Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2025 11:02 Niclas Füllkrug er auðþekkjanlegur á tönninni sem virðist vanta í hann. getty/Jacques Feeney Strákarnir í Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar, leituðu ráða hjá þúsundþjalasmiðnum Rúrik Gíslasyni hvað ætti að gera með tvo þýska leikmenn í Fantasy. Leikmennirnir sem um ræðir um þeir Florian Wirtz hjá Liverpool og Niclas Füllkrug hjá West Ham United. Rúrik þekkir vel til þess síðarnefnda en þeir léku saman hjá Nürnberg. Sindri Kamban er með Füllkrug í sínu liði í Fantasy en Albert Þór Guðmundsson spurði Rúrik hvort ekki væri best að selja þýska framherjann. „Einfalda svarið er jú, klárlega. Hann kom í fyrra og meiddist. Það er ógeðslega mikilvægt fyrir hann að gera þetta vel núna. Mér finnst ég skynja á honum að vilja ógeðslega mikið en vera ekki neitt sjálfstraust og það er oft mjög slæm blanda,“ sagði Rúrik um Füllkrug. Rúrik Gíslason í leik með Nürnberg.getty/TF-Images Hann sagðist eitt sinn hafa spurt Füllkrug hvort hann ætlaði ekki láta laga í sér tennurnar en það er eins og það vanti eina slíka í stellið hans. „Ég spurði hann einu sinni út í þetta. Ég hef gaman af því þegar fólk er með fallegar tennur og er blátt áfram og sagði við hann: Það er eins og það vanti í þig eina tönn. Hann sagði að ef hann myndi fara og láta gera við tennurnar myndi þetta einkennisútlitseinkenni hans fara. Það er útpælt að gera ekkert í þessu. Hann sagði mér þetta á sínum tíma og mér fannst þetta sérstakt. Honum finnst þetta töff en það eru stundum Þjóðverjar sem finnast þeir vera töff sem eru ekki töff,“ sagði Rúrik. Ekki viss um að hann standi undir pressunni Albert er að vandræðast með hvað hann eigi að gera við Wirtz og leitaði ráða hjá Rúrik. „Án þess að styggja Liverpool-aðdáendur Íslands sem ég hef margoft gert í gegnum Viaplay þættina. Það má ekki blása á þá því þá verður allt vitlaust,“ sagði Rúrik. „Fyrir mitt leyti hef ég smá áhyggjur af þessu því ég veit að þetta er ótrúlega góður gæi og veit líka að munurinn á enska umhverfinu og því þýska er fáránlega mikill. Á Englandi kemstu lengra áfram því meiri skíthæll sem þú ert. Mér finnst smá Timo Werner og Kai Havertz lykt af þessu. Þetta hefur ekki litið vel út. Hann er með tvö skot á mark í þremur leikjum, fjögur skot allt í allt.“ Wirtz var keyptur dýrum dómum frá Bayer Leverkusen og Rúrik hefur áhyggjur af því að hann ráði ekki við pressuna sem fylgir verðmiðanum. „Til standast pressu þarftu að vera tilbúinn að gefa fólki fingurinn og vera stór og mikill sem ég veit að hann er ekki. Hann er svona elsku kútur og ég hef smá áhyggjur af þessu,“ sagði Rúrik. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Leikmennirnir sem um ræðir um þeir Florian Wirtz hjá Liverpool og Niclas Füllkrug hjá West Ham United. Rúrik þekkir vel til þess síðarnefnda en þeir léku saman hjá Nürnberg. Sindri Kamban er með Füllkrug í sínu liði í Fantasy en Albert Þór Guðmundsson spurði Rúrik hvort ekki væri best að selja þýska framherjann. „Einfalda svarið er jú, klárlega. Hann kom í fyrra og meiddist. Það er ógeðslega mikilvægt fyrir hann að gera þetta vel núna. Mér finnst ég skynja á honum að vilja ógeðslega mikið en vera ekki neitt sjálfstraust og það er oft mjög slæm blanda,“ sagði Rúrik um Füllkrug. Rúrik Gíslason í leik með Nürnberg.getty/TF-Images Hann sagðist eitt sinn hafa spurt Füllkrug hvort hann ætlaði ekki láta laga í sér tennurnar en það er eins og það vanti eina slíka í stellið hans. „Ég spurði hann einu sinni út í þetta. Ég hef gaman af því þegar fólk er með fallegar tennur og er blátt áfram og sagði við hann: Það er eins og það vanti í þig eina tönn. Hann sagði að ef hann myndi fara og láta gera við tennurnar myndi þetta einkennisútlitseinkenni hans fara. Það er útpælt að gera ekkert í þessu. Hann sagði mér þetta á sínum tíma og mér fannst þetta sérstakt. Honum finnst þetta töff en það eru stundum Þjóðverjar sem finnast þeir vera töff sem eru ekki töff,“ sagði Rúrik. Ekki viss um að hann standi undir pressunni Albert er að vandræðast með hvað hann eigi að gera við Wirtz og leitaði ráða hjá Rúrik. „Án þess að styggja Liverpool-aðdáendur Íslands sem ég hef margoft gert í gegnum Viaplay þættina. Það má ekki blása á þá því þá verður allt vitlaust,“ sagði Rúrik. „Fyrir mitt leyti hef ég smá áhyggjur af þessu því ég veit að þetta er ótrúlega góður gæi og veit líka að munurinn á enska umhverfinu og því þýska er fáránlega mikill. Á Englandi kemstu lengra áfram því meiri skíthæll sem þú ert. Mér finnst smá Timo Werner og Kai Havertz lykt af þessu. Þetta hefur ekki litið vel út. Hann er með tvö skot á mark í þremur leikjum, fjögur skot allt í allt.“ Wirtz var keyptur dýrum dómum frá Bayer Leverkusen og Rúrik hefur áhyggjur af því að hann ráði ekki við pressuna sem fylgir verðmiðanum. „Til standast pressu þarftu að vera tilbúinn að gefa fólki fingurinn og vera stór og mikill sem ég veit að hann er ekki. Hann er svona elsku kútur og ég hef smá áhyggjur af þessu,“ sagði Rúrik. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02