Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2025 13:50 Nú er unnið að því að fylla Vesturbæjarlaug. Gestum verður hleypt ofan í á morgun. Reykjavíkurborg Vesturbæjarlaug verður opnuð á ný klukkan 6:30 í fyrramálið eftir framkvæmdir síðustu vikna. Eitthvað er þó í að Sundhöll Reykjavíkur opni á ný eftir framkvæmdirnar þar. Vesturbæjarlaug var lokað fyrir viku síðan eftir að galli á málningarvinnu á laugarbotninum kom í ljós sem olli því að málningin var tekin að flagna af laugarkarinu. Lauginni hafði áður verið lokað vegna viðhaldsframkvæmda í sumar og var opnunni ítrekað frestað en þá hafði verið unnið að því að bæta aðstöðu gesta og endurnýja eldri mannvirki. Laugin var loks opnuð á nýjan leik 19. júlí síðastliðinn og kom það sundlaugargestum því á óvart þegar tilkynnt var upp úr miðjum ágústmánuði að loka þyrfti lauginni á ný. Í færslu á Facebook í dag segir að Vesturbæjarlaug verði opnuð á ný í fyrramálið. „Einnig verður nú hægt að taka á móti gestum í hjólastól og sérklefi mun opna á ný. Við viljum þó minna á að bílastæði fatlaðra eru enn á vinnusvæði og því ekki aðgengileg í bili.“ Að neðan má sjá stöðuna í lauginni en unnið er að því að fylla hana af vatni en enn á svo eftir að jafna hita, klór og kolsýru. Horfa til 1. september Sundhöll Reykjavíkur hefur sömuleiðis verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda og er ljóst að fastagestir hennar þurfa að bíða enn um sinn eftir að heimsækja laugina á ný. Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, segir í samtali við Vísi nú sé stefnt að því að opna á ný eftir slétta viku, það er mánudaginn 1. september. „Við vonumst að sjálfsögðu að það verði hægt að opna fyrr en það verður að koma í ljós. Við ætluðum upphaflega að opna aftur í dag en það dregst eitthvað. Sundhöllin hefur verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda.Reykjavíkurborg Það er enn verið að vinna að ganga frá og við eigum eftir að klára pottana og smá frágang til að hægt sé að fylla þá á ný. Það er auðvitað ofsalega leiðinlegt að geta ekki tekið á móti fastagestum og öðrum gestum laugarinnar en við vonumst til að vera með betri laug og aðstöðu þegar þeir koma til baka. Og við hlökkum að sjálfsögðu eftir að geta tekið á móti þeim,“ segir Snorri. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Tengdar fréttir Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira
Vesturbæjarlaug var lokað fyrir viku síðan eftir að galli á málningarvinnu á laugarbotninum kom í ljós sem olli því að málningin var tekin að flagna af laugarkarinu. Lauginni hafði áður verið lokað vegna viðhaldsframkvæmda í sumar og var opnunni ítrekað frestað en þá hafði verið unnið að því að bæta aðstöðu gesta og endurnýja eldri mannvirki. Laugin var loks opnuð á nýjan leik 19. júlí síðastliðinn og kom það sundlaugargestum því á óvart þegar tilkynnt var upp úr miðjum ágústmánuði að loka þyrfti lauginni á ný. Í færslu á Facebook í dag segir að Vesturbæjarlaug verði opnuð á ný í fyrramálið. „Einnig verður nú hægt að taka á móti gestum í hjólastól og sérklefi mun opna á ný. Við viljum þó minna á að bílastæði fatlaðra eru enn á vinnusvæði og því ekki aðgengileg í bili.“ Að neðan má sjá stöðuna í lauginni en unnið er að því að fylla hana af vatni en enn á svo eftir að jafna hita, klór og kolsýru. Horfa til 1. september Sundhöll Reykjavíkur hefur sömuleiðis verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda og er ljóst að fastagestir hennar þurfa að bíða enn um sinn eftir að heimsækja laugina á ný. Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, segir í samtali við Vísi nú sé stefnt að því að opna á ný eftir slétta viku, það er mánudaginn 1. september. „Við vonumst að sjálfsögðu að það verði hægt að opna fyrr en það verður að koma í ljós. Við ætluðum upphaflega að opna aftur í dag en það dregst eitthvað. Sundhöllin hefur verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda.Reykjavíkurborg Það er enn verið að vinna að ganga frá og við eigum eftir að klára pottana og smá frágang til að hægt sé að fylla þá á ný. Það er auðvitað ofsalega leiðinlegt að geta ekki tekið á móti fastagestum og öðrum gestum laugarinnar en við vonumst til að vera með betri laug og aðstöðu þegar þeir koma til baka. Og við hlökkum að sjálfsögðu eftir að geta tekið á móti þeim,“ segir Snorri.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Tengdar fréttir Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira
Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12