„Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 13:25 Fyrrverandi samnemendur Tyler Robinsons lýsa honum sem hlédrægum og feimnum en eldklárum. „Hann hafði góða leiðtogahæfileika,“ segir fyrrverandi bekkjarsystir hans sem segir enn fremur að hún hefði haldið að hann yrði forstjóri frekar en meintur morðingi. AP Ungi maðurinn sem grunaður er um að bana íhaldssama áhrifavaldinum Charlie Kirk í Utah á miðvikudag ólst upp í hægrisinnaðri mormónafjölskyldu þar sem skotvopn virðast hafa verið í hávegum höfð. Þó foreldrar hans séu repúblikanar er hann sjálfur ekki skráður í flokk og hefur aldrei kosið. Kunningjar hans lýsa honum sem hlédrægu gáfnaljósi með mikinn áhuga á tölvuleikjum. Hann hafi alla tíð verið afbragðsnámsmaður, og jafnvel smá kennarasleikja. Hinn 22 ára Tyler Robinsson, sem var í gær handtekinn eftir að lögreglan hafði leitað hans í rúman sólarhring, ólst upp í suðurhluta Utahborgar í samnefndu ríki í Bandaríkjunum. Hann er grunaður um að hafa skotið Charlie Kirk til bana á viðburði hins síðarnefnda á miðvikudag. Nágrannar og fyrrverandi bekkjarfélagar lýsa honum í samtali við New York Times sem hlédrægum og gáfuðum manni sem ólst í repúblikanafjölskyldu. Hann hafi haft gríðarlega mikinn áhuga á tölvuleikjum, myndasögum og alþjóðafréttum. Charlie Kirk var skotinn til bana á viðburði sem hann hélt í Utah Valley skólanum í Bandaríkjunum á miðvikudag. Um þúsund manns voru viðstaddir.AP/Tess Crowley/The Deseret News „Það er virkilega leitt að sjá einhvern með hans heila nýta sér hann svona,“ segir Keaton Brooksby, jafnaldri Robinsons og fyrrverandi bekkjarfélagi, sem lýsir því við Times að Robinson hafi þótt þögull þegar þeir ólust saman upp í St. George í Utahborg. Var illa við Kirk Samkvæmt því sem liggur fyrir er erfitt að sjá hver ætlun Robinsons kunni að hafa verið. Það er heldur ekki auðvelt að skýra hvernig þessi afbragðsnámsmaður varð að meintum morðingja. Haft er eftir yfirlýsingu fjölskyldunnar í gögnum málsins að ungi maðurinn hafi orðið „politískari á síðustu árum“. Þar kemur enn fremur fram að nýlega hafi hann minnst á Kirk og viðburð á hans vegum er fjölskyldan snæddi saman við matarboðið. Þau hafi rætt hvað þeim líkaði illa við Kirk og skoðanir hans. Fangamyndir gaf Tyler Robinson sem birtar hafa verið í Bandaríkjunum. Samkvæmt opinberum gögnum sem New York Times vísa í er hann ekki skráður í stjórnmálasamtök. Raunar hafi hann aldrei greitt atkvæði í kosningum. Foreldrar hans, Matthew Carl og Amber Denise Robinson, eru aftur á móti skráð í Repúblikanaflokkinn. Bæði móðir hans og faðir hafa skotveiðileyfi en iðkunin er vinsæl í landshlutanum, sem er gjarnan kenndur við útivist. Á samfélagsmiðlum hefur fjölskyldan birt myndir af Robinson og bræðrum hans tveimur þar sem þeir skjóta úr eða stilla sér upp með byssur. Að því er Washington Post greinir frá sótti fjölskyldan stundum guðsþjónustu í kirkju síðari daga heilögu, en Utah er stærsta mormónaríki Bandaríkjanna. „Hey fasisti, gríptu!“ Þegar yfirvöld gáfu út myndir af hinum grunaða kannaðist faðir Robinsons við son sinn. Eftir að hafa játað sök í samtali við föður sinn mun hinn grunaði hafa sagst myndu „frekar drepa mig en að gefa mig fram“ til lögreglunnar, samkvæmt því sem CNN hefur eftir lögreglumanni sem þekkir til málsins. Að lokum var það fjölskylduvinur sem hafði samband við yfirvöld, að sögn ríkisstjóra Utah. Ungi maðurinn var þannig handtekinn þrjátíu og þremur tímum eftir að Kirk var skotinn til bana á miðvikudag. Að sögn lögreglu fannst skotvopnið auk fjölda ónotaðra skotfæra sem búið var að rista í hin ýmsu skilaboð, meðal annars „hey fasisti, GRÍPTU!“ auk fjölda brandara og netslangurs. „Ef þú ert að lesa þetta ertu samkynhneigður,“ stóð á einu skot hylki. Minnir það á nýlegt morð í New York þar sem forstjóri sjúkratryggingafélags var skotinn til bana með skothylkjum sem í var rist „Defend“, „delay“ og „deny“ eða „Verja“, „tefja“ og „neita“. „Hann missti samband við okkur.“ Aðrir fyrrverandi bekkjarfélagar Robinsons lýsa því að hann hafi haft mikinn áhuga á tölvuleikjum, einna helst Halo en einnig Minecraft og Call of Duty. Hinn 23 ára Sam New, sem var með Robinson í tölvuleikjaklúbb, segir að vinahópur sem þekkti hann úr menntaskóla hafi verið í áfalli þegar þeir lásu fréttirnar. Þeir hafi aflýst öllum plönum í gær og heyrt í hver öðrum til að ræða málið. „Hann virðist í raun ekki hafa rætt við eins marga,“ sagði New við Times. „Hann missti samband við okkur.“ Robinson virðist auk þess hafa verið gáfnaljós allt sitt líf. Samkvæmt færslum sem móðir hans birti á samfélagsmiðlum hafði hann fengið hæstu mögulegu einkunn þegar hann útskrifaðist úr gagnfræðaskóla og síðan tekið háskólaáfanga þegar hann var á menntaskólastigi. „Hélt að hann yrði forstjóri“ „Ég hélt að hann yrði forstjóri eða viðskiptamaður,“ segir Jadia Funk, jafnaldri Robinsons og fyrrverandi samnemandi, í samtali við Times en hún segir að hann hafi verið klár og duglegur námsmaður, jafnvel smá kennarasleikja, sem hafi ávallt mætt tímanlega, unnið vel og sýnt fólki virðingu. „Hann hafði góða leiðtogahæfileika,“ bætir hún við. Þegar hann útskrifaðist árið 2021 hlaut Robinson 32 þúsund dollara styrk (ca. 4. m.kr.) til að fara í Utah State háskólann, sem er í tveggja tíma fjarlægð frá Utah Valley háksólanum þar sem morðið á Kirk átti sér stað. Talsmaður skólans segir við Times að Robinson hafi aðeins stundað nám við Utah State í eina önn, þá í undirbúningsnámi í verkfræði. Robinson er nú á þriðja ári í lærlingsnámi í rafvirkjun í tækniháskólanum í Dixie í St. George, að því er skólinn greindi frá í yfirlýsingu. Hann bjó með herbergisfélaga í St. George en nágrannar lýsa Robinson sem hlédrægum og að þeir hafi sjaldan séð hann. „Hann talaði aldrei við neinn,“ segir hinn 18 ára nágranni Josh Kemp. „Hann var samt alltaf að blasta tónlist með herbergisfélaganum sínum.” Robinson er enn í haldi. Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Skotvopn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Hinn 22 ára Tyler Robinsson, sem var í gær handtekinn eftir að lögreglan hafði leitað hans í rúman sólarhring, ólst upp í suðurhluta Utahborgar í samnefndu ríki í Bandaríkjunum. Hann er grunaður um að hafa skotið Charlie Kirk til bana á viðburði hins síðarnefnda á miðvikudag. Nágrannar og fyrrverandi bekkjarfélagar lýsa honum í samtali við New York Times sem hlédrægum og gáfuðum manni sem ólst í repúblikanafjölskyldu. Hann hafi haft gríðarlega mikinn áhuga á tölvuleikjum, myndasögum og alþjóðafréttum. Charlie Kirk var skotinn til bana á viðburði sem hann hélt í Utah Valley skólanum í Bandaríkjunum á miðvikudag. Um þúsund manns voru viðstaddir.AP/Tess Crowley/The Deseret News „Það er virkilega leitt að sjá einhvern með hans heila nýta sér hann svona,“ segir Keaton Brooksby, jafnaldri Robinsons og fyrrverandi bekkjarfélagi, sem lýsir því við Times að Robinson hafi þótt þögull þegar þeir ólust saman upp í St. George í Utahborg. Var illa við Kirk Samkvæmt því sem liggur fyrir er erfitt að sjá hver ætlun Robinsons kunni að hafa verið. Það er heldur ekki auðvelt að skýra hvernig þessi afbragðsnámsmaður varð að meintum morðingja. Haft er eftir yfirlýsingu fjölskyldunnar í gögnum málsins að ungi maðurinn hafi orðið „politískari á síðustu árum“. Þar kemur enn fremur fram að nýlega hafi hann minnst á Kirk og viðburð á hans vegum er fjölskyldan snæddi saman við matarboðið. Þau hafi rætt hvað þeim líkaði illa við Kirk og skoðanir hans. Fangamyndir gaf Tyler Robinson sem birtar hafa verið í Bandaríkjunum. Samkvæmt opinberum gögnum sem New York Times vísa í er hann ekki skráður í stjórnmálasamtök. Raunar hafi hann aldrei greitt atkvæði í kosningum. Foreldrar hans, Matthew Carl og Amber Denise Robinson, eru aftur á móti skráð í Repúblikanaflokkinn. Bæði móðir hans og faðir hafa skotveiðileyfi en iðkunin er vinsæl í landshlutanum, sem er gjarnan kenndur við útivist. Á samfélagsmiðlum hefur fjölskyldan birt myndir af Robinson og bræðrum hans tveimur þar sem þeir skjóta úr eða stilla sér upp með byssur. Að því er Washington Post greinir frá sótti fjölskyldan stundum guðsþjónustu í kirkju síðari daga heilögu, en Utah er stærsta mormónaríki Bandaríkjanna. „Hey fasisti, gríptu!“ Þegar yfirvöld gáfu út myndir af hinum grunaða kannaðist faðir Robinsons við son sinn. Eftir að hafa játað sök í samtali við föður sinn mun hinn grunaði hafa sagst myndu „frekar drepa mig en að gefa mig fram“ til lögreglunnar, samkvæmt því sem CNN hefur eftir lögreglumanni sem þekkir til málsins. Að lokum var það fjölskylduvinur sem hafði samband við yfirvöld, að sögn ríkisstjóra Utah. Ungi maðurinn var þannig handtekinn þrjátíu og þremur tímum eftir að Kirk var skotinn til bana á miðvikudag. Að sögn lögreglu fannst skotvopnið auk fjölda ónotaðra skotfæra sem búið var að rista í hin ýmsu skilaboð, meðal annars „hey fasisti, GRÍPTU!“ auk fjölda brandara og netslangurs. „Ef þú ert að lesa þetta ertu samkynhneigður,“ stóð á einu skot hylki. Minnir það á nýlegt morð í New York þar sem forstjóri sjúkratryggingafélags var skotinn til bana með skothylkjum sem í var rist „Defend“, „delay“ og „deny“ eða „Verja“, „tefja“ og „neita“. „Hann missti samband við okkur.“ Aðrir fyrrverandi bekkjarfélagar Robinsons lýsa því að hann hafi haft mikinn áhuga á tölvuleikjum, einna helst Halo en einnig Minecraft og Call of Duty. Hinn 23 ára Sam New, sem var með Robinson í tölvuleikjaklúbb, segir að vinahópur sem þekkti hann úr menntaskóla hafi verið í áfalli þegar þeir lásu fréttirnar. Þeir hafi aflýst öllum plönum í gær og heyrt í hver öðrum til að ræða málið. „Hann virðist í raun ekki hafa rætt við eins marga,“ sagði New við Times. „Hann missti samband við okkur.“ Robinson virðist auk þess hafa verið gáfnaljós allt sitt líf. Samkvæmt færslum sem móðir hans birti á samfélagsmiðlum hafði hann fengið hæstu mögulegu einkunn þegar hann útskrifaðist úr gagnfræðaskóla og síðan tekið háskólaáfanga þegar hann var á menntaskólastigi. „Hélt að hann yrði forstjóri“ „Ég hélt að hann yrði forstjóri eða viðskiptamaður,“ segir Jadia Funk, jafnaldri Robinsons og fyrrverandi samnemandi, í samtali við Times en hún segir að hann hafi verið klár og duglegur námsmaður, jafnvel smá kennarasleikja, sem hafi ávallt mætt tímanlega, unnið vel og sýnt fólki virðingu. „Hann hafði góða leiðtogahæfileika,“ bætir hún við. Þegar hann útskrifaðist árið 2021 hlaut Robinson 32 þúsund dollara styrk (ca. 4. m.kr.) til að fara í Utah State háskólann, sem er í tveggja tíma fjarlægð frá Utah Valley háksólanum þar sem morðið á Kirk átti sér stað. Talsmaður skólans segir við Times að Robinson hafi aðeins stundað nám við Utah State í eina önn, þá í undirbúningsnámi í verkfræði. Robinson er nú á þriðja ári í lærlingsnámi í rafvirkjun í tækniháskólanum í Dixie í St. George, að því er skólinn greindi frá í yfirlýsingu. Hann bjó með herbergisfélaga í St. George en nágrannar lýsa Robinson sem hlédrægum og að þeir hafi sjaldan séð hann. „Hann talaði aldrei við neinn,“ segir hinn 18 ára nágranni Josh Kemp. „Hann var samt alltaf að blasta tónlist með herbergisfélaganum sínum.” Robinson er enn í haldi.
Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Skotvopn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira