Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 12:06 Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. sýn Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir. Greint var frá því í gær að samráðsnefnd fjármálaráðuneytisins hefur ákveðið að ráðast í formlega rannsókn á innflutningi kísilmálms frá Kína sem PCC segir seldan á undirboðskjörum. PCC lagði fram kæru sína í apríl og hefur ráðuneytið verið með málið til skoðunar síðan þá. Formleg rannsókn er ekki hafin en samkvæmt ráðuneytinu eru vonir bundnar við að hún hefjist fyrir lok september. „Höfum ekkert gríðarlegan tíma“ Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka, fagnar þessu en ef fallist er á kröfu fyrirtækisins verða lagðir tollar á innflutning umrædds kísils. „Við höfðum alltaf trú á því að okkar rök væru sterk og það væri ástæða til að skoða málið frekar. Við fögnum því bara gífurlega að málið sé komið af stað. Þetta er kannski svona fyrsti vonarneistinn í kringum Bakka í nokkra mánuði. Þetta er ákveðinn áfangi í baráttunni hjá okkur á Bakka og samfélaginu í Húsavík og Norðurþingi að geta hafið reksturinn á ný. En engu að síður, við höfum ekkert gríðarlegan tíma.“ Biðlar til stjórnvalda að leggja bráðabirgðatoll á innflutning Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Reksturinn var stöðvaður vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu. „Við vonum bara að nefndin vinni hratt og vel. Sambærileg mál taka um tólf mánuði í Evrópu en það eru þá vanalega af miklu stærri stærðargráðu. Þetta er tiltölulega einfalt mál. Þetta eru fáir aðilar að málinu. Við vonum bara að þetta takist eins fljótt og hægt er.“ Hann biðlar til stjórnvalda að grípa til ráðstafanna. „Við höfum verið að ræða við þingmenn að samkvæmt tollalögum þá er heimilt samkvæmt 136. grein að setja á bráðabirgðatolla á meðan á rannsókn er í gangi ef hún tekur of langan tíma. Ég vil hvetja alþingismenn til að skoða það og hef bent á það með á fundum mínum með þeim og þingnefndum.“ Kína Norðurþing Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Greint var frá því í gær að samráðsnefnd fjármálaráðuneytisins hefur ákveðið að ráðast í formlega rannsókn á innflutningi kísilmálms frá Kína sem PCC segir seldan á undirboðskjörum. PCC lagði fram kæru sína í apríl og hefur ráðuneytið verið með málið til skoðunar síðan þá. Formleg rannsókn er ekki hafin en samkvæmt ráðuneytinu eru vonir bundnar við að hún hefjist fyrir lok september. „Höfum ekkert gríðarlegan tíma“ Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka, fagnar þessu en ef fallist er á kröfu fyrirtækisins verða lagðir tollar á innflutning umrædds kísils. „Við höfðum alltaf trú á því að okkar rök væru sterk og það væri ástæða til að skoða málið frekar. Við fögnum því bara gífurlega að málið sé komið af stað. Þetta er kannski svona fyrsti vonarneistinn í kringum Bakka í nokkra mánuði. Þetta er ákveðinn áfangi í baráttunni hjá okkur á Bakka og samfélaginu í Húsavík og Norðurþingi að geta hafið reksturinn á ný. En engu að síður, við höfum ekkert gríðarlegan tíma.“ Biðlar til stjórnvalda að leggja bráðabirgðatoll á innflutning Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Reksturinn var stöðvaður vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu. „Við vonum bara að nefndin vinni hratt og vel. Sambærileg mál taka um tólf mánuði í Evrópu en það eru þá vanalega af miklu stærri stærðargráðu. Þetta er tiltölulega einfalt mál. Þetta eru fáir aðilar að málinu. Við vonum bara að þetta takist eins fljótt og hægt er.“ Hann biðlar til stjórnvalda að grípa til ráðstafanna. „Við höfum verið að ræða við þingmenn að samkvæmt tollalögum þá er heimilt samkvæmt 136. grein að setja á bráðabirgðatolla á meðan á rannsókn er í gangi ef hún tekur of langan tíma. Ég vil hvetja alþingismenn til að skoða það og hef bent á það með á fundum mínum með þeim og þingnefndum.“
Kína Norðurþing Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent