Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. september 2025 11:00 Helga Þórðardóttir er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. „Það hafa mjög margir jákvæðir hlutir gerst sem að fólk kannski hefur ekki tekið eftir,“ sagði Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi meðal annars nýjan námsmatsferil sem stendur til að innleiða í öllum grunnskólum landsins á skólaárinu sem nú er að hefjast. Spennt fyrir innleiðingu nýs kerfis Matsferillinn var boðaður með breytingu á lögum um grunnskóla sem samþykktar voru í sumar og er vinna þegar farin af stað við innleiðingu matsferilsins. „Það er bara í fullum gangi og þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Helga. „Það eru matstæki sem eru fyrir alla árganga grunnskóla og það var ákveðið á þingi að í þremur árgöngum er þetta skyldubundið. Það er í fjórða bekk, sjötta bekk og níunda bekk. Þetta eru stöðupróf, samræmd próf, sem er tekið á öllu landinu þannig það er hægt að bera saman árangur. Rosalega mikilvægt tæki fyrir kennara til að geta fylgst með námsframvindu nemenda hverju sinni,“ segir Helga sem telur nýja kerfið mikið fagnaðarefni. Valkvætt verður leggja fyrir sambærileg próf í öðrum árgöngum. Hún kveðst gríðarlega ánægð með hvernig málið hafi verið unnið og hún hafi fulla trú á verkefninu. Það sé þó mikið verk framundan við að innleiða nýtt kerfi sem muni gerast í nokkrum skrefum. Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýja matsferilsins og hefur afnám samræmdu prófanna sem voru og hétu sætt nokkurri gagnrýni. Tæknilegir örðuleikar við framkvæmd prófanna voru í fyrstu það sem varð til þess að hætt var að leggja prófin fyrir fyrir nokkrum árum en í framhaldinu var ráðist í undirbúning að nýju kerfi sem myndi leysa samræmdu prófin af hólmi. Fyrst nú í vetur verður nýtt kerfi innleitt. Spurð hvort hún telji að innleiðing matferilsins muni leysa allan vanda segir Helga svo ekki vera. „Þetta verður í sífelldri endurskoðun. Við megum ekki gleyma því að það er mjög mikil vinna núna framundan, og það voru sjö þúsund nemendur á öllu landinu sem tóku forpróf sem var prufukeyrt á öllu landinu, í 26 skólum og nú er verið að meta niðurstöðuna og samræma þetta,“ segir Helga. Skólayfirvöld í Reykjavík hafi lagt áherslu á að vera í þéttu samstarfi, en í borginni eru 36 skólar sem séu misvel í stakk búnir að sögn Helgu. Um sé að ræða „risa skref“ og það sé eðlilegt að innleiðing nýs matferils taki tíma og mikla vinnu. Leikskólabiðlistar séu á réttri leið Helga nýtti jafnframt tækifærið til að benda á árangur sem hún segir hafa náðst hvað snýr að leikskólum borgarinnar. Þetta sé fyrsta haustið hennar síðan hún tók sæti í borgarstjórn sem hún hafi ekki fengið bréf frá foreldrum sem kvarta yfir biðlistum eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. „Við erum búin að fjölga leikskólaplássum, það hafa aldrei verið fleiri leikskólabörn, það er miklu minni biðlisti og við erum nánast að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og ég held að það séu næstum þrjú hundruð börnum færri á biðlista,“ segir Helga. Samkvæmt tölum frá borginni sem fjallað er um á Vísi í morgun eru um 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Ef horft er til barna 18 mánaða og eldri eru þau 67. Í fyrra biðu á svipuðum tíma 653 barn og 2023 voru þau 658. Reykjavík Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Grunnskólar Bítið Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Sjá meira
„Það hafa mjög margir jákvæðir hlutir gerst sem að fólk kannski hefur ekki tekið eftir,“ sagði Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi meðal annars nýjan námsmatsferil sem stendur til að innleiða í öllum grunnskólum landsins á skólaárinu sem nú er að hefjast. Spennt fyrir innleiðingu nýs kerfis Matsferillinn var boðaður með breytingu á lögum um grunnskóla sem samþykktar voru í sumar og er vinna þegar farin af stað við innleiðingu matsferilsins. „Það er bara í fullum gangi og þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Helga. „Það eru matstæki sem eru fyrir alla árganga grunnskóla og það var ákveðið á þingi að í þremur árgöngum er þetta skyldubundið. Það er í fjórða bekk, sjötta bekk og níunda bekk. Þetta eru stöðupróf, samræmd próf, sem er tekið á öllu landinu þannig það er hægt að bera saman árangur. Rosalega mikilvægt tæki fyrir kennara til að geta fylgst með námsframvindu nemenda hverju sinni,“ segir Helga sem telur nýja kerfið mikið fagnaðarefni. Valkvætt verður leggja fyrir sambærileg próf í öðrum árgöngum. Hún kveðst gríðarlega ánægð með hvernig málið hafi verið unnið og hún hafi fulla trú á verkefninu. Það sé þó mikið verk framundan við að innleiða nýtt kerfi sem muni gerast í nokkrum skrefum. Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýja matsferilsins og hefur afnám samræmdu prófanna sem voru og hétu sætt nokkurri gagnrýni. Tæknilegir örðuleikar við framkvæmd prófanna voru í fyrstu það sem varð til þess að hætt var að leggja prófin fyrir fyrir nokkrum árum en í framhaldinu var ráðist í undirbúning að nýju kerfi sem myndi leysa samræmdu prófin af hólmi. Fyrst nú í vetur verður nýtt kerfi innleitt. Spurð hvort hún telji að innleiðing matferilsins muni leysa allan vanda segir Helga svo ekki vera. „Þetta verður í sífelldri endurskoðun. Við megum ekki gleyma því að það er mjög mikil vinna núna framundan, og það voru sjö þúsund nemendur á öllu landinu sem tóku forpróf sem var prufukeyrt á öllu landinu, í 26 skólum og nú er verið að meta niðurstöðuna og samræma þetta,“ segir Helga. Skólayfirvöld í Reykjavík hafi lagt áherslu á að vera í þéttu samstarfi, en í borginni eru 36 skólar sem séu misvel í stakk búnir að sögn Helgu. Um sé að ræða „risa skref“ og það sé eðlilegt að innleiðing nýs matferils taki tíma og mikla vinnu. Leikskólabiðlistar séu á réttri leið Helga nýtti jafnframt tækifærið til að benda á árangur sem hún segir hafa náðst hvað snýr að leikskólum borgarinnar. Þetta sé fyrsta haustið hennar síðan hún tók sæti í borgarstjórn sem hún hafi ekki fengið bréf frá foreldrum sem kvarta yfir biðlistum eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. „Við erum búin að fjölga leikskólaplássum, það hafa aldrei verið fleiri leikskólabörn, það er miklu minni biðlisti og við erum nánast að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og ég held að það séu næstum þrjú hundruð börnum færri á biðlista,“ segir Helga. Samkvæmt tölum frá borginni sem fjallað er um á Vísi í morgun eru um 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Ef horft er til barna 18 mánaða og eldri eru þau 67. Í fyrra biðu á svipuðum tíma 653 barn og 2023 voru þau 658.
Reykjavík Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Grunnskólar Bítið Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Sjá meira