Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. september 2025 14:00 Jóhannes Þór Skúlason og Halla Gunnarsdóttir. Samsett Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin. Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræddu nýja atvinnustefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í Sprengisandi í morgun. Þau sammælast um að ný atvinnustefna ríkisstjórnarinnar geti verið af því góða. Hins vegar séu nokkrir hlutir sem þurfi að huga betur að. „Þess vegna höfum við lagt mesta áherslu á þetta, eins og við gerum eiginlega alltaf, að hlutverki ríkisins gagnvart atvinnugreinum sé fyrst og fremst að skapa þeim skynsamlegar rekstraraðstæður. Að það sé hægt að stofna fyrirtæki og reka þau án þess að það séu of miklar flækjur“ sagði Jóhannes Þór. Hann telur það einnig vera vandamál að fulltrúar stjórnvalda tali frekar út frá tilfinningum og hugmyndum heldur en staðreyndum og opinberum gögnum. „Ef menn skoða gögnin þá sést að á þessum síðustu sjö árum hefur fjölgun erlends vinnuafls í ferðaþjónustu ekki verið nema tíu prósent af heildarfjölgun landsins. Þannig það er af og frá að ferðaþjónusta sé meginvaldur að fólksfjölgun eða innflutningur erlends vinnuafls á síðustu sjö árum.“ Vill ekki bara miða árangur við verga landsframleiðslu Halla segist fyrst og fremst hafa áhuga á hver eigi að vinna störfin sem ríkisstjórnin hyggst skapa með atvinnustefnunni. „Það er allt fólkið sem á að vinna þessi störf og hvernig störf það eru sem við erum að búa til. Það er þannig að það er að verða ofboðslega mikil breyting á störfum og stefnumótun þarf að taka mið af því,“ segir hún. Þá leggur hún til að íslensk haldi áfram vegferð sinni með Skotlandi og Nýja-Sjálandi að þróa mælikvarða fyrir árangur sem miða ekki bara við verga landframleiðslu. „Þetta er tilraun til að mæla fleira en bara verga landsframleiðslu. Það eru bara samfélagslegir þættir, sjálfbærni og almenn velsæld. Ég held að þessir mælikvarðar séu góðir og hvet stjórnvöld til að notast við þá,“ segir Halla. Hér er einungis stilkað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Stéttarfélög Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sprengisandur Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræddu nýja atvinnustefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í Sprengisandi í morgun. Þau sammælast um að ný atvinnustefna ríkisstjórnarinnar geti verið af því góða. Hins vegar séu nokkrir hlutir sem þurfi að huga betur að. „Þess vegna höfum við lagt mesta áherslu á þetta, eins og við gerum eiginlega alltaf, að hlutverki ríkisins gagnvart atvinnugreinum sé fyrst og fremst að skapa þeim skynsamlegar rekstraraðstæður. Að það sé hægt að stofna fyrirtæki og reka þau án þess að það séu of miklar flækjur“ sagði Jóhannes Þór. Hann telur það einnig vera vandamál að fulltrúar stjórnvalda tali frekar út frá tilfinningum og hugmyndum heldur en staðreyndum og opinberum gögnum. „Ef menn skoða gögnin þá sést að á þessum síðustu sjö árum hefur fjölgun erlends vinnuafls í ferðaþjónustu ekki verið nema tíu prósent af heildarfjölgun landsins. Þannig það er af og frá að ferðaþjónusta sé meginvaldur að fólksfjölgun eða innflutningur erlends vinnuafls á síðustu sjö árum.“ Vill ekki bara miða árangur við verga landsframleiðslu Halla segist fyrst og fremst hafa áhuga á hver eigi að vinna störfin sem ríkisstjórnin hyggst skapa með atvinnustefnunni. „Það er allt fólkið sem á að vinna þessi störf og hvernig störf það eru sem við erum að búa til. Það er þannig að það er að verða ofboðslega mikil breyting á störfum og stefnumótun þarf að taka mið af því,“ segir hún. Þá leggur hún til að íslensk haldi áfram vegferð sinni með Skotlandi og Nýja-Sjálandi að þróa mælikvarða fyrir árangur sem miða ekki bara við verga landframleiðslu. „Þetta er tilraun til að mæla fleira en bara verga landsframleiðslu. Það eru bara samfélagslegir þættir, sjálfbærni og almenn velsæld. Ég held að þessir mælikvarðar séu góðir og hvet stjórnvöld til að notast við þá,“ segir Halla. Hér er einungis stilkað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Stéttarfélög Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sprengisandur Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira