„Stórsigur fyrir réttlæti“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 26. ágúst 2025 12:46 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, talskona Stígamóta segir dóma Mannréttindadómstóls Evrópu vera stórsigur fyrir réttlæti og gagnvart vinnubrögðum lögreglu. Árið 2020 auglýstu Stígamót eftir fólki sem var tilbúið til að skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins vegna þess að mál þeirra höfðu verið felld niður eftir oft langa rannsókn lögreglu. Níu konur ákváðu að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Skömmu síðar féllst dómstóllinn að taka mál þeirra fyrir og dómur liggur nú fyrir í tveimur þeirra. Konurnar níu eiga það sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu. Fram kom í tilkynningu frá kvenna- og jafnréttissamtökum að mál þeirra sýndu hvernig íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og bregst þannig skyldum sínum til að tryggja rétt kvenna á Íslandi til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Ennþá sama hlutfall sem kærir Drífa segir dóma Mannréttindadómstóls vera fagnaðarefni. Hlutfall skjólstæðinga Stígamóta, sem kæra heimilsofbeldi, sé þó ennþá í kringum 10% og hafi ekki breyst í 35 ár þegar Stígamót hófu göngu sína og hóf að safna þessum gögnum, þrátt fyrir allar kerfisbreytingar. „Þrátt fyrir allar breytingar á lögum og verklagi þá treysta konur sér ennþá ekki í þá vegferð að kæra ofbeldi. Þessir dómar sem féllu í gær er stórsigur yfir vinnubrögðum lögreglunnar og réttlæti. Þetta snýst um fyrningarfrest. Þetta snýst um hvað lögreglan er lengi að vinna málin og þá sérstaklega að taka sakborninga, gerendur, í skýrslutöku. Einnig hversu lítið tillit er tekið til sönnunargagna svo sem áfallastreituröskunar og afleiðingar af ofbeldi.“ Munu þessir dómar breyta einhverju? „Við gerum að sjálfsögðu þá kröfu um það. Það er stórmál að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmi íslenska ríkið fyrir svona brot. Við gerum ráð fyrir að þetta breyti einhverju. Varðandi fyrningafrest í málum eins og ofbeldi í nánum samböndum þá vitum við að mjög oft þá fara þolendur, oftast konur, ekki beint til lögreglu heldur líður einhver tími þar til þær fara úr sambandinu þangað til þær kæra. Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum. Það er búið að breyta lögum og það er búið að fjölga í lögreglunni. Við hjá Stígamótum sjáum þó ennþá að kerfinu er ekki treyst. Ennþá er jafn lítið hlutfall sem kærir. Við vitum að lögregla mætti vera töluvert skilvirkari. Það er ennþá mjög erfitt ferli fyrir brotaþola að fara opinberu kæruleiðina sem hika við það. Kerfið veitir ekki brotaþolum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis það réttlæti sem við sem samfélag skuldum þeim.“ Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Kynbundið ofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Árið 2020 auglýstu Stígamót eftir fólki sem var tilbúið til að skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins vegna þess að mál þeirra höfðu verið felld niður eftir oft langa rannsókn lögreglu. Níu konur ákváðu að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Skömmu síðar féllst dómstóllinn að taka mál þeirra fyrir og dómur liggur nú fyrir í tveimur þeirra. Konurnar níu eiga það sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu. Fram kom í tilkynningu frá kvenna- og jafnréttissamtökum að mál þeirra sýndu hvernig íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og bregst þannig skyldum sínum til að tryggja rétt kvenna á Íslandi til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Ennþá sama hlutfall sem kærir Drífa segir dóma Mannréttindadómstóls vera fagnaðarefni. Hlutfall skjólstæðinga Stígamóta, sem kæra heimilsofbeldi, sé þó ennþá í kringum 10% og hafi ekki breyst í 35 ár þegar Stígamót hófu göngu sína og hóf að safna þessum gögnum, þrátt fyrir allar kerfisbreytingar. „Þrátt fyrir allar breytingar á lögum og verklagi þá treysta konur sér ennþá ekki í þá vegferð að kæra ofbeldi. Þessir dómar sem féllu í gær er stórsigur yfir vinnubrögðum lögreglunnar og réttlæti. Þetta snýst um fyrningarfrest. Þetta snýst um hvað lögreglan er lengi að vinna málin og þá sérstaklega að taka sakborninga, gerendur, í skýrslutöku. Einnig hversu lítið tillit er tekið til sönnunargagna svo sem áfallastreituröskunar og afleiðingar af ofbeldi.“ Munu þessir dómar breyta einhverju? „Við gerum að sjálfsögðu þá kröfu um það. Það er stórmál að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmi íslenska ríkið fyrir svona brot. Við gerum ráð fyrir að þetta breyti einhverju. Varðandi fyrningafrest í málum eins og ofbeldi í nánum samböndum þá vitum við að mjög oft þá fara þolendur, oftast konur, ekki beint til lögreglu heldur líður einhver tími þar til þær fara úr sambandinu þangað til þær kæra. Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum. Það er búið að breyta lögum og það er búið að fjölga í lögreglunni. Við hjá Stígamótum sjáum þó ennþá að kerfinu er ekki treyst. Ennþá er jafn lítið hlutfall sem kærir. Við vitum að lögregla mætti vera töluvert skilvirkari. Það er ennþá mjög erfitt ferli fyrir brotaþola að fara opinberu kæruleiðina sem hika við það. Kerfið veitir ekki brotaþolum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis það réttlæti sem við sem samfélag skuldum þeim.“
Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Kynbundið ofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira