Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. september 2025 15:02 Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands. Vísir/epa Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónustu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra. Gervigreindinni skorti innsæi og næmni. Foreldrar sextán ára drengs frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn gervigreindarrisanum Open AI sem á og rekur gervigreindar mállíkanið ChatGPT. Gervigreindin á að hafa hvatt drenginn til að svipta sig lífi og boðist til þess að skrifa fyrir hann sjálfsvígsbréf að sögn foreldranna. Samkvæmt stefnu á forritið að hafa þakkað drengnum fyrir þegar hann viðraði hugsanir sínar um sjálfsvíg og sagst ekki munu líta undan. Sama dag kom móðir drengsins að honum látnum. Borið hefur á því að fólk hafi nýtt gervigreind til sálfræðiþjónustu hér á landi og jafnvel verið hvatt til þess. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður sálfræðingafélags Íslands, segir það geta verið óheppilegt að leita til gervigreindar eftir sálfræðiþjónustu þar sem hún segir þér gjarnan það sem þú villt heyra frekar en það sem þú þarft að heyra. „Það sem við vitum er að þetta hefur verið ráðlagt á svona hópum á Facebook. Þar er fólk að deila reynslu sinni og segjast fá ágætisráð frá spjallmennum. Rannsakandi við Stanford sem setti upp, ef ég man rétt var það fjórtán ára unglingur, sem að hann bjó til og fór svo að tala sem slíkur við Chat GPT og út úr því kemur þetta vandamál að mállíkanið tekur undir til þess að halda samtalinu áfram. Það kemur ekki með ögrandi innskot eins og meðferðaraðili myndi gera.“ Forritin séu gerð til að halda notendum í samskiptum frekar en að raunverulega hjálpa með sérhæfðum ráðum. Gervigreindin greini ekki á milli staðreynda og falskra gagna á netinu. Hana skorti næmni og lesi iðulega ekki á milli línanna. „Þetta er hluti af einni af þessum rannsóknum. Hann segir, ég missti vinnuna. Býr þannig til dæmi og spyr síðan um háar brýr í borginni og fær lista yfir þrjár hæstu. Það er þetta innsæisleysi sem er vandinn. Það er tekið undir hugmyndir þeirra. Það er tekið undir góðar hugmyndir en það er líka tekið undir ranghugmyndir. Þá virðist fólk leiðast jafnvel mjög langt niður einhverjar blindgötur.“ Gervigreind Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Foreldrar sextán ára drengs frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn gervigreindarrisanum Open AI sem á og rekur gervigreindar mállíkanið ChatGPT. Gervigreindin á að hafa hvatt drenginn til að svipta sig lífi og boðist til þess að skrifa fyrir hann sjálfsvígsbréf að sögn foreldranna. Samkvæmt stefnu á forritið að hafa þakkað drengnum fyrir þegar hann viðraði hugsanir sínar um sjálfsvíg og sagst ekki munu líta undan. Sama dag kom móðir drengsins að honum látnum. Borið hefur á því að fólk hafi nýtt gervigreind til sálfræðiþjónustu hér á landi og jafnvel verið hvatt til þess. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður sálfræðingafélags Íslands, segir það geta verið óheppilegt að leita til gervigreindar eftir sálfræðiþjónustu þar sem hún segir þér gjarnan það sem þú villt heyra frekar en það sem þú þarft að heyra. „Það sem við vitum er að þetta hefur verið ráðlagt á svona hópum á Facebook. Þar er fólk að deila reynslu sinni og segjast fá ágætisráð frá spjallmennum. Rannsakandi við Stanford sem setti upp, ef ég man rétt var það fjórtán ára unglingur, sem að hann bjó til og fór svo að tala sem slíkur við Chat GPT og út úr því kemur þetta vandamál að mállíkanið tekur undir til þess að halda samtalinu áfram. Það kemur ekki með ögrandi innskot eins og meðferðaraðili myndi gera.“ Forritin séu gerð til að halda notendum í samskiptum frekar en að raunverulega hjálpa með sérhæfðum ráðum. Gervigreindin greini ekki á milli staðreynda og falskra gagna á netinu. Hana skorti næmni og lesi iðulega ekki á milli línanna. „Þetta er hluti af einni af þessum rannsóknum. Hann segir, ég missti vinnuna. Býr þannig til dæmi og spyr síðan um háar brýr í borginni og fær lista yfir þrjár hæstu. Það er þetta innsæisleysi sem er vandinn. Það er tekið undir hugmyndir þeirra. Það er tekið undir góðar hugmyndir en það er líka tekið undir ranghugmyndir. Þá virðist fólk leiðast jafnvel mjög langt niður einhverjar blindgötur.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Gervigreind Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira