Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 06:18 Lyfjasalinn er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og gamall vinur Guðlaugs Þórs. Hann hefur verið á þingi í minna en ár. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Guðrún tilkynnti seint í gærkvöldi að hún ætlaði í dag, laugardag, að tilkynna hvern hún vildi velja sem næsta þingflokksformann. Hrókerað í valdatafli Þessar breytingar gerast í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingflokksformaður, sagði óvænt af sér sem slíkur en hún hafði gegnt því starfi í tæplega tvö ár. Hildur, sem var yfirlýst stuðningskona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu í vor, sagðist segja af sér til að forða flokknum frá innri átökum við atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Venjan er sú að flokksformaður leggi fram tillögu um þingflokksformann sem þingmenn samþykkja yfirleitt einróma. Ekki liggur fyrir hvenær þingflokkur muni greiða atkvæði um kjör Ólafs í stöðuna. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur upp á síðkastið þrátt fyrir breytingar eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur af býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og má lítið við klofningi. Tryggðarvinur Guðlaugs Þórs Óhætt er að segja að Ólafur, sem er lyfjafræðingur að mennt, sé meðal dyggustu stuðningsmanna Guðrúnar innan þingflokksins. Því til marks má nefna að hann var eini sitjandi þingmaðurinn sem fylkti sér að baki Guðrúnu þegar hún bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Af framboðsfundi Guðrúnar. Hægra megin við hana má sjá Ólaf.SYN Ólafur hefur auk þess verið vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar síðan tvímenningarnir voru saman í Menntaskólanum á Akureyri, eins og hann skrifaði um í skoðanagrein sem hann í Morgunblaðið til stuðnings Guðlaugi árið 2012. Guðrún þykir almennt hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en Guðlaugur hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/ívar Ólafur, sem er fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Akraneskaupstað, hefur litla reynslu af þingstörfum enda aðeins setið á Alþingi síðan í byrjun árs 2025. Í síðustu kosningum náði hann aftur á móti þeim árangri að hreppa fyrsta þingsæti norðvesturkjördæmis, sem Framsóknarmenn hafa yfirleitt haft. Guðrún og Ólafur eiga það sameiginlegt að koma úr atvinnulífinu en hann rak lengi Apótek Vesturlands, sem hann á enn auk Reykjavíkur Apóteks og Mollis. Auk þess var Ólafur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og spilaði meðal annars fyrir landsliðið. Ekki náðist í Ólaf Adolfsson við gerð fréttar og ekki heldur aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira
Guðrún tilkynnti seint í gærkvöldi að hún ætlaði í dag, laugardag, að tilkynna hvern hún vildi velja sem næsta þingflokksformann. Hrókerað í valdatafli Þessar breytingar gerast í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingflokksformaður, sagði óvænt af sér sem slíkur en hún hafði gegnt því starfi í tæplega tvö ár. Hildur, sem var yfirlýst stuðningskona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu í vor, sagðist segja af sér til að forða flokknum frá innri átökum við atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Venjan er sú að flokksformaður leggi fram tillögu um þingflokksformann sem þingmenn samþykkja yfirleitt einróma. Ekki liggur fyrir hvenær þingflokkur muni greiða atkvæði um kjör Ólafs í stöðuna. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur upp á síðkastið þrátt fyrir breytingar eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur af býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og má lítið við klofningi. Tryggðarvinur Guðlaugs Þórs Óhætt er að segja að Ólafur, sem er lyfjafræðingur að mennt, sé meðal dyggustu stuðningsmanna Guðrúnar innan þingflokksins. Því til marks má nefna að hann var eini sitjandi þingmaðurinn sem fylkti sér að baki Guðrúnu þegar hún bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Af framboðsfundi Guðrúnar. Hægra megin við hana má sjá Ólaf.SYN Ólafur hefur auk þess verið vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar síðan tvímenningarnir voru saman í Menntaskólanum á Akureyri, eins og hann skrifaði um í skoðanagrein sem hann í Morgunblaðið til stuðnings Guðlaugi árið 2012. Guðrún þykir almennt hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en Guðlaugur hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/ívar Ólafur, sem er fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Akraneskaupstað, hefur litla reynslu af þingstörfum enda aðeins setið á Alþingi síðan í byrjun árs 2025. Í síðustu kosningum náði hann aftur á móti þeim árangri að hreppa fyrsta þingsæti norðvesturkjördæmis, sem Framsóknarmenn hafa yfirleitt haft. Guðrún og Ólafur eiga það sameiginlegt að koma úr atvinnulífinu en hann rak lengi Apótek Vesturlands, sem hann á enn auk Reykjavíkur Apóteks og Mollis. Auk þess var Ólafur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og spilaði meðal annars fyrir landsliðið. Ekki náðist í Ólaf Adolfsson við gerð fréttar og ekki heldur aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira