Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. september 2025 11:53 Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lýsti frumvarpinu sem litlausu og gekkst Daði við því. Það væri hann einnig sjálfur. vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í því er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Áður hafði verið gert ráð fyrir mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Daði Már hefur lýst fjárlögunum sem aðhaldssömum. „Þessi nálgun í frumvarpinu stuðlar að hjöðnun verðbólgu og lægra vaxtastigi. Hún styður við bætt lífskjör og tryggir að við eigum fyrir þeim. Tilgangur ríkisfjármálanna er þegar öllu er á botnin hvolt að veita þjónustu. Við munum tryggja að ríkið geti sinnt því hlutverki án þess að börnin okkar þurfi að borga brúsann,“ sagði Daði í ræðustól Alþingis í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði til frumvarps sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram um sölu á Landsbankanum. vísir/Arnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu frumvarpinu sem vonbrigðum og spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvers vegna ekki væri stefnt að hallalausum fjárlögum. Hægur vandi væri að ná niður halla sem teljist svo lítill í heildarsamhenginu. Þingmenn flokksins hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fjármálaráðherra fái heimild til að selja hlut ríkissins í Landsbankanum og áætla að salan gæti skilað 200 milljörðum. Guðlaugur sagði að slík heimild væri til þess fallin að ná niður halla og lækka skuldir ríkissjóðs. „Til þess að huga nú að börnunum okkar þannig að þau þurfi ekki að greiða niður skuldirnar okkar,“ sagði Guðlaugur. Daði svarði ekki efnislega athugasemdum Guðlaugs um Landsbankann en sagðist þó taka vel á móti góðum hugmyndum þingmanna við meðferð málsins á Alþingi. Endurspeglar eigin karakter Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, lýsti frumvarpinu sem litlausu - og tók Daði raunar undir þá gagnrýni. „Þeir sem mig þekkja geta nú kannski staðfest að það má túlka það þannig að útlit fjárlaganna endurspegli karakter fjármálaráðherrans. Ég hef að jafnaði verið þekktur fyrir að vera frekar litlaus og þetta endurspeglar kannski það að ég er meðvitaður um þann eiginleika í mínu fari,“ sagði Daði glettinn á þingi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í því er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Áður hafði verið gert ráð fyrir mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Daði Már hefur lýst fjárlögunum sem aðhaldssömum. „Þessi nálgun í frumvarpinu stuðlar að hjöðnun verðbólgu og lægra vaxtastigi. Hún styður við bætt lífskjör og tryggir að við eigum fyrir þeim. Tilgangur ríkisfjármálanna er þegar öllu er á botnin hvolt að veita þjónustu. Við munum tryggja að ríkið geti sinnt því hlutverki án þess að börnin okkar þurfi að borga brúsann,“ sagði Daði í ræðustól Alþingis í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði til frumvarps sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram um sölu á Landsbankanum. vísir/Arnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu frumvarpinu sem vonbrigðum og spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvers vegna ekki væri stefnt að hallalausum fjárlögum. Hægur vandi væri að ná niður halla sem teljist svo lítill í heildarsamhenginu. Þingmenn flokksins hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fjármálaráðherra fái heimild til að selja hlut ríkissins í Landsbankanum og áætla að salan gæti skilað 200 milljörðum. Guðlaugur sagði að slík heimild væri til þess fallin að ná niður halla og lækka skuldir ríkissjóðs. „Til þess að huga nú að börnunum okkar þannig að þau þurfi ekki að greiða niður skuldirnar okkar,“ sagði Guðlaugur. Daði svarði ekki efnislega athugasemdum Guðlaugs um Landsbankann en sagðist þó taka vel á móti góðum hugmyndum þingmanna við meðferð málsins á Alþingi. Endurspeglar eigin karakter Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, lýsti frumvarpinu sem litlausu - og tók Daði raunar undir þá gagnrýni. „Þeir sem mig þekkja geta nú kannski staðfest að það má túlka það þannig að útlit fjárlaganna endurspegli karakter fjármálaráðherrans. Ég hef að jafnaði verið þekktur fyrir að vera frekar litlaus og þetta endurspeglar kannski það að ég er meðvitaður um þann eiginleika í mínu fari,“ sagði Daði glettinn á þingi.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira