Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2025 15:20 Einar Þorsteinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir höfðu stólaskipti í febrúar eftir að Framsókn sprengdi meirihlutasamstarfið. Bæði ætla sér stóra hluti í kosningunum í vor. Vísir/Vilhelm Flestir oddvita flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn ætla að bjóða sig fram í kosningunum eftir átta mánuði. Einn er þó óviss um undir merkjum hvaða flokks framboðið verður. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar laugardaginn 16. maí og þar á meðal borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Oddviti Viðreisnar og eini fulltrúi flokksins í borgarstjórn tilkynnti í morgun að hún ætlaði að láta staðar numið og myndi ekki leiða flokkinn í kosningunum heldur hverfa af vettvangi borgarstjórnar. Aðrir oddvitar í borgarstjórn eru flestir á því að taka slaginn áfram. Heiða Björg Hilmisdóttir ætlar að bjóða fram krafta sína í forystu Samfylkingarinnar. Þetta staðfestir hún við RÚV. Heiða varð borgarstjóri í vor eftir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sleit meirihlutasamstarfi flokksins við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata. Í framhaldinu mynduðu fimm flokkar meirihluta í Reykjavík undir forystu Heiðu Bjargar. Oddvitar flokkanna í meirihlutanum sem myndaður var í febrúar og flokksmenn þeirra. Vísir/Vilhelm Heiða Björg hefur setið í borgarstjórn í tíu ár eða frá því í kosningunum 2015. Hún var í öðru sæti á lista flokksins í síðustu kosningum en tók við sem oddviti flokksins í janúar eftir að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, tók sæti á Alþingi. Hún varð svo borgarstjóri nýs meirihluta í febrúar eftir að Framsókn sprengdi borgarstjórnina. Skynjar ákall um breytingar Hildur Björnsdóttir hafði betur í baráttu við Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir tæpum fjórum árum. Hildur Björnsdóttir og Heiða Björg fallast í faðma á borgarstjórnarfundi. Báðar ætla sér stóra hluti í kosningunum í vor.Vísir/vilhelm „Ég mun bjóða mig fram til forystu aftur,“ segir Hildur. „Við höfum verið á mikilli siglingu og stefnum á góðan árangur næsta vor. Við skynjum á fólkinu í borginni að það vill sjá nýja forystu í Ráðhúsinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi í borginni sem stendur miðað við nýlega Maskínukönnun. Flokkurinn mældist með 29,2 prósent en fékk 24,7 prósent í kosningunum 2022. Samfylkingin kemur næst á eftir með 25 prósent sem þó er fimm prósentum meira en í kosningunum 2022. „Ég hef leitt flokkinn á þessu kjörtímabili og við finnum fyrir miklum meðbyr. Það væri ekki skynsamlegt að hlaupa frá borði núna. Ég hef mikinn metnað til að takast á við það sem bíður okkar eftir kosningar,“ segir Hildur full bjartsýni. Hún segir kosningabaráttuna í raun hafna að hennar mati og flokkurinn fari fulla ferð áfram í þeirri baráttu. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður og fleiri hafa verið orðaðir við áhuga um að leiða flokkinn í borginni í vor. Hildur segir auðvitað algengt að þegar fólk skynji meðbyr vilji það taka þátt. „Við fögnum því. Við þurfum allar hendur í verkefnið sem fram undan er.“ Framsókn í lykilstöðu vilji fólk breytingar Einar Þorsteinsson tók við sem borgarstjóri í Reykjavík í upphafi árs 2024. Um var að ræða samkomulag milli Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins við myndun borgarstjórnar eftir kosningarnar 2022. Það kom nokkuð á óvart þegar Einar ákvað að slíta borgarstjórnarsamstarfinu í febrúar síðastliðnum. Til stóð að mynda nýjan meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins en planið fór út um þúfur þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. „Ég gef kost á mér að leiða lista Framsóknar aftur. Við náðum talsverðum árangri á þessu kjörtímabili, sýndum kjósendum að við erum tilbúin að berjast fyrir breytingum í borginni. Reyndum að ganga eins langt og við gátum í því en það er mikið verk óunnið. Þess vegna munum við halda áfram að berjast fyrir borgarbúa og ég gef kost á mér til að leiða listann.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati og Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar bregða á leik.vísir/Vilhelm Framsókn náði frábærum árangri í kosningunum 2022 með tæplega nítján prósenta fylgi. Síðan hefur flokkurinn mælst undir fimm prósentum. Einar hefur fulla trú á viðsnúningi. Allt frá því flokkurinn fór í samstarf með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum hafi fylgið hrunið og haldist þar allt kjörtímabilið. Kjósendur hafi ekki viljað að flokkurinn færi í þann meirihluta. „Skilaboðin eru skýr frá kjósendum og þess vegna vildum við í Framsókn mynda meirihluta með flokkum sem voru tilbúnir að stefna í sömu átt og við en það tókst ekki.“ Nú sé boltinn hjá kjósendum en ljóst sé að meirihluti frá miðju til hægri verði ekki myndaður án Framsóknar. Afstaða til flokkanna sem stýri borginni nú hljóti að liggja fyrir. Framsókn hafi gengið úr því samstarfi og horfi til þeirra flokka sem séu tilbúnir að taka erfiðar ákvarðanir. Óvissutímar hjá Sönnu Fram kom á Vísi á dögunum að Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, væri óviss um hvort hún færi fram fyrir Sósíalistaflokkinn í vor. Þá hafði hún breytt undirskrift sinni við skoðanagreinar á Vísi úr „borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins“ í „sósíalískur borgarfulltrúi“. Hún sagðist opin fyrir samstarfi við aðra flokka. „Það er ekkert launungarmál að ný stjórn Sósíalistaflokksins hefur ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum,“ segir Sanna Magdalena við RÚV í dag. Miklar breytingar urðu á dögunum hjá Sósíalistaflokknum þegar Sönnu og Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda flokksins, var hafnað í kosningum og listi sem Karl Héðinn Kristinsson, fyrrverandi forseti ungliðahreyfingar flokksins, vann sigur. Sanna sagði í framhaldinu af sér sem pólitískur leiðtogi flokksins, embætti sem hún hafði verið kjörin í tveimur dögum fyrr. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, segist stefna á framboð fyrir flokkinn í vor. Fram hefur komið í máli Svandísar Svavarsdóttur formanns VG að hún sé opin fyrir samstarfi flokksins við aðra flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Þetta sagði hún í júní en Vinstri græn féllu af þingi í Alþingiskosningum í nóvember. Svandís nefndi þó sérstaklega sveitarfélögin Kópavog, Árborg og Ísafjörð í því samhengi. Líf hefur sagt mikilvægt að VG bjóði fram undir eigin merkjum. Líf Magneudóttir (til vinstri) og Sanna Magdalena Mörtudóttir (fyrir miðju) meðal borgarfulltrúa sem horfa upp í stúku á fundi borgarstjórnar.Vísir/vilhelm Framtíðin óræð hjá Helgu og Dóru Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, segir óráðið hvort hún gefi aftur kost á sér fyrir komandi kosningar og íhugar greinilega að segja skilið við leiðtogasætið. „Ég hef sagt flokksfélögum mínum að ég vilji gjarnan minnka við mig vegna aldurs svo oddvitastaða er ekki draumastaða hjá mér heldur styðja og vera með í baráttunni fyrir góðum málum flokksins,“ segir Helga í svari til fréttastofu. Ekki náðist í Helgu Þórðardóttur oddvita Flokks fólksins í borginni.vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni, segist ekki vera búin að gera upp við sig hver næstu skref verða. Ekki náðist í Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Helgu Þórðardóttur. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar laugardaginn 16. maí og þar á meðal borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Oddviti Viðreisnar og eini fulltrúi flokksins í borgarstjórn tilkynnti í morgun að hún ætlaði að láta staðar numið og myndi ekki leiða flokkinn í kosningunum heldur hverfa af vettvangi borgarstjórnar. Aðrir oddvitar í borgarstjórn eru flestir á því að taka slaginn áfram. Heiða Björg Hilmisdóttir ætlar að bjóða fram krafta sína í forystu Samfylkingarinnar. Þetta staðfestir hún við RÚV. Heiða varð borgarstjóri í vor eftir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sleit meirihlutasamstarfi flokksins við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata. Í framhaldinu mynduðu fimm flokkar meirihluta í Reykjavík undir forystu Heiðu Bjargar. Oddvitar flokkanna í meirihlutanum sem myndaður var í febrúar og flokksmenn þeirra. Vísir/Vilhelm Heiða Björg hefur setið í borgarstjórn í tíu ár eða frá því í kosningunum 2015. Hún var í öðru sæti á lista flokksins í síðustu kosningum en tók við sem oddviti flokksins í janúar eftir að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, tók sæti á Alþingi. Hún varð svo borgarstjóri nýs meirihluta í febrúar eftir að Framsókn sprengdi borgarstjórnina. Skynjar ákall um breytingar Hildur Björnsdóttir hafði betur í baráttu við Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir tæpum fjórum árum. Hildur Björnsdóttir og Heiða Björg fallast í faðma á borgarstjórnarfundi. Báðar ætla sér stóra hluti í kosningunum í vor.Vísir/vilhelm „Ég mun bjóða mig fram til forystu aftur,“ segir Hildur. „Við höfum verið á mikilli siglingu og stefnum á góðan árangur næsta vor. Við skynjum á fólkinu í borginni að það vill sjá nýja forystu í Ráðhúsinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi í borginni sem stendur miðað við nýlega Maskínukönnun. Flokkurinn mældist með 29,2 prósent en fékk 24,7 prósent í kosningunum 2022. Samfylkingin kemur næst á eftir með 25 prósent sem þó er fimm prósentum meira en í kosningunum 2022. „Ég hef leitt flokkinn á þessu kjörtímabili og við finnum fyrir miklum meðbyr. Það væri ekki skynsamlegt að hlaupa frá borði núna. Ég hef mikinn metnað til að takast á við það sem bíður okkar eftir kosningar,“ segir Hildur full bjartsýni. Hún segir kosningabaráttuna í raun hafna að hennar mati og flokkurinn fari fulla ferð áfram í þeirri baráttu. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður og fleiri hafa verið orðaðir við áhuga um að leiða flokkinn í borginni í vor. Hildur segir auðvitað algengt að þegar fólk skynji meðbyr vilji það taka þátt. „Við fögnum því. Við þurfum allar hendur í verkefnið sem fram undan er.“ Framsókn í lykilstöðu vilji fólk breytingar Einar Þorsteinsson tók við sem borgarstjóri í Reykjavík í upphafi árs 2024. Um var að ræða samkomulag milli Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins við myndun borgarstjórnar eftir kosningarnar 2022. Það kom nokkuð á óvart þegar Einar ákvað að slíta borgarstjórnarsamstarfinu í febrúar síðastliðnum. Til stóð að mynda nýjan meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins en planið fór út um þúfur þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. „Ég gef kost á mér að leiða lista Framsóknar aftur. Við náðum talsverðum árangri á þessu kjörtímabili, sýndum kjósendum að við erum tilbúin að berjast fyrir breytingum í borginni. Reyndum að ganga eins langt og við gátum í því en það er mikið verk óunnið. Þess vegna munum við halda áfram að berjast fyrir borgarbúa og ég gef kost á mér til að leiða listann.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati og Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar bregða á leik.vísir/Vilhelm Framsókn náði frábærum árangri í kosningunum 2022 með tæplega nítján prósenta fylgi. Síðan hefur flokkurinn mælst undir fimm prósentum. Einar hefur fulla trú á viðsnúningi. Allt frá því flokkurinn fór í samstarf með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum hafi fylgið hrunið og haldist þar allt kjörtímabilið. Kjósendur hafi ekki viljað að flokkurinn færi í þann meirihluta. „Skilaboðin eru skýr frá kjósendum og þess vegna vildum við í Framsókn mynda meirihluta með flokkum sem voru tilbúnir að stefna í sömu átt og við en það tókst ekki.“ Nú sé boltinn hjá kjósendum en ljóst sé að meirihluti frá miðju til hægri verði ekki myndaður án Framsóknar. Afstaða til flokkanna sem stýri borginni nú hljóti að liggja fyrir. Framsókn hafi gengið úr því samstarfi og horfi til þeirra flokka sem séu tilbúnir að taka erfiðar ákvarðanir. Óvissutímar hjá Sönnu Fram kom á Vísi á dögunum að Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, væri óviss um hvort hún færi fram fyrir Sósíalistaflokkinn í vor. Þá hafði hún breytt undirskrift sinni við skoðanagreinar á Vísi úr „borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins“ í „sósíalískur borgarfulltrúi“. Hún sagðist opin fyrir samstarfi við aðra flokka. „Það er ekkert launungarmál að ný stjórn Sósíalistaflokksins hefur ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum,“ segir Sanna Magdalena við RÚV í dag. Miklar breytingar urðu á dögunum hjá Sósíalistaflokknum þegar Sönnu og Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda flokksins, var hafnað í kosningum og listi sem Karl Héðinn Kristinsson, fyrrverandi forseti ungliðahreyfingar flokksins, vann sigur. Sanna sagði í framhaldinu af sér sem pólitískur leiðtogi flokksins, embætti sem hún hafði verið kjörin í tveimur dögum fyrr. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, segist stefna á framboð fyrir flokkinn í vor. Fram hefur komið í máli Svandísar Svavarsdóttur formanns VG að hún sé opin fyrir samstarfi flokksins við aðra flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Þetta sagði hún í júní en Vinstri græn féllu af þingi í Alþingiskosningum í nóvember. Svandís nefndi þó sérstaklega sveitarfélögin Kópavog, Árborg og Ísafjörð í því samhengi. Líf hefur sagt mikilvægt að VG bjóði fram undir eigin merkjum. Líf Magneudóttir (til vinstri) og Sanna Magdalena Mörtudóttir (fyrir miðju) meðal borgarfulltrúa sem horfa upp í stúku á fundi borgarstjórnar.Vísir/vilhelm Framtíðin óræð hjá Helgu og Dóru Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, segir óráðið hvort hún gefi aftur kost á sér fyrir komandi kosningar og íhugar greinilega að segja skilið við leiðtogasætið. „Ég hef sagt flokksfélögum mínum að ég vilji gjarnan minnka við mig vegna aldurs svo oddvitastaða er ekki draumastaða hjá mér heldur styðja og vera með í baráttunni fyrir góðum málum flokksins,“ segir Helga í svari til fréttastofu. Ekki náðist í Helgu Þórðardóttur oddvita Flokks fólksins í borginni.vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni, segist ekki vera búin að gera upp við sig hver næstu skref verða. Ekki náðist í Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Helgu Þórðardóttur.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira