 3-2 sigur og taka þrjú stig með sér heim. Tapið var það eina hjá Lage í öllum keppnum á þessari leiktíð en liðið er með 10 stig eftir fjóra leiki í portúgölsku úrvalsdeildinni, fimm stigum á eftir Porto en með leik til góða. Fyrsti leikur Benfica undir stjórn Mourinho verður gegn AVS, sem situr í 17. sæti, á laugardagskvöld. Næsti leikur liðsins í Meistaradeild Evrópu verður gegn Chelsea á Stamford Bridge, þar sem Mourinho þekkir afar vel til. Portúgalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Mourinho var því afar fljótur að fá nýtt starf eftir að hann var rekinn frá tyrkneska félaginu Fenerbahce í kjölfarið á því að hans nýja félag, Benfica, sló Fenerbahce út í umspili Meistaradeildar Evrópu. Þessi 62 ára gamli Portúgali er þar með kominn aftur í brúna hjá félaginu sem hann hóf stjóraferil sinn með árið 2000. Þá entist hann þó aðeins tíu leiki en hætti eftir ósætti við forseta félagsins. Í nýja samningnum við Benfica er riftunarákvæði sem bæði félagið og Mourinho geta nýtt sér, fyrstu tíu dagana eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur næsta vor. 🦅 Bem-vindo, José Mourinho!— SL Benfica (@SLBenfica) September 18, 2025 Mourinho tekur við Benfica af Bruno Lage sem var rekinn eftir tapið óvænta gegn Qarabag á þriðjudaginn í Meistaradeild Evrópu. Aserarnir lentu 2-0 undir en náðu að vinna 3-2 sigur og taka þrjú stig með sér heim. Tapið var það eina hjá Lage í öllum keppnum á þessari leiktíð en liðið er með 10 stig eftir fjóra leiki í portúgölsku úrvalsdeildinni, fimm stigum á eftir Porto en með leik til góða. Fyrsti leikur Benfica undir stjórn Mourinho verður gegn AVS, sem situr í 17. sæti, á laugardagskvöld. Næsti leikur liðsins í Meistaradeild Evrópu verður gegn Chelsea á Stamford Bridge, þar sem Mourinho þekkir afar vel til.
Portúgalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira