Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 13:38 Mótmæli fara fram um allt land í dag. vísir/anton Mótmælin Þjóð gegn þjóðarmorði hefjast klukkan tvö um allt land en komið verður saman í sjö bæjarfélögum. Skipuleggjandi á Akureyri segist finna fyrir miklum meðbyr. Nöfn myrtra barna í Ísrael og Palestínu verða lesin upp í Glerárkirkju sem mun taka allan dag. Fjöldafundir munu fara fram í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis í dag og er búist við margmenni víðast hvar. 185 félög standa að fundunum en markmið þeirra er að sýna íbúum á Gaza samstöðu og krefjast aðgerða frá ríkisstjórninni til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Eitt ár og 324 dagar eru síðan Hamas gerðu árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaðar Ísraelhers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir. Oddný Björg Rafnsdóttir, einn skipuleggjenda mótmælanna á Akureyri, segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum meðbyr og núna. „Ég vonast eftir sem flestum. Sólin skín og mér finnst vera baráttuhugur í fólki. Mér finnst vera orðin svona almenn hneykslun í samfélaginu og nú sé fólk tilbúið að koma og mæta og segja að það standi gegn þjóðarmorði.“ Drífa Snædal, talskona stígamóta er fundarstjóri á Akureyri og þá munu fjölmargir fara með ræðu ásamt tónlistaratriðum. „Síðan verða leiklesin bréf frá Gaza. Það verða lesin bréf frá móður á gaza og bréf frá föður á gaza. Edda Björgvinsdóttir mun lesa móður og Hlynur Hallsson, forstöðumaður myndlistarsafnsins á Akureyri, mun lesa föður.“ Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar Hildur Eir Bolladóttir prestur, Katla Ósk Káradóttir, fulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara fara með ræður en Svavar Knútur, Ösp Kristjánsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sjá um tónlistaratriði. Prestar í Glerárkirkju standa fyrir gjörningi í allan dag. „Þar er búið að lesa núna, upp nöfn allra ísraelskra barna sem voru myrt 7. október. Núna stendur yfir lestur nafna þeirra barna á Gaza sem hafa verið myrt. Sá lestur mun líklega standa yfir í sjö klukkustundir. Þetta er það mikið af nöfnum. Ég vona að nú sjái stjórnvöld að það verði að grípa til alvöru aðgerða.“ Palestína Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Fjöldafundir munu fara fram í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis í dag og er búist við margmenni víðast hvar. 185 félög standa að fundunum en markmið þeirra er að sýna íbúum á Gaza samstöðu og krefjast aðgerða frá ríkisstjórninni til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Eitt ár og 324 dagar eru síðan Hamas gerðu árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaðar Ísraelhers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir. Oddný Björg Rafnsdóttir, einn skipuleggjenda mótmælanna á Akureyri, segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum meðbyr og núna. „Ég vonast eftir sem flestum. Sólin skín og mér finnst vera baráttuhugur í fólki. Mér finnst vera orðin svona almenn hneykslun í samfélaginu og nú sé fólk tilbúið að koma og mæta og segja að það standi gegn þjóðarmorði.“ Drífa Snædal, talskona stígamóta er fundarstjóri á Akureyri og þá munu fjölmargir fara með ræðu ásamt tónlistaratriðum. „Síðan verða leiklesin bréf frá Gaza. Það verða lesin bréf frá móður á gaza og bréf frá föður á gaza. Edda Björgvinsdóttir mun lesa móður og Hlynur Hallsson, forstöðumaður myndlistarsafnsins á Akureyri, mun lesa föður.“ Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar Hildur Eir Bolladóttir prestur, Katla Ósk Káradóttir, fulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara fara með ræður en Svavar Knútur, Ösp Kristjánsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sjá um tónlistaratriði. Prestar í Glerárkirkju standa fyrir gjörningi í allan dag. „Þar er búið að lesa núna, upp nöfn allra ísraelskra barna sem voru myrt 7. október. Núna stendur yfir lestur nafna þeirra barna á Gaza sem hafa verið myrt. Sá lestur mun líklega standa yfir í sjö klukkustundir. Þetta er það mikið af nöfnum. Ég vona að nú sjái stjórnvöld að það verði að grípa til alvöru aðgerða.“
Palestína Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira