„Erfið stund en mikilvæg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2025 12:22 Bríet Irma ásamt móður sinni og dóttur. Facebook Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. Samfélagið á Fáskrúðsfirði og nágrenni er harmi slegið eftir að Bríet Irma Ómarsdóttir, 24 ára, féll frá eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi. Stutt er frá fyrri áföllum á svæðinu, en í fyrrasumar lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi, faðir þess lést að slysförum skömmu síðar og létust tveir ungir karlmenn, annar þeirra búsettur á Fáskrúðsfirði, sviplega í ágúst og september. Þá voru hjón myrt í Neskaupstað í ágúst. Mikil samstaða Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli, segir þetta þungt fyrir íbúa svæðisins. Hann leiddi minningarathöfn um Bríeti í Fáskrúðsfjarðarkirkju á fimmtudag. „Það var mjög erfið stund. Við komum saman í kirkjunni á fimmtudaginn og það var troðfull kirkja. Svo var streymt yfir í safnaðarheimilið og skólann og það var fullt alls staðar. Það var mikil samstaða. Þetta var erfið stund en þetta var mikilvæg stund. Við höfum lært það í gegnum þessi áföll að við þurfum samfélagið að koma saman, sýna þennan samhug og hluttekningu í sorginni,“ segir Benjamín. Ónægir geðheilbrigðisinnviðir á Austurlandi Tvíburasystir Bríetar, Marín Ösp Ómarsdóttir, minntist systur sinnar í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Þar gagnrýndi hún stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í geðheilbrigðismálum á landsbyggðinni, en tíðni sjálfsvíga þar er hærri en á höfuðborgarsvæðinu. „Við getum ekki breytt því sem gerðist, en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst,“ skrifaði Marín. „Ég held að það endurspegli þessar tilfinningar sem eru ríkjandi hér. Fólk er komið með nóg af því hvernig geðheilbrigðiskerfið nær illa utan þessa viðkvæmu hópa fólks sem eru í sjálfsvígshættu. Hún nefnir það meðal annars í þessari grein að það virðist vera aukið hlutfall fólks í sjálfsvígshættu hér á Austurlandi og ekki nógu góðir innviðir. Ég held að viðbragð fólks almennt felist í þessu ákalli um að það þurfi að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ég tek heilshugar undir það. Þetta er eitt mikilvægasta atriðið sem við þurfum að skoða svo fleiri þurfi ekki að ganga í gegnum þessi þungu skref sem fjölskyldan er að ganga í gegnum núna,“ segir Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Fjarðabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Samfélagið á Fáskrúðsfirði og nágrenni er harmi slegið eftir að Bríet Irma Ómarsdóttir, 24 ára, féll frá eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi. Stutt er frá fyrri áföllum á svæðinu, en í fyrrasumar lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi, faðir þess lést að slysförum skömmu síðar og létust tveir ungir karlmenn, annar þeirra búsettur á Fáskrúðsfirði, sviplega í ágúst og september. Þá voru hjón myrt í Neskaupstað í ágúst. Mikil samstaða Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli, segir þetta þungt fyrir íbúa svæðisins. Hann leiddi minningarathöfn um Bríeti í Fáskrúðsfjarðarkirkju á fimmtudag. „Það var mjög erfið stund. Við komum saman í kirkjunni á fimmtudaginn og það var troðfull kirkja. Svo var streymt yfir í safnaðarheimilið og skólann og það var fullt alls staðar. Það var mikil samstaða. Þetta var erfið stund en þetta var mikilvæg stund. Við höfum lært það í gegnum þessi áföll að við þurfum samfélagið að koma saman, sýna þennan samhug og hluttekningu í sorginni,“ segir Benjamín. Ónægir geðheilbrigðisinnviðir á Austurlandi Tvíburasystir Bríetar, Marín Ösp Ómarsdóttir, minntist systur sinnar í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Þar gagnrýndi hún stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í geðheilbrigðismálum á landsbyggðinni, en tíðni sjálfsvíga þar er hærri en á höfuðborgarsvæðinu. „Við getum ekki breytt því sem gerðist, en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst,“ skrifaði Marín. „Ég held að það endurspegli þessar tilfinningar sem eru ríkjandi hér. Fólk er komið með nóg af því hvernig geðheilbrigðiskerfið nær illa utan þessa viðkvæmu hópa fólks sem eru í sjálfsvígshættu. Hún nefnir það meðal annars í þessari grein að það virðist vera aukið hlutfall fólks í sjálfsvígshættu hér á Austurlandi og ekki nógu góðir innviðir. Ég held að viðbragð fólks almennt felist í þessu ákalli um að það þurfi að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ég tek heilshugar undir það. Þetta er eitt mikilvægasta atriðið sem við þurfum að skoða svo fleiri þurfi ekki að ganga í gegnum þessi þungu skref sem fjölskyldan er að ganga í gegnum núna,“ segir Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Fjarðabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira