„Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. ágúst 2025 22:31 Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu og Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minna á að foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. Vísir/Stefán Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. Reykjavíkurborg stendur fyrir herferð sem ber heiti Verum klár sem er hluti af stærra átaki sem miðar að því að auka samstarf við foreldra og efla forvarnarfræðslu til ungmenna og sporna þannig við neikvæðri þróun hvað varðar áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldi meðal barna. Of mörg mál þrátt fyrir herferð og átak Herferðin var í gangi fyrir Menningarnótt og sérstakt átak á sjálfri hátíðinni þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva var á vaktinni með lögreglu til að finna og koma í veg fyrir unglingadrykkju. En allt kom fyrir ekki og of mörg mál komu upp, eins og síðustu ár þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ungmennum vegna ölvunar. „Við urðum vör við að mjög margir unglingar voru að drekka annars konar gos og fela brúsa fyrir okkur. Við höfðum þá afskipti af þeim og helltum áfenginu niður ef slíkur grunur kom upp,“ segir Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu. Unnar segir að alls hafi á annað hundrað mál komið upp hjá lögreglu á Menningarnótt og stór hluti af því hafi verið vegna drykkju ungmenna. „Unglingadrykkja virðist vera orðin norm, fyrir nokkrum árum þótti þetta bara ekkert sniðugt. Þau eru svona 14-15 ára þessi stærsti kjarni sem er byrjaður að drekka en svo erum við að sjá ölvuð börn alveg niður í tólf ára aldur,“ segir hann. Drekka oft við verslunarkjarna Algengt er að ungmenni hópist saman við verslunarmiðstöðvar þar sem eru reglulegar almenningssamgöngur og búðir eru opnar fram á kvöld. Lögregla hvetur fólk að láta sig vita ef það ef það verður vart við slíkt. „Það sem fólk getur gert er að hringja í síma 112 og láta vita af því að börn séu að neyta áfengis og þá reynum við að koma á staðinn og grípa inn í ef við höfum tök á,“ segir Unnar. Foreldrar þurfi að vakna Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minnir á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. „Ef einhver á að vakna, vegna þessarar þróunar, þá eru það foreldrar. Þeir eiga að halda vel utan um börnin sín og fylgjast með hvað þau eru að gera, hverjir vinir þeirra eru og hvar þau eru stödd. Foreldrar þurfa að leggja áherslu á samveru með börnum sínum og fylgja þeim eftir, líka þegar farið er á hátíðir eins og Menningarnótt og aðrar í svipuðum dúr,“ segir Guðrún Halla. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Áfengi Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Sjá meira
Reykjavíkurborg stendur fyrir herferð sem ber heiti Verum klár sem er hluti af stærra átaki sem miðar að því að auka samstarf við foreldra og efla forvarnarfræðslu til ungmenna og sporna þannig við neikvæðri þróun hvað varðar áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldi meðal barna. Of mörg mál þrátt fyrir herferð og átak Herferðin var í gangi fyrir Menningarnótt og sérstakt átak á sjálfri hátíðinni þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva var á vaktinni með lögreglu til að finna og koma í veg fyrir unglingadrykkju. En allt kom fyrir ekki og of mörg mál komu upp, eins og síðustu ár þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ungmennum vegna ölvunar. „Við urðum vör við að mjög margir unglingar voru að drekka annars konar gos og fela brúsa fyrir okkur. Við höfðum þá afskipti af þeim og helltum áfenginu niður ef slíkur grunur kom upp,“ segir Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu. Unnar segir að alls hafi á annað hundrað mál komið upp hjá lögreglu á Menningarnótt og stór hluti af því hafi verið vegna drykkju ungmenna. „Unglingadrykkja virðist vera orðin norm, fyrir nokkrum árum þótti þetta bara ekkert sniðugt. Þau eru svona 14-15 ára þessi stærsti kjarni sem er byrjaður að drekka en svo erum við að sjá ölvuð börn alveg niður í tólf ára aldur,“ segir hann. Drekka oft við verslunarkjarna Algengt er að ungmenni hópist saman við verslunarmiðstöðvar þar sem eru reglulegar almenningssamgöngur og búðir eru opnar fram á kvöld. Lögregla hvetur fólk að láta sig vita ef það ef það verður vart við slíkt. „Það sem fólk getur gert er að hringja í síma 112 og láta vita af því að börn séu að neyta áfengis og þá reynum við að koma á staðinn og grípa inn í ef við höfum tök á,“ segir Unnar. Foreldrar þurfi að vakna Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minnir á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. „Ef einhver á að vakna, vegna þessarar þróunar, þá eru það foreldrar. Þeir eiga að halda vel utan um börnin sín og fylgjast með hvað þau eru að gera, hverjir vinir þeirra eru og hvar þau eru stödd. Foreldrar þurfa að leggja áherslu á samveru með börnum sínum og fylgja þeim eftir, líka þegar farið er á hátíðir eins og Menningarnótt og aðrar í svipuðum dúr,“ segir Guðrún Halla.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Áfengi Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Sjá meira