„Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. ágúst 2025 22:31 Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu og Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minna á að foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. Vísir/Stefán Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. Reykjavíkurborg stendur fyrir herferð sem ber heiti Verum klár sem er hluti af stærra átaki sem miðar að því að auka samstarf við foreldra og efla forvarnarfræðslu til ungmenna og sporna þannig við neikvæðri þróun hvað varðar áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldi meðal barna. Of mörg mál þrátt fyrir herferð og átak Herferðin var í gangi fyrir Menningarnótt og sérstakt átak á sjálfri hátíðinni þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva var á vaktinni með lögreglu til að finna og koma í veg fyrir unglingadrykkju. En allt kom fyrir ekki og of mörg mál komu upp, eins og síðustu ár þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ungmennum vegna ölvunar. „Við urðum vör við að mjög margir unglingar voru að drekka annars konar gos og fela brúsa fyrir okkur. Við höfðum þá afskipti af þeim og helltum áfenginu niður ef slíkur grunur kom upp,“ segir Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu. Unnar segir að alls hafi á annað hundrað mál komið upp hjá lögreglu á Menningarnótt og stór hluti af því hafi verið vegna drykkju ungmenna. „Unglingadrykkja virðist vera orðin norm, fyrir nokkrum árum þótti þetta bara ekkert sniðugt. Þau eru svona 14-15 ára þessi stærsti kjarni sem er byrjaður að drekka en svo erum við að sjá ölvuð börn alveg niður í tólf ára aldur,“ segir hann. Drekka oft við verslunarkjarna Algengt er að ungmenni hópist saman við verslunarmiðstöðvar þar sem eru reglulegar almenningssamgöngur og búðir eru opnar fram á kvöld. Lögregla hvetur fólk að láta sig vita ef það ef það verður vart við slíkt. „Það sem fólk getur gert er að hringja í síma 112 og láta vita af því að börn séu að neyta áfengis og þá reynum við að koma á staðinn og grípa inn í ef við höfum tök á,“ segir Unnar. Foreldrar þurfi að vakna Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minnir á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. „Ef einhver á að vakna, vegna þessarar þróunar, þá eru það foreldrar. Þeir eiga að halda vel utan um börnin sín og fylgjast með hvað þau eru að gera, hverjir vinir þeirra eru og hvar þau eru stödd. Foreldrar þurfa að leggja áherslu á samveru með börnum sínum og fylgja þeim eftir, líka þegar farið er á hátíðir eins og Menningarnótt og aðrar í svipuðum dúr,“ segir Guðrún Halla. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Áfengi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Reykjavíkurborg stendur fyrir herferð sem ber heiti Verum klár sem er hluti af stærra átaki sem miðar að því að auka samstarf við foreldra og efla forvarnarfræðslu til ungmenna og sporna þannig við neikvæðri þróun hvað varðar áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldi meðal barna. Of mörg mál þrátt fyrir herferð og átak Herferðin var í gangi fyrir Menningarnótt og sérstakt átak á sjálfri hátíðinni þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva var á vaktinni með lögreglu til að finna og koma í veg fyrir unglingadrykkju. En allt kom fyrir ekki og of mörg mál komu upp, eins og síðustu ár þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ungmennum vegna ölvunar. „Við urðum vör við að mjög margir unglingar voru að drekka annars konar gos og fela brúsa fyrir okkur. Við höfðum þá afskipti af þeim og helltum áfenginu niður ef slíkur grunur kom upp,“ segir Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu. Unnar segir að alls hafi á annað hundrað mál komið upp hjá lögreglu á Menningarnótt og stór hluti af því hafi verið vegna drykkju ungmenna. „Unglingadrykkja virðist vera orðin norm, fyrir nokkrum árum þótti þetta bara ekkert sniðugt. Þau eru svona 14-15 ára þessi stærsti kjarni sem er byrjaður að drekka en svo erum við að sjá ölvuð börn alveg niður í tólf ára aldur,“ segir hann. Drekka oft við verslunarkjarna Algengt er að ungmenni hópist saman við verslunarmiðstöðvar þar sem eru reglulegar almenningssamgöngur og búðir eru opnar fram á kvöld. Lögregla hvetur fólk að láta sig vita ef það ef það verður vart við slíkt. „Það sem fólk getur gert er að hringja í síma 112 og láta vita af því að börn séu að neyta áfengis og þá reynum við að koma á staðinn og grípa inn í ef við höfum tök á,“ segir Unnar. Foreldrar þurfi að vakna Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minnir á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. „Ef einhver á að vakna, vegna þessarar þróunar, þá eru það foreldrar. Þeir eiga að halda vel utan um börnin sín og fylgjast með hvað þau eru að gera, hverjir vinir þeirra eru og hvar þau eru stödd. Foreldrar þurfa að leggja áherslu á samveru með börnum sínum og fylgja þeim eftir, líka þegar farið er á hátíðir eins og Menningarnótt og aðrar í svipuðum dúr,“ segir Guðrún Halla.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Áfengi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira