Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2025 10:33 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Það sýna nýjar niðurstöður borgarvita Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Píratar bæta við sig fylgi í borgarstjórn miðað við fylgi sem var í júní á þessu ári. Kosningar til sveitarstjórnar fara fram næsta vor. Meirihluti Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins, Pírata og Vinstri grænna er samkvæmt þessum tölum með 46,8 prósent fylgisins og því ekki með meirihluta þess. Í júní, í síðustu mælingu Maskínu, var Samfylkingin stærst með 29,4 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn stærstur samkvæmt könnun Maskínu og er með 29,2 prósenta fylgi. Samfylkingin missir á sama tíma fylgi og mælist nú með 25 prósenta fylgi. Viðreisn bætir við sig um tveimur prósentum og er núna í 14,4 prósenta fylgi og Píratar bæta einnig við sig og fara úr 5,8 prósent í júní í 7,4 prósent. Fylgi flokka í borginni. Á myndinni má sjá síðustu fjórar mælingar Maskínu. Maskína Sósíalistaflokkurinn missir um prósentustig miðað við það sem var í júní og mælist nú aðeins með 5,2 prósenta fylgi og Vinstri græn missa sömuleiðis fylgi og mælast nú með 4,6 prósenta fylgi en voru með 5,7 í júní. Fylgi Framsóknar er enn lágt og er í 3,3 prósentum. Miðflokkurinn mælist með sex prósenta fylgi í Reykjavík og Flokkur fólksins með 4,6 prósent. Fylgi þeirra hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu könnunin. Fylgið á hreyfinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar hefur verið á nokkurri hreyfingu síðasta árið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins náði hámarki í apríl á þessu ári þegar það mældist hjá Maskínu 31,8 prósent en Samfylkingarinnar náði hámarki í júní þegar það var 29,4 prósent. Flokkarnir virðast svo alveg hafa skipt um sæti í nýjustu könnunni. Þróun frá síðustu kosningum í könnun Maskínu. Maskína Ef litið er til aldurs, kyns og búsetu má sjá að nokkuð fleiri karlar sjá fyrir sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en konur og að fylgi flokksins er mest hjá þeim sem eru á sextugsaldri. Þá má einnig sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir töluvert meira af sínu fylgi til kjósenda sem búa austan Elliðaár og eru í hæsta tekjuflokki með 1,6 milljón eða meira í laun. Fylgi Samfylkingar er nokkuð svipað sama hvert er litið en þó mest hjá þeim sem eru 60 ára og eldri og töluvert meira í vesturhluta borgarinnar en austurhluta hennar. Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Meirihluti Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins, Pírata og Vinstri grænna er samkvæmt þessum tölum með 46,8 prósent fylgisins og því ekki með meirihluta þess. Í júní, í síðustu mælingu Maskínu, var Samfylkingin stærst með 29,4 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn stærstur samkvæmt könnun Maskínu og er með 29,2 prósenta fylgi. Samfylkingin missir á sama tíma fylgi og mælist nú með 25 prósenta fylgi. Viðreisn bætir við sig um tveimur prósentum og er núna í 14,4 prósenta fylgi og Píratar bæta einnig við sig og fara úr 5,8 prósent í júní í 7,4 prósent. Fylgi flokka í borginni. Á myndinni má sjá síðustu fjórar mælingar Maskínu. Maskína Sósíalistaflokkurinn missir um prósentustig miðað við það sem var í júní og mælist nú aðeins með 5,2 prósenta fylgi og Vinstri græn missa sömuleiðis fylgi og mælast nú með 4,6 prósenta fylgi en voru með 5,7 í júní. Fylgi Framsóknar er enn lágt og er í 3,3 prósentum. Miðflokkurinn mælist með sex prósenta fylgi í Reykjavík og Flokkur fólksins með 4,6 prósent. Fylgi þeirra hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu könnunin. Fylgið á hreyfinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar hefur verið á nokkurri hreyfingu síðasta árið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins náði hámarki í apríl á þessu ári þegar það mældist hjá Maskínu 31,8 prósent en Samfylkingarinnar náði hámarki í júní þegar það var 29,4 prósent. Flokkarnir virðast svo alveg hafa skipt um sæti í nýjustu könnunni. Þróun frá síðustu kosningum í könnun Maskínu. Maskína Ef litið er til aldurs, kyns og búsetu má sjá að nokkuð fleiri karlar sjá fyrir sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en konur og að fylgi flokksins er mest hjá þeim sem eru á sextugsaldri. Þá má einnig sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir töluvert meira af sínu fylgi til kjósenda sem búa austan Elliðaár og eru í hæsta tekjuflokki með 1,6 milljón eða meira í laun. Fylgi Samfylkingar er nokkuð svipað sama hvert er litið en þó mest hjá þeim sem eru 60 ára og eldri og töluvert meira í vesturhluta borgarinnar en austurhluta hennar.
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira