Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. september 2025 09:45 Lögreglustöðin í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Hlutfallslega eru langflestir lögreglumenn í embætti Lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Meirihlutinn af þeim fimmtíu nýju stöðugildum innan lögreglunnar sem dómsmálaráðherra boðaði í vor fara til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í byrjun árs boðaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að fjölga ætti stöðugildum innan lögreglunnar um fimmtíu. Einnig á að fjölga þeim sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. 96 hófu nám nú í haust en alls stunda nú 176 nemendur nám við lögreglufræði og því búist við metfjölda brautskráðra næstu árin. „Bent var á að heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins. Stöðugildunum fimmtíu var skipt niður á lögregluembætti landsins með tilliti til hlutfalls starfandi lögreglumanna á hverja tíu þúsund íbúa. Hlutfallslega fæstir á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu eru rétt rúmlega 39 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa á Suðurnesjum. Um átta prósent allra íbúa á landinu búa á Suðurnesjunum, jafn mikið og í embættum Lögreglunnar á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Hins vegar eru ekki jafn margir lögreglumenn í þeim embættum. Á Suðurlandi eru tæpir 25 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa og 25 á Norðurlandi eystra. Á eftir embættinu á Suðurnesjum er embættið á Vestfjörðum þar sem rúmir 36 lögreglumenn eru á hverja tíu þúsund íbúa en tvö prósent þjóðarinnar búa innan embættisins. Á Norðurlandi vestra búa önnur tvö prósent þjóðarinnar en þar má finna þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Í Vestmannaeyjum býr einungis eitt prósent landsmanna, sem hefur 31,5 lögregluþjón á hverja tíu þúsund íbúa. Á höfuðborgarsvæðinu er einungis rúmlega þrettán lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa en 64 prósent landsmanna búa í embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslega eru því langfæstir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu. Í embætti Lögreglunnar á Austurlandi, þar sem þrjú prósent landsmanna búa, eru tæplega þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Vesturlandsbúar eru um fimm prósent þjóðarinnar og í embætti Lögreglunnar á Vesturlandi eru rúmlega 26 lögregluþjónar, fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Enginn til Vestmannaeyja Í ljósi þess að lægsta hlutfall lögreglumanna á landinu var á höfuðborgarsvæðinu fóru 28 af fimmtíu stöðugildunum í embætti hennar. Þar á eftir fékk embætti Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sex stöðugildi og Lögreglan á Suðurlandi fjögur. Þrátt fyrir hátt hlutfall lögreglumanna á Suðurnesjunum fékk embættið þar þrjú stöðugildi, fleiri heldur en Lögreglan á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og Ríkislögreglustjóri sem öll fengu tvö stöðugildi hver í sinn hlut. Ekkert af þeim fimmtíu stöðugildum dómsmálaráðherra fór til embættis Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fékk þá eitt stöðugildi. Ráðuneytið hafði ekki upplýsingar um hvort að stöðugildin hafi verið fyllt heldur falli það í hlut lögreglustjóra að ráða lögregluþjóna. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Í byrjun árs boðaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að fjölga ætti stöðugildum innan lögreglunnar um fimmtíu. Einnig á að fjölga þeim sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. 96 hófu nám nú í haust en alls stunda nú 176 nemendur nám við lögreglufræði og því búist við metfjölda brautskráðra næstu árin. „Bent var á að heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins. Stöðugildunum fimmtíu var skipt niður á lögregluembætti landsins með tilliti til hlutfalls starfandi lögreglumanna á hverja tíu þúsund íbúa. Hlutfallslega fæstir á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu eru rétt rúmlega 39 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa á Suðurnesjum. Um átta prósent allra íbúa á landinu búa á Suðurnesjunum, jafn mikið og í embættum Lögreglunnar á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Hins vegar eru ekki jafn margir lögreglumenn í þeim embættum. Á Suðurlandi eru tæpir 25 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa og 25 á Norðurlandi eystra. Á eftir embættinu á Suðurnesjum er embættið á Vestfjörðum þar sem rúmir 36 lögreglumenn eru á hverja tíu þúsund íbúa en tvö prósent þjóðarinnar búa innan embættisins. Á Norðurlandi vestra búa önnur tvö prósent þjóðarinnar en þar má finna þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Í Vestmannaeyjum býr einungis eitt prósent landsmanna, sem hefur 31,5 lögregluþjón á hverja tíu þúsund íbúa. Á höfuðborgarsvæðinu er einungis rúmlega þrettán lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa en 64 prósent landsmanna búa í embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslega eru því langfæstir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu. Í embætti Lögreglunnar á Austurlandi, þar sem þrjú prósent landsmanna búa, eru tæplega þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Vesturlandsbúar eru um fimm prósent þjóðarinnar og í embætti Lögreglunnar á Vesturlandi eru rúmlega 26 lögregluþjónar, fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Enginn til Vestmannaeyja Í ljósi þess að lægsta hlutfall lögreglumanna á landinu var á höfuðborgarsvæðinu fóru 28 af fimmtíu stöðugildunum í embætti hennar. Þar á eftir fékk embætti Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sex stöðugildi og Lögreglan á Suðurlandi fjögur. Þrátt fyrir hátt hlutfall lögreglumanna á Suðurnesjunum fékk embættið þar þrjú stöðugildi, fleiri heldur en Lögreglan á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og Ríkislögreglustjóri sem öll fengu tvö stöðugildi hver í sinn hlut. Ekkert af þeim fimmtíu stöðugildum dómsmálaráðherra fór til embættis Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fékk þá eitt stöðugildi. Ráðuneytið hafði ekki upplýsingar um hvort að stöðugildin hafi verið fyllt heldur falli það í hlut lögreglustjóra að ráða lögregluþjóna. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira