„Stundum hata ég leikmenn mína“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2025 13:39 Það hefur gengið afleitlega hjá Ruben Amorim í ensku úrvalsdeildinni frá því að hann tók við Manchester United. Fall úr deildabikarnum í vikunni, gegn D-deildarliði Grimsby, hjálpaði svo ekki til. Getty/Mike Hewitt Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki ætla að breyta því hve tilfinningasamur hann sé, þar á meðal í viðtölum. Stundum hati hann eigin leikmenn og stundum elski hann þá. Amorim sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust margar af spurningunum um viðtalið sem hann fór í eftir tapið gegn Grimsby í enska deildabikarnum í vikunni. Af því viðtali að dæma mátti allt eins búast við því að Portúgalinn ætlaði sér að segja starfi sínu lausu, svo mikið virtist vonleysið og vonbrigðin yfir spilamennsku leikmanna. Portúgalinn segir kosti og galla fylgja því að vera eins tilfinningasamur og hann sé. „Stundum langar mig að hætta og stundum vil ég vera hérna næstu tuttugu árin. Stundum elska ég að vera með leikmönnum mínum og stundum vil ég ekki vera með þeim. Ég þarf að bæta þetta, það verður erfitt, en núna einbeiti ég mér að næsta leik,“ sagði Amorim en United mætir næst Burnley á morgun klukkan 14. 🗣️ "Sometimes I want to quit, sometimes I want to be here for 20 years." Ruben Amorim defended his emotional reaction after Manchester United’s defeat to Grimsby Town but admitted he wants to improve how he reacts.pic.twitter.com/qbq9ts2Ncc— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 29, 2025 Hann útskýrði nánar hvers vegna hann talaði eins og hann gerði eftir tapið gegn Grimsby: „Á þessu augnabliki var ég í miklu uppnámi og mjög vonsvikinn því mér leið á undirbúningstímabilinu eins og að við værum að verða betri, stöðugri í okkar leik. Við spiluðum illa í þrjátíu mínútur gegn Fulham og eftir svona frammistöðu gegn Grimsby þá var ég vonsvikinn. En núna er komið að nýjum leik og ég einbeiti mér að honum. Ég get sagt ykkur það í fullri hreinskilni að í hvert skipti sem við höfum eða munum tapa svona í framtíðinni, þá verð ég svona. Ég ætla að segja að stundum hata ég leikmennina mína, stundum elska ég þá, stundum vil ég verja þá. Þetta er mín leið til að gera hlutina og ég verð svona. Og ég fann fyrir því að á þessari stundu hvað ég var argur og pirraður. Og ég veit að það eru margir reynslumiklir einstaklingar sem tala um hvernig ég ætti að koma fram við fjölmiðla, að vera stöðugri, að vera rólegri. Ég ætla ekki að vera þannig,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim confirms Man Utd block Kobbie Mainoo’s exit: “I want Kobbie to stay. He needs to fight for his place, and we need Kobbie. So that is not going to change”. pic.twitter.com/xxBheIv8WN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Hann staðfesti einnig að ekki stæði til að láta miðjumanninn Kobbie Mainoo, sem verið hefur aftarlega í goggunarröðinni hjá Portúgalanum, fara frá United. „Ég vil að Kobbie sé hérna. Hann þarf að berjast fyrir sínu sæti og við þurfum Kobbie. Það er því ekki að fara að breytast.“ Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Amorim sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust margar af spurningunum um viðtalið sem hann fór í eftir tapið gegn Grimsby í enska deildabikarnum í vikunni. Af því viðtali að dæma mátti allt eins búast við því að Portúgalinn ætlaði sér að segja starfi sínu lausu, svo mikið virtist vonleysið og vonbrigðin yfir spilamennsku leikmanna. Portúgalinn segir kosti og galla fylgja því að vera eins tilfinningasamur og hann sé. „Stundum langar mig að hætta og stundum vil ég vera hérna næstu tuttugu árin. Stundum elska ég að vera með leikmönnum mínum og stundum vil ég ekki vera með þeim. Ég þarf að bæta þetta, það verður erfitt, en núna einbeiti ég mér að næsta leik,“ sagði Amorim en United mætir næst Burnley á morgun klukkan 14. 🗣️ "Sometimes I want to quit, sometimes I want to be here for 20 years." Ruben Amorim defended his emotional reaction after Manchester United’s defeat to Grimsby Town but admitted he wants to improve how he reacts.pic.twitter.com/qbq9ts2Ncc— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 29, 2025 Hann útskýrði nánar hvers vegna hann talaði eins og hann gerði eftir tapið gegn Grimsby: „Á þessu augnabliki var ég í miklu uppnámi og mjög vonsvikinn því mér leið á undirbúningstímabilinu eins og að við værum að verða betri, stöðugri í okkar leik. Við spiluðum illa í þrjátíu mínútur gegn Fulham og eftir svona frammistöðu gegn Grimsby þá var ég vonsvikinn. En núna er komið að nýjum leik og ég einbeiti mér að honum. Ég get sagt ykkur það í fullri hreinskilni að í hvert skipti sem við höfum eða munum tapa svona í framtíðinni, þá verð ég svona. Ég ætla að segja að stundum hata ég leikmennina mína, stundum elska ég þá, stundum vil ég verja þá. Þetta er mín leið til að gera hlutina og ég verð svona. Og ég fann fyrir því að á þessari stundu hvað ég var argur og pirraður. Og ég veit að það eru margir reynslumiklir einstaklingar sem tala um hvernig ég ætti að koma fram við fjölmiðla, að vera stöðugri, að vera rólegri. Ég ætla ekki að vera þannig,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim confirms Man Utd block Kobbie Mainoo’s exit: “I want Kobbie to stay. He needs to fight for his place, and we need Kobbie. So that is not going to change”. pic.twitter.com/xxBheIv8WN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Hann staðfesti einnig að ekki stæði til að láta miðjumanninn Kobbie Mainoo, sem verið hefur aftarlega í goggunarröðinni hjá Portúgalanum, fara frá United. „Ég vil að Kobbie sé hérna. Hann þarf að berjast fyrir sínu sæti og við þurfum Kobbie. Það er því ekki að fara að breytast.“
Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira