Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2025 16:07 Gylfi Magnússon er hugsi yfir stöðunni sem upp er komin hjá Ríkisendurskoðun. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og prófessor í viðskiptafræði segir stöðu Ríkisendurskoðunar óboðlega. Hann líkir því að ríkisendurskoðandi án löggildingar skrifi undir ársreikninga ríkisfyrirtækja og stofnana við það að lögfræðimenntaður forstjóri Landspítalans færi að skera upp sjúklinga. Lögregla hefur vísað málinu frá. Endurskoðendaráð tilkynnti Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda til lögreglu í júní í fyrra eftir að hafa tekið til skoðunar áritanir hans á ársreikninga Íslandspósts ofh., Isavia ohf. og Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. sem endurskoðandi. Guðmundur hafði einn undirritað ársreikningana án þess að vera löggiltur endurskoðandi. Samkvæmt upplýsingum frá ákærusviði lögreglu upplýsti lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu Endurskoðendaráð um það í síðustu viku að kæru ráðsins hefði verið vísað frá. Þá hefur Félag löggiltra endurskoðenda tilkynnt ríkisendurskoðanda til atvinnuvegaráðuneytisins og ESA, eftirlitsdómstóls EFTA. Endurskoðendur sviptir starfsleyfi Guðmundur Björgvin er annar ríkisendurskoðandinn í röð sem er ekki menntaður löggiltur endurskoðandi. Guðmundur tók við starfinu árið 2022 af Skúla Eggert Þórðarsyni en hafði verið starfandi ríkisendurskoðandi í aðdragandanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði Skúli Eggert þann háttinn á að ársreikningar voru áritaðir bæði af honum, fyrir hönd embættisins, og af löggiltum endurskoðanda. Forveri Skúla í embætti var Sveinn Arason. Hann tjáði RÚV í dag að hann teldi óeðlilegt að ríkisendurskoðandi áritaði einn ársreikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi. Skúli Eggert Þórðarson forveri Guðmundar í embætti ríkisendurskoðanda var heldur ekki löggiltur endurskoðandi.Vísir Til ársins 2016 var gerð krafa um að ríkisendurskoðandi yrði að vera löggiltur endurskoðandi. Með lagabreytingu var sú krafa felld út gildi þar sem ekki var talið að ríkisendurskoðandi myndi sjálfur sinna endurskoðun. Guðmundur Björgvin áritaði reikninga ásamt löggiltum endurskoðendum fyrstu tvö árin. Eftir að löggiltir endurskoðendur hjá embættinu voru sviptir starfsleyfi tímabundið eftir athugasemdir Endurskoðendaráðs hefur Guðmundur séð um að árita reikningana. Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri málið að því að Endurskoðendaráði var hafnað aðgangur að gögnum sem viðkomandi endurskoðendur höfðu til skoðunar. „Á endanum gengur það einfaldlega ekki upp að embætti á vegum löggjafarvaldsins sé sett undir eftirlit framkvæmdavaldsins. Því hef ég hafnað. Þegar það er mín afstaða gengur það ekki að starfsfólk mitt sé með einhverjum hætti gert ábyrgt fyrir því,“ segir Guðmundur Björgvin. Endurskoðendaráð gerði athugasemd við þetta og er málið hjá lögreglu. Mjög sérstök staða Félag löggiltra endurskoðenda staldraði við viðbrögð Endurskoðendaráðs sem birtust í ársskýrslu ráðsins fyrir árið 2024. Kristrún Helga Ingólfsdóttir, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, minnir á að það sé langt og strangt nám til að verða löggiltur endurskoðandi. Auk þess fylgi því endurmenntun og ákveðið eftirlit. „Okkur fannst mjög sérstakt að sjá að ríkisendurskoðandi sme er ekki löggiltur væri að árita ársreikninga sem eru endurskoðenda skildir,“ segir Kristrún Helga. Félagið leitaði til lögmanns sem komst að þeirri niðurstöðu að aðeins löggiltir endurskoðendur gætu áritað endurskoðaða ársreikninga. Ársreikningaskrá hefði engu að síður sett ársreikninga á skrá hjá sér sem Kristrún telur óeðlilegt enda reikningarnir ekki áritaðir af löggildum endurskoðanda. Fyrir vikið hefði félagið vísað málinu til ráðuneytisins og ESA til skoðunar. Dýralæknir hanni brýr Gylfi Magnússon er prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann stingur niður penna á Facebook í tilefni frétta dagsins. Hann segist efast um að lögreglurannsókn geti leyst úr þeirri flækju sem upp sé komin. Staðan sé hins vegar óboðleg. „Ríkisendurskoðun er auðvitað ekki hefðbundin endurskoðunarstofa og gegnir að sumu leyti allt öðru hlutverki en þær - en stofnuninni er þó falið með lögum að endurskoða og staðfesta ársreikninga fjölda ríkisfyrirtækja og stofnana. Slík endurskoðun þarf alltaf að vera á ábyrgð löggiltra endurskoðenda. Þeir hafa til þess sérfræðiþekkingu, eftir viðamikið nám, starfsþjálfun, erfið próf og símenntun eftir löggildingu,“ segir Gylfi. Forstjóri Ríkisendurskoðunar, sem sé titlaður Ríkisendurskoðandi, sem sé hluti flækjunnar þegar viðkomandi sé ekki endurskoðandi, geti auðvitað verið með menntun í öðru en endurskoðun. „En getur ekki borið faglega ábyrgð á verkum sem löggiltir endurskoðendur einir geta sinnt og getur ekki skrifað upp á ársreikninga sem endurskoðandi.“ Hann reynir að setja málið í samhengi. „Það væri eins og ef forstjóri Landspítalans væri lögfræðingur en myndi í krafti stöðu sinnar skera upp sjúklinga eða ávísa lyfjum. Eða ef Vegamálastjóri væri dýralæknir en myndi burðarþolsmæla brýr,“ segir Gylfi. Bergþóra Þorkelsdóttir Vegamálstjóri er reyndar menntaður dýralæknir en kemur ekki að því að hanna brýr. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Arnar „Þess má geta að stundum útvistar Ríkisendurskoðun endurskoðunarvinnu fyrir ríkisstofnun til einkarekinna endurskoðunarstofa og þar með skrifa löggiltir endurskoðendur upp á reikningana. Það er lausn en þó bara að hluta því að eftir sem áður ber Ríkisendurskoðun ábyrgð á endurskoðuninni samkvæmt lögum en hefur í reynd ekkert eftirlit með því hvernig vinnan er unnin og raunar varla faglega getu til slíks eftirlits.“ Starfsemin ekkert truflast Guðmundur Björgvin sagðist í samtali við Vísi í dag telja að embættið færi eftir öllum lögum. „Að þessu leyti er það galli ef einhverjir telja að sjónarmið sem eiga að gilda um endurskoðendur á almennum markaði geti gilt um starfsfólk Ríkisendurskoðunar,“ segir Guðmundur Björgvin. Málið hefði haft áhrif á starfsmennina sem voru sviptir starfsréttindum tímabundið. „Þeir eru reyndar komnir með þau réttindi aftur en voru áminntir fyrir hluti sem þeim var ómöguleiki að koma til móts við. Um þessi mál og framgang embættisins hefur verið full eining innan Ríkisendurskoðunar. Og starfsemin hefur ekkert truflast.“ Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisendurskoðun Lögreglumál Stjórnsýsla Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Endurskoðendaráð tilkynnti Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda til lögreglu í júní í fyrra eftir að hafa tekið til skoðunar áritanir hans á ársreikninga Íslandspósts ofh., Isavia ohf. og Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. sem endurskoðandi. Guðmundur hafði einn undirritað ársreikningana án þess að vera löggiltur endurskoðandi. Samkvæmt upplýsingum frá ákærusviði lögreglu upplýsti lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu Endurskoðendaráð um það í síðustu viku að kæru ráðsins hefði verið vísað frá. Þá hefur Félag löggiltra endurskoðenda tilkynnt ríkisendurskoðanda til atvinnuvegaráðuneytisins og ESA, eftirlitsdómstóls EFTA. Endurskoðendur sviptir starfsleyfi Guðmundur Björgvin er annar ríkisendurskoðandinn í röð sem er ekki menntaður löggiltur endurskoðandi. Guðmundur tók við starfinu árið 2022 af Skúla Eggert Þórðarsyni en hafði verið starfandi ríkisendurskoðandi í aðdragandanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði Skúli Eggert þann háttinn á að ársreikningar voru áritaðir bæði af honum, fyrir hönd embættisins, og af löggiltum endurskoðanda. Forveri Skúla í embætti var Sveinn Arason. Hann tjáði RÚV í dag að hann teldi óeðlilegt að ríkisendurskoðandi áritaði einn ársreikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi. Skúli Eggert Þórðarson forveri Guðmundar í embætti ríkisendurskoðanda var heldur ekki löggiltur endurskoðandi.Vísir Til ársins 2016 var gerð krafa um að ríkisendurskoðandi yrði að vera löggiltur endurskoðandi. Með lagabreytingu var sú krafa felld út gildi þar sem ekki var talið að ríkisendurskoðandi myndi sjálfur sinna endurskoðun. Guðmundur Björgvin áritaði reikninga ásamt löggiltum endurskoðendum fyrstu tvö árin. Eftir að löggiltir endurskoðendur hjá embættinu voru sviptir starfsleyfi tímabundið eftir athugasemdir Endurskoðendaráðs hefur Guðmundur séð um að árita reikningana. Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri málið að því að Endurskoðendaráði var hafnað aðgangur að gögnum sem viðkomandi endurskoðendur höfðu til skoðunar. „Á endanum gengur það einfaldlega ekki upp að embætti á vegum löggjafarvaldsins sé sett undir eftirlit framkvæmdavaldsins. Því hef ég hafnað. Þegar það er mín afstaða gengur það ekki að starfsfólk mitt sé með einhverjum hætti gert ábyrgt fyrir því,“ segir Guðmundur Björgvin. Endurskoðendaráð gerði athugasemd við þetta og er málið hjá lögreglu. Mjög sérstök staða Félag löggiltra endurskoðenda staldraði við viðbrögð Endurskoðendaráðs sem birtust í ársskýrslu ráðsins fyrir árið 2024. Kristrún Helga Ingólfsdóttir, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, minnir á að það sé langt og strangt nám til að verða löggiltur endurskoðandi. Auk þess fylgi því endurmenntun og ákveðið eftirlit. „Okkur fannst mjög sérstakt að sjá að ríkisendurskoðandi sme er ekki löggiltur væri að árita ársreikninga sem eru endurskoðenda skildir,“ segir Kristrún Helga. Félagið leitaði til lögmanns sem komst að þeirri niðurstöðu að aðeins löggiltir endurskoðendur gætu áritað endurskoðaða ársreikninga. Ársreikningaskrá hefði engu að síður sett ársreikninga á skrá hjá sér sem Kristrún telur óeðlilegt enda reikningarnir ekki áritaðir af löggildum endurskoðanda. Fyrir vikið hefði félagið vísað málinu til ráðuneytisins og ESA til skoðunar. Dýralæknir hanni brýr Gylfi Magnússon er prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann stingur niður penna á Facebook í tilefni frétta dagsins. Hann segist efast um að lögreglurannsókn geti leyst úr þeirri flækju sem upp sé komin. Staðan sé hins vegar óboðleg. „Ríkisendurskoðun er auðvitað ekki hefðbundin endurskoðunarstofa og gegnir að sumu leyti allt öðru hlutverki en þær - en stofnuninni er þó falið með lögum að endurskoða og staðfesta ársreikninga fjölda ríkisfyrirtækja og stofnana. Slík endurskoðun þarf alltaf að vera á ábyrgð löggiltra endurskoðenda. Þeir hafa til þess sérfræðiþekkingu, eftir viðamikið nám, starfsþjálfun, erfið próf og símenntun eftir löggildingu,“ segir Gylfi. Forstjóri Ríkisendurskoðunar, sem sé titlaður Ríkisendurskoðandi, sem sé hluti flækjunnar þegar viðkomandi sé ekki endurskoðandi, geti auðvitað verið með menntun í öðru en endurskoðun. „En getur ekki borið faglega ábyrgð á verkum sem löggiltir endurskoðendur einir geta sinnt og getur ekki skrifað upp á ársreikninga sem endurskoðandi.“ Hann reynir að setja málið í samhengi. „Það væri eins og ef forstjóri Landspítalans væri lögfræðingur en myndi í krafti stöðu sinnar skera upp sjúklinga eða ávísa lyfjum. Eða ef Vegamálastjóri væri dýralæknir en myndi burðarþolsmæla brýr,“ segir Gylfi. Bergþóra Þorkelsdóttir Vegamálstjóri er reyndar menntaður dýralæknir en kemur ekki að því að hanna brýr. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Arnar „Þess má geta að stundum útvistar Ríkisendurskoðun endurskoðunarvinnu fyrir ríkisstofnun til einkarekinna endurskoðunarstofa og þar með skrifa löggiltir endurskoðendur upp á reikningana. Það er lausn en þó bara að hluta því að eftir sem áður ber Ríkisendurskoðun ábyrgð á endurskoðuninni samkvæmt lögum en hefur í reynd ekkert eftirlit með því hvernig vinnan er unnin og raunar varla faglega getu til slíks eftirlits.“ Starfsemin ekkert truflast Guðmundur Björgvin sagðist í samtali við Vísi í dag telja að embættið færi eftir öllum lögum. „Að þessu leyti er það galli ef einhverjir telja að sjónarmið sem eiga að gilda um endurskoðendur á almennum markaði geti gilt um starfsfólk Ríkisendurskoðunar,“ segir Guðmundur Björgvin. Málið hefði haft áhrif á starfsmennina sem voru sviptir starfsréttindum tímabundið. „Þeir eru reyndar komnir með þau réttindi aftur en voru áminntir fyrir hluti sem þeim var ómöguleiki að koma til móts við. Um þessi mál og framgang embættisins hefur verið full eining innan Ríkisendurskoðunar. Og starfsemin hefur ekkert truflast.“ Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ríkisendurskoðun Lögreglumál Stjórnsýsla Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira