Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2025 14:09 Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar. Vísir Samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar telur að að skýra mætti betur í lögum hver ráði fyrirkomulagi útfarar komi til deilna. Afar sjaldgæft sé að slíkt komi upp en þá reyni prestar að miðla málum. Örsjaldan þurfi þó að halda tvær kistulagningar, tvær minningarathafnir og tvær útfarir. Við sögðum í gær frá máli Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur sem gagnrýndi að hún hefði ekki fengið að hafa neitt um kistulagningu og greftrun móður sinnar að segja. Það hafi líka valdið sér ómældum sársauka að beðið var með útför móður hennar í þrjá mánuði, auk þess sem kistulagningin hafi farið fram í heimahúsi þvert gegn hennar vilja. Þegar hún hafi leitað til Biskupsstofu til að fá stuðning hafi svarið verið að miðað við lögin þá virtist við fyrstu sýn ekkert standa þar um hve lengi má geyma lík. Þá virtist eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Svar biskups til Margrétar Hugrúnar vegna málsins maí 2022. Margrét telur málið sýna að bæta þurfi löggjöf um hvað gerist milli andláts og greftrunar. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra var á sama máli fyrir rúmu ári en þá sagði hún í ræðu á þingi að það væri gat í lögunum frá því að dánarvottorð væri gefið út og þar til viðkomandi væri grafinn. Löggjafanum bæri að leita lausnar á því. Bæði maki og niðjar ráða útförinni Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar segir lög kveða á um að maki og niðjar ákveði útför hafi hinn látni ekki sett fram óskir fyrir andlát sitt. „Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu kemur skýrt fram í 1. kafla 2. grein að maki og niðjar ráði útför sé ekki vitað um vilja hins látna. Í örfáum tilvikum geta þessir einstaklingar ekki komið sér saman um hlutina og þá er það prestanna að reyna að ná sáttum. Í langflestum tilvikum tekst það. Ef það tekst ekki þá er gengið mjög langt í það að reyna að koma á móts við óskir beggja til dæmis með því að hafa tvær kistulagningarathafnir,tvær minningarathafnir og jafnvel tvær útfarir,“ segir Heimir. Hann segir að lögin séu komin til ára sinna. Mætti skýra betur hver ræður „Fjölskyldumynstur þjóðarinnar eru mun flóknari en þau voru árið 1993 þegar lögin voru samin. Þannig að það er alveg sjálfsagt mál að yfirfara þau með gagnrýnum augum. Það má alveg spyrja sig hvort skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu. Ég held að prestastéttin væri afar ánægð með að hafa skýrari ramma um þessi mál,“ segir Heimir. Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Við sögðum í gær frá máli Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur sem gagnrýndi að hún hefði ekki fengið að hafa neitt um kistulagningu og greftrun móður sinnar að segja. Það hafi líka valdið sér ómældum sársauka að beðið var með útför móður hennar í þrjá mánuði, auk þess sem kistulagningin hafi farið fram í heimahúsi þvert gegn hennar vilja. Þegar hún hafi leitað til Biskupsstofu til að fá stuðning hafi svarið verið að miðað við lögin þá virtist við fyrstu sýn ekkert standa þar um hve lengi má geyma lík. Þá virtist eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Svar biskups til Margrétar Hugrúnar vegna málsins maí 2022. Margrét telur málið sýna að bæta þurfi löggjöf um hvað gerist milli andláts og greftrunar. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra var á sama máli fyrir rúmu ári en þá sagði hún í ræðu á þingi að það væri gat í lögunum frá því að dánarvottorð væri gefið út og þar til viðkomandi væri grafinn. Löggjafanum bæri að leita lausnar á því. Bæði maki og niðjar ráða útförinni Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar segir lög kveða á um að maki og niðjar ákveði útför hafi hinn látni ekki sett fram óskir fyrir andlát sitt. „Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu kemur skýrt fram í 1. kafla 2. grein að maki og niðjar ráði útför sé ekki vitað um vilja hins látna. Í örfáum tilvikum geta þessir einstaklingar ekki komið sér saman um hlutina og þá er það prestanna að reyna að ná sáttum. Í langflestum tilvikum tekst það. Ef það tekst ekki þá er gengið mjög langt í það að reyna að koma á móts við óskir beggja til dæmis með því að hafa tvær kistulagningarathafnir,tvær minningarathafnir og jafnvel tvær útfarir,“ segir Heimir. Hann segir að lögin séu komin til ára sinna. Mætti skýra betur hver ræður „Fjölskyldumynstur þjóðarinnar eru mun flóknari en þau voru árið 1993 þegar lögin voru samin. Þannig að það er alveg sjálfsagt mál að yfirfara þau með gagnrýnum augum. Það má alveg spyrja sig hvort skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu. Ég held að prestastéttin væri afar ánægð með að hafa skýrari ramma um þessi mál,“ segir Heimir.
Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira