Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2025 21:02 Birna G. Ásbjörnsdóttir er doktor í heilbrigðisvísindum. Vísir/Sigurjón Orkudrykkjanotkun hefur tvöfaldast á fjórum árum. Doktor í heilbrigðisvísindum segir margt í drykkjunum sem ber að varast og að þeir séu sérlega hættulegir börnum. Árið 2020 sögðust rúm sex prósent landsmanna drekka orkudrykk í það minnsta einu sinni á dag. Fjöldinn hefur aukist hægt og bítandi og í fyrra sögðust rúm tólf prósent gera það. Tvöföldun á fjórum árum. Neyslan er mest hjá konum á aldrinum átján til 34 ára en 29 prósent segjast drekka orkudrykki að minnsta kosti einu sinni á dag. Tölurnar eru svipaðar milli kynja en í hinum tveimur aldurshópunum sem Embætti landlæknis skiptir niðurstöðunum upp í má einnig sjá mikla aukningu milli ára. Koffínneysla er ekki endilega slæm að sögn Birnu G. Ásbjörnsdóttur, doktors í heilbrigðisvísindum. Hins vegar verði að gæta hófs og börn yngri en átján ára ættu alls ekki að drekka orkudrykki. „Ef við horfum á koffínið, þá getur það haft ágætis áhrif í litlum skömmtum. Vekur mann pínulítið, skerpir mann og jafnvel haft áhrif á meltingu sem er alveg plús. En í flestum tilvikum er fólk að drekka of mikið koffín, sérstaklega í þessum drykkjum sem geta verið með hátt magn af koffínu. Of mikil neysla á koffíni er klárlega ekki góð fyrir líkamann eða taugakerfið. Það getur valdið svefntruflunum, streitu og eykur mögulega líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum,“ segir Birna. Margir orkudrykkja eru auglýstir sem sykurlausir eða með örfáum kaloríum. Í þeim er þó oft að finna gervisætu eða náttúruleg sætuefni sem eru ekki sérlega holl. „Öll þessi efni hafa á einhvern hátt áhrif á meltingarveg og þarmaflóru. Og við eigum eftir að rannsaka þetta heilmikið. Við vitum ekkert alveg hver áhrifin eru og á meðan við vitum að það er einhver möguleiki á óæskilegum afleiðingum, þá er mín skoðun að við ættum að fara mjög varlega,“ segir Birna. Heilsa Orkudrykkir Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Árið 2020 sögðust rúm sex prósent landsmanna drekka orkudrykk í það minnsta einu sinni á dag. Fjöldinn hefur aukist hægt og bítandi og í fyrra sögðust rúm tólf prósent gera það. Tvöföldun á fjórum árum. Neyslan er mest hjá konum á aldrinum átján til 34 ára en 29 prósent segjast drekka orkudrykki að minnsta kosti einu sinni á dag. Tölurnar eru svipaðar milli kynja en í hinum tveimur aldurshópunum sem Embætti landlæknis skiptir niðurstöðunum upp í má einnig sjá mikla aukningu milli ára. Koffínneysla er ekki endilega slæm að sögn Birnu G. Ásbjörnsdóttur, doktors í heilbrigðisvísindum. Hins vegar verði að gæta hófs og börn yngri en átján ára ættu alls ekki að drekka orkudrykki. „Ef við horfum á koffínið, þá getur það haft ágætis áhrif í litlum skömmtum. Vekur mann pínulítið, skerpir mann og jafnvel haft áhrif á meltingu sem er alveg plús. En í flestum tilvikum er fólk að drekka of mikið koffín, sérstaklega í þessum drykkjum sem geta verið með hátt magn af koffínu. Of mikil neysla á koffíni er klárlega ekki góð fyrir líkamann eða taugakerfið. Það getur valdið svefntruflunum, streitu og eykur mögulega líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum,“ segir Birna. Margir orkudrykkja eru auglýstir sem sykurlausir eða með örfáum kaloríum. Í þeim er þó oft að finna gervisætu eða náttúruleg sætuefni sem eru ekki sérlega holl. „Öll þessi efni hafa á einhvern hátt áhrif á meltingarveg og þarmaflóru. Og við eigum eftir að rannsaka þetta heilmikið. Við vitum ekkert alveg hver áhrifin eru og á meðan við vitum að það er einhver möguleiki á óæskilegum afleiðingum, þá er mín skoðun að við ættum að fara mjög varlega,“ segir Birna.
Heilsa Orkudrykkir Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira