Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. september 2025 15:02 Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands. Vísir/epa Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónustu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra. Gervigreindinni skorti innsæi og næmni. Foreldrar sextán ára drengs frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn gervigreindarrisanum Open AI sem á og rekur gervigreindar mállíkanið ChatGPT. Gervigreindin á að hafa hvatt drenginn til að svipta sig lífi og boðist til þess að skrifa fyrir hann sjálfsvígsbréf að sögn foreldranna. Samkvæmt stefnu á forritið að hafa þakkað drengnum fyrir þegar hann viðraði hugsanir sínar um sjálfsvíg og sagst ekki munu líta undan. Sama dag kom móðir drengsins að honum látnum. Borið hefur á því að fólk hafi nýtt gervigreind til sálfræðiþjónustu hér á landi og jafnvel verið hvatt til þess. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður sálfræðingafélags Íslands, segir það geta verið óheppilegt að leita til gervigreindar eftir sálfræðiþjónustu þar sem hún segir þér gjarnan það sem þú villt heyra frekar en það sem þú þarft að heyra. „Það sem við vitum er að þetta hefur verið ráðlagt á svona hópum á Facebook. Þar er fólk að deila reynslu sinni og segjast fá ágætisráð frá spjallmennum. Rannsakandi við Stanford sem setti upp, ef ég man rétt var það fjórtán ára unglingur, sem að hann bjó til og fór svo að tala sem slíkur við Chat GPT og út úr því kemur þetta vandamál að mállíkanið tekur undir til þess að halda samtalinu áfram. Það kemur ekki með ögrandi innskot eins og meðferðaraðili myndi gera.“ Forritin séu gerð til að halda notendum í samskiptum frekar en að raunverulega hjálpa með sérhæfðum ráðum. Gervigreindin greini ekki á milli staðreynda og falskra gagna á netinu. Hana skorti næmni og lesi iðulega ekki á milli línanna. „Þetta er hluti af einni af þessum rannsóknum. Hann segir, ég missti vinnuna. Býr þannig til dæmi og spyr síðan um háar brýr í borginni og fær lista yfir þrjár hæstu. Það er þetta innsæisleysi sem er vandinn. Það er tekið undir hugmyndir þeirra. Það er tekið undir góðar hugmyndir en það er líka tekið undir ranghugmyndir. Þá virðist fólk leiðast jafnvel mjög langt niður einhverjar blindgötur.“ Gervigreind Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Nýtt stjórnsýslustig menntamálaráðherra: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Sjá meira
Foreldrar sextán ára drengs frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn gervigreindarrisanum Open AI sem á og rekur gervigreindar mállíkanið ChatGPT. Gervigreindin á að hafa hvatt drenginn til að svipta sig lífi og boðist til þess að skrifa fyrir hann sjálfsvígsbréf að sögn foreldranna. Samkvæmt stefnu á forritið að hafa þakkað drengnum fyrir þegar hann viðraði hugsanir sínar um sjálfsvíg og sagst ekki munu líta undan. Sama dag kom móðir drengsins að honum látnum. Borið hefur á því að fólk hafi nýtt gervigreind til sálfræðiþjónustu hér á landi og jafnvel verið hvatt til þess. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður sálfræðingafélags Íslands, segir það geta verið óheppilegt að leita til gervigreindar eftir sálfræðiþjónustu þar sem hún segir þér gjarnan það sem þú villt heyra frekar en það sem þú þarft að heyra. „Það sem við vitum er að þetta hefur verið ráðlagt á svona hópum á Facebook. Þar er fólk að deila reynslu sinni og segjast fá ágætisráð frá spjallmennum. Rannsakandi við Stanford sem setti upp, ef ég man rétt var það fjórtán ára unglingur, sem að hann bjó til og fór svo að tala sem slíkur við Chat GPT og út úr því kemur þetta vandamál að mállíkanið tekur undir til þess að halda samtalinu áfram. Það kemur ekki með ögrandi innskot eins og meðferðaraðili myndi gera.“ Forritin séu gerð til að halda notendum í samskiptum frekar en að raunverulega hjálpa með sérhæfðum ráðum. Gervigreindin greini ekki á milli staðreynda og falskra gagna á netinu. Hana skorti næmni og lesi iðulega ekki á milli línanna. „Þetta er hluti af einni af þessum rannsóknum. Hann segir, ég missti vinnuna. Býr þannig til dæmi og spyr síðan um háar brýr í borginni og fær lista yfir þrjár hæstu. Það er þetta innsæisleysi sem er vandinn. Það er tekið undir hugmyndir þeirra. Það er tekið undir góðar hugmyndir en það er líka tekið undir ranghugmyndir. Þá virðist fólk leiðast jafnvel mjög langt niður einhverjar blindgötur.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Gervigreind Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Nýtt stjórnsýslustig menntamálaráðherra: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Sjá meira