Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Árni Sæberg skrifar 26. ágúst 2025 11:59 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra segist taka dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmdi ríkið brotlegt í máli konu sem lenti í því að heimilisofbeldismál hennar fyrndist, alvarlega og boðar aðgerðir í málaflokknum. Íslenska ríkið gerðist brotlegt við mannréttindasáttmála Evrópu, með því að lögregla hafi látið tilkynningu konu um heimilisofbeldi á hendur fyrrverandi kærasta sínum fyrnast. Maðurinn var ekki yfirheyrður fyrr en eftir að málin voru fyrnd. Önnur kona tapaði sambærilegu máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun. Í dóminum segir að María Sjöfn Árnadóttir hafi sakað fyrrverandi kærasta sinn fyrir tvær líkamsárásir og fyrir hótun um að dreifa af henni kynferðislegum myndum. Hún hafi tilkynnt árásirnar 17 og 22 mánuðum eftir líkamsárásirnar. Maðurinn hefði aftur á móti ekki verið yfirheyrður fyrr en eftir tveggja ára fyrningarfrests meintra líkamsárása. Málið var því látið niður falla sökum fyrningar og að ekki væri talið líklegt til sakfellingar að ákæra manninn fyrir brot í nánu sambandi. Fyrningafrestur slíkra brota er lengri en líkamsárása. Brot gegn friðhelgi einkalífs en ekki mismunun Niðurstaða dómsins var sú að brotið hefði verið gegn rétti Maríu Sjafnar til friðhelgis einkalífs og heimilis með því að leyfa máli hennar að fyrnast. Henni voru dæmdar 7.500 evrur, sem samsvarar um einni milljón króna, í miskabætur. Ríkið var aftur á móti sýknað af skaðabótakröfu hennar vegna sálfræðikostnaðar á þeim grundvelli að ekki væri sannað að hún hefði sótt sálfræðitíma vegna þess að málið hefði fyrnst. Þá stefndi María Sjöfn ríkinu einnig vegna ætlaðra brota á banni við mismunun. Það gerði hún á grundvelli þess að mismunað hefði verið gegn henni vegna kyns við meðferð málsins. Rétturinn féllst ekki á málatilbúnað hennar varðandi þann hluta málsins. Tekur dóminum alvarlega og er sorgmædd „Þetta er niðurstaða frá Mannréttindadómstóli Evrópu. Ég ræddi þessa niðurstöðu á ríkisstjórnarfundinum í morgun. Ég tek dóminum alvarlega og það gerir ríkisstjórnin öll. Öll ábyrg stjórnvöld líta til þess hver tónninn og takturinn er frá Mannréttindadómstólnum. Maður er auðvitað sorgmæddur yfir því að það skuli geta gerst að mál fyrnist í meðförum lögreglu og ég finn mikið til með brotaþola þessa máls,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, í samtali við Berghildi Erlu Berharðsdóttir fréttamann. Hún sagði að nú væri komin niðurstaða í málið og hún myndi horfa á það hvað hún gæti gert í málaflokknum. Á næstu vikum yrði lögð fram landsáætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Í henni yrðu 24 aðgerðir sem myndu hafa áhrif og þýðingu fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi. „Það er af ástæðu að í stefnuyfirlýsingu þessarar ríkisstjórnar er sérstaklega talað um kynbundið ofbeldi.“ Mannekla engin afsökun Þá sagði hún það einnig hefði verið af ástæðu að hún gerði það að sínu fyrsta verkefni sem dómsmálaráðherra að fjölga lögreglumönnum í landinu um fimmtíu. „Auðvitað er mannekla ákveðin skýring á því að svona gerist, þó að í þessu máli horfi það aðeins öðruvísi við. Mannekla getur auðvitað aldrei verið afsökun fyrir því að réttarkerfið taki ekki nægilega vel utan um brotaþola, eins og var í þessu máli, það er alveg skýrt. Réttarkerfið verndaði ekki þennan brotaþola sem skyldi. Ég sem dómsráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist. Við munum bregðast við. Ég er með á þingmálaskrá líka frumvarp um nálgunarbann. Það er markviss aðgerð í því að takast betur á við það að verja þær konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“ Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Íslenska ríkið gerðist brotlegt við mannréttindasáttmála Evrópu, með því að lögregla hafi látið tilkynningu konu um heimilisofbeldi á hendur fyrrverandi kærasta sínum fyrnast. Maðurinn var ekki yfirheyrður fyrr en eftir að málin voru fyrnd. Önnur kona tapaði sambærilegu máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun. Í dóminum segir að María Sjöfn Árnadóttir hafi sakað fyrrverandi kærasta sinn fyrir tvær líkamsárásir og fyrir hótun um að dreifa af henni kynferðislegum myndum. Hún hafi tilkynnt árásirnar 17 og 22 mánuðum eftir líkamsárásirnar. Maðurinn hefði aftur á móti ekki verið yfirheyrður fyrr en eftir tveggja ára fyrningarfrests meintra líkamsárása. Málið var því látið niður falla sökum fyrningar og að ekki væri talið líklegt til sakfellingar að ákæra manninn fyrir brot í nánu sambandi. Fyrningafrestur slíkra brota er lengri en líkamsárása. Brot gegn friðhelgi einkalífs en ekki mismunun Niðurstaða dómsins var sú að brotið hefði verið gegn rétti Maríu Sjafnar til friðhelgis einkalífs og heimilis með því að leyfa máli hennar að fyrnast. Henni voru dæmdar 7.500 evrur, sem samsvarar um einni milljón króna, í miskabætur. Ríkið var aftur á móti sýknað af skaðabótakröfu hennar vegna sálfræðikostnaðar á þeim grundvelli að ekki væri sannað að hún hefði sótt sálfræðitíma vegna þess að málið hefði fyrnst. Þá stefndi María Sjöfn ríkinu einnig vegna ætlaðra brota á banni við mismunun. Það gerði hún á grundvelli þess að mismunað hefði verið gegn henni vegna kyns við meðferð málsins. Rétturinn féllst ekki á málatilbúnað hennar varðandi þann hluta málsins. Tekur dóminum alvarlega og er sorgmædd „Þetta er niðurstaða frá Mannréttindadómstóli Evrópu. Ég ræddi þessa niðurstöðu á ríkisstjórnarfundinum í morgun. Ég tek dóminum alvarlega og það gerir ríkisstjórnin öll. Öll ábyrg stjórnvöld líta til þess hver tónninn og takturinn er frá Mannréttindadómstólnum. Maður er auðvitað sorgmæddur yfir því að það skuli geta gerst að mál fyrnist í meðförum lögreglu og ég finn mikið til með brotaþola þessa máls,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, í samtali við Berghildi Erlu Berharðsdóttir fréttamann. Hún sagði að nú væri komin niðurstaða í málið og hún myndi horfa á það hvað hún gæti gert í málaflokknum. Á næstu vikum yrði lögð fram landsáætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Í henni yrðu 24 aðgerðir sem myndu hafa áhrif og þýðingu fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi. „Það er af ástæðu að í stefnuyfirlýsingu þessarar ríkisstjórnar er sérstaklega talað um kynbundið ofbeldi.“ Mannekla engin afsökun Þá sagði hún það einnig hefði verið af ástæðu að hún gerði það að sínu fyrsta verkefni sem dómsmálaráðherra að fjölga lögreglumönnum í landinu um fimmtíu. „Auðvitað er mannekla ákveðin skýring á því að svona gerist, þó að í þessu máli horfi það aðeins öðruvísi við. Mannekla getur auðvitað aldrei verið afsökun fyrir því að réttarkerfið taki ekki nægilega vel utan um brotaþola, eins og var í þessu máli, það er alveg skýrt. Réttarkerfið verndaði ekki þennan brotaþola sem skyldi. Ég sem dómsráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist. Við munum bregðast við. Ég er með á þingmálaskrá líka frumvarp um nálgunarbann. Það er markviss aðgerð í því að takast betur á við það að verja þær konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“
Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira