Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2025 07:14 Guðrún Björk Kristmundsdóttir tók á sínum tíma við rekstrinum af föður sínum, Kristmundi Elí Jónssyni. Vísir/Vilhelm Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, er látin, 63 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun en Guðrún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fyrsta dag septembermánaðar eftir erfið veikindi. Guðrún fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1962 og þriðja í röð fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru Sigríður Júlíusdóttir og Kristmundur Elí Jónsson. Guðrún stýrði Bæjarins bestu pylsum um margra ára skeið en það var afi hennar, Jón Sveinsson, sem var meðal þeirra sem hófu rekstur Bæjarins beztu árið 1937. Kristmundur, faðir Guðrúnar, tók svo við rekstrinum af föður sínum um stýrði fyrirtækinu í áratugi. Í tíð Guðrúnar sem framkvæmdastjóri stækkaði Bæjarins beztu mikið og hefur sölustöðum fjölgað á síðustu árum. Eru sölustaðirnir nú tólf talsins að því er segir á heimasíðu Bæjarins beztu. Baldur Ingi, sonur Guðrúnar og Halldórs Garðars Björnssonar, fyrrverandi eiginmanns Guðrúnar, hefur tekið við rekstrinum svo um er að ræða fjórðu kynslóðina sem stýrir fyrirtækinu. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Guðrún hafi alla tíð verið mikill Vesturbæingur og tryggur KR-ingur. Bæjarins beztu hefur um áratugaskeið verið helsti bakhjarl körfuboltadeildar KR sem Guðrún stýrði um tíma sem formaður. Þá hefur hún setið í aðalstjórn KR um árabil og í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Frá unga aldri stundaði Guðrún laxveiðar af ákefð og þá helst í Grímsá í Borgarfirði þar sem fjölskyldan þekkti vel til. Guðrún lætur eftir sig soninn Baldur Inga, sambýlismanninn Jónas Björn Björnsson, tvö stjúpbörn, Guðjón og Helgu Björgu, og þrjú barnabörn. Andlát Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu „Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 14:50 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun en Guðrún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fyrsta dag septembermánaðar eftir erfið veikindi. Guðrún fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1962 og þriðja í röð fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru Sigríður Júlíusdóttir og Kristmundur Elí Jónsson. Guðrún stýrði Bæjarins bestu pylsum um margra ára skeið en það var afi hennar, Jón Sveinsson, sem var meðal þeirra sem hófu rekstur Bæjarins beztu árið 1937. Kristmundur, faðir Guðrúnar, tók svo við rekstrinum af föður sínum um stýrði fyrirtækinu í áratugi. Í tíð Guðrúnar sem framkvæmdastjóri stækkaði Bæjarins beztu mikið og hefur sölustöðum fjölgað á síðustu árum. Eru sölustaðirnir nú tólf talsins að því er segir á heimasíðu Bæjarins beztu. Baldur Ingi, sonur Guðrúnar og Halldórs Garðars Björnssonar, fyrrverandi eiginmanns Guðrúnar, hefur tekið við rekstrinum svo um er að ræða fjórðu kynslóðina sem stýrir fyrirtækinu. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Guðrún hafi alla tíð verið mikill Vesturbæingur og tryggur KR-ingur. Bæjarins beztu hefur um áratugaskeið verið helsti bakhjarl körfuboltadeildar KR sem Guðrún stýrði um tíma sem formaður. Þá hefur hún setið í aðalstjórn KR um árabil og í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Frá unga aldri stundaði Guðrún laxveiðar af ákefð og þá helst í Grímsá í Borgarfirði þar sem fjölskyldan þekkti vel til. Guðrún lætur eftir sig soninn Baldur Inga, sambýlismanninn Jónas Björn Björnsson, tvö stjúpbörn, Guðjón og Helgu Björgu, og þrjú barnabörn.
Andlát Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu „Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 14:50 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu „Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 14:50
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent