Vandræðalegt víti frá Messi Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 10:29 Lionel Messi fór illa með kjörið tækifæri til að koma Inter Miami yfir í gærkvöld. Getty/David Jensen Panenka-tilraun Lionels Messi á vítapunktinum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í gærkvöld misheppnaðist gjörsamlega. Hinn 38 ára gamli Messi, sem átta sinnum hefur hlotið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, fór á vítapunktinn í leik Inter Miami við Charlotte, í stöðunni 0-0. Eins og sjá má hér að neðan ákvað Messi að reyna að blekkja markvörðinn, Kristijan Kahlina, þannig að hann myndi velja sér horn og skutla sér þangað, á meðan að vippa Messis færi í mitt markið. Kahlina ákvað hins vegar að vera ekkert að skutla sér, fylgdist með boltanum og varði svo auðveldlega. No luck on the panenka.Kristijan Kahlina stands his ground! 😳📺 #MLSSeasonPass: https://t.co/Hk7vdrFPCI pic.twitter.com/ltzmUpAPEn— Major League Soccer (@MLS) September 14, 2025 Þetta reyndist dýrkeypt fyrir Messi og félaga því þeir enduðu á að tapa leiknum 3-0. Ísraelinn Idan Toklomati skoraði þrennu fyrir Charlotte, þar af eitt mark úr víti, og Inter missti auk þess Tomás Avilés af velli með rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Slæm niðurstaða fyrir lærisveina Javiers Mascherano sem nú sitja í 8. sæti með 46 stig eftir 26 leiki en eiga 2-4 leiki til góða á öll hin liðin og hafa misst af fæstum stigum til þessa. Dagur kom inn á í lokin Dagur Dan Þórhallsson fékk lítið að spila í 1-1 jafntefli Orlando City við DC United á útivelli. Þrátt fyrir að vera manni fleiri frá 57. mínútu náði Orlando ekki að skora sigurmark og Dagur gat litlu breytt um það því hann kom ekki inn á fyrr en á 90. mínútu. Orlando er í 6. sæti með 48 stig eftir 29 leiki en DC United er næstneðst, í 14. sæti með 25 stig. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Messi, sem átta sinnum hefur hlotið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, fór á vítapunktinn í leik Inter Miami við Charlotte, í stöðunni 0-0. Eins og sjá má hér að neðan ákvað Messi að reyna að blekkja markvörðinn, Kristijan Kahlina, þannig að hann myndi velja sér horn og skutla sér þangað, á meðan að vippa Messis færi í mitt markið. Kahlina ákvað hins vegar að vera ekkert að skutla sér, fylgdist með boltanum og varði svo auðveldlega. No luck on the panenka.Kristijan Kahlina stands his ground! 😳📺 #MLSSeasonPass: https://t.co/Hk7vdrFPCI pic.twitter.com/ltzmUpAPEn— Major League Soccer (@MLS) September 14, 2025 Þetta reyndist dýrkeypt fyrir Messi og félaga því þeir enduðu á að tapa leiknum 3-0. Ísraelinn Idan Toklomati skoraði þrennu fyrir Charlotte, þar af eitt mark úr víti, og Inter missti auk þess Tomás Avilés af velli með rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Slæm niðurstaða fyrir lærisveina Javiers Mascherano sem nú sitja í 8. sæti með 46 stig eftir 26 leiki en eiga 2-4 leiki til góða á öll hin liðin og hafa misst af fæstum stigum til þessa. Dagur kom inn á í lokin Dagur Dan Þórhallsson fékk lítið að spila í 1-1 jafntefli Orlando City við DC United á útivelli. Þrátt fyrir að vera manni fleiri frá 57. mínútu náði Orlando ekki að skora sigurmark og Dagur gat litlu breytt um það því hann kom ekki inn á fyrr en á 90. mínútu. Orlando er í 6. sæti með 48 stig eftir 29 leiki en DC United er næstneðst, í 14. sæti með 25 stig.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira