„Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 20:19 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var með skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar á fundinum í dag. vísir/viktor freyr Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. Margmenni kom saman hér í Reykjavík í dag og sex öðrum bæjarfélögum á fjöldafundum undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði til að krefjast aðgerða frá stjórnvöldum vegna ástandsins á Gaza. Fundir fóru jafnframt fram á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis en 185 félög stóðu fyrir mótmælunum. Tæp tvö ár eru síðan Hamas gerði árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaður Ísraelshers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir og hungursneyð og mannúðarkrísa hefur ríkt á svæðinu. Ísraelski herinn hefur bætt verulega í árásir undanfarið og ætlar sér að hertaka Gaza-borg. Íbúum var í dag gert að yfirgefa borgina. Í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir frá mótmælunum við Austurvöll í dag en Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda, segir ákall Íslendinga eftir aðgerðum aldrei hafa verið skýrar. „Ég get ekki neitað því hvað við erum mörg komin saman hér á Austurvelli og auðvitað víðar um land. ÉG veit að það eru fleiri þar um land allt.“ Ertu vongóð um að stjórnvöld muni hlusta á ykkur eftir þessi mótmæli? „Ég held að þau eigi ekki margra kosta völ núna. Við viljum aðgerðir strax, við viljum ekki fleiri innantóm orð.“ Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda mótmæla.vísir/viktor freyr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, tók til máls á fundinum og krafðist þess að stjórnvöld slíti sambandi við Ísrael. Finnst þér vinnubrögð utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar gagnrýnisverð hingað til? „Nei við skulum bara horfa til framtíðar. Ríkisstjórnin er að hittast núna og ræða aðgerðir vegna þjóðarmorðs á Gaza og ég vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta. Ég myndi til dæmis vilja sjá það að við drögum okkur úr fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. Við eigum að stöðva viðskipti við Ísrael sem hafa því miður frekar verið að aukast heldur en hitt.“ Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull, sem hefur búið hér á landi frá sextán ára aldri sagði að um tilfinningaþrunginn dag væri að ræða. Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull.vísir/viktor freyr „Þegar ég var að skrifa ræðuna mína þá var ég að taka út það sem ég treysti mér ekki til að segja því þetta er mjög erfitt og það er rosa erfitt að horfa á þetta. Ég tek þetta mjög nærri mér. Allir sem eru komnir hér í dag samþykkja ekki þetta þjóðarmorð. Það skiptir öllu máli fyrir fólk í Palestínu að vita hver stendur með þeim og vita af okkur í dag. Það gefur þeim styrk til að halda áfram.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Margmenni kom saman hér í Reykjavík í dag og sex öðrum bæjarfélögum á fjöldafundum undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði til að krefjast aðgerða frá stjórnvöldum vegna ástandsins á Gaza. Fundir fóru jafnframt fram á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis en 185 félög stóðu fyrir mótmælunum. Tæp tvö ár eru síðan Hamas gerði árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaður Ísraelshers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir og hungursneyð og mannúðarkrísa hefur ríkt á svæðinu. Ísraelski herinn hefur bætt verulega í árásir undanfarið og ætlar sér að hertaka Gaza-borg. Íbúum var í dag gert að yfirgefa borgina. Í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir frá mótmælunum við Austurvöll í dag en Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda, segir ákall Íslendinga eftir aðgerðum aldrei hafa verið skýrar. „Ég get ekki neitað því hvað við erum mörg komin saman hér á Austurvelli og auðvitað víðar um land. ÉG veit að það eru fleiri þar um land allt.“ Ertu vongóð um að stjórnvöld muni hlusta á ykkur eftir þessi mótmæli? „Ég held að þau eigi ekki margra kosta völ núna. Við viljum aðgerðir strax, við viljum ekki fleiri innantóm orð.“ Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda mótmæla.vísir/viktor freyr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, tók til máls á fundinum og krafðist þess að stjórnvöld slíti sambandi við Ísrael. Finnst þér vinnubrögð utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar gagnrýnisverð hingað til? „Nei við skulum bara horfa til framtíðar. Ríkisstjórnin er að hittast núna og ræða aðgerðir vegna þjóðarmorðs á Gaza og ég vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta. Ég myndi til dæmis vilja sjá það að við drögum okkur úr fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. Við eigum að stöðva viðskipti við Ísrael sem hafa því miður frekar verið að aukast heldur en hitt.“ Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull, sem hefur búið hér á landi frá sextán ára aldri sagði að um tilfinningaþrunginn dag væri að ræða. Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull.vísir/viktor freyr „Þegar ég var að skrifa ræðuna mína þá var ég að taka út það sem ég treysti mér ekki til að segja því þetta er mjög erfitt og það er rosa erfitt að horfa á þetta. Ég tek þetta mjög nærri mér. Allir sem eru komnir hér í dag samþykkja ekki þetta þjóðarmorð. Það skiptir öllu máli fyrir fólk í Palestínu að vita hver stendur með þeim og vita af okkur í dag. Það gefur þeim styrk til að halda áfram.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira