Innlent

Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Glymur er einn allra hæsti foss landsins.
Glymur er einn allra hæsti foss landsins. Getty

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna konu sem hafði slasast við Paradísarfoss við Glym. Um beinbrot var að ræða.

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að tilkynning hafi borist á þriðja tímanum um beinbrotna göngukonu. Miðað við staðsetninguna var það metið sem svo að þörf væri á aðstoð þyrlusveitarinnar.

Þyrlan tók á loft skömmu fyrir klukkan þrjú og verður konan flutt til Reykjavíkur til aðhlynningar.

Fréttin hefur verið uppfærð. Slysið varð við Paradísarfoss í nágrenni Glyms. Rangt var skráð í kerfum Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×