Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. ágúst 2025 12:20 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslun áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. Greint var frá því í gær að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins, sem rekur erlenda netsölu með áfengi, vegna meints brots á ákvæði áfengislaga um einkarétt ríkisins til sölu áfengis. Ákæran hefur verið í burðarliðnum í um fimm árum. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, sem sér um netverslun áfengis býst við ákæru gegn sér hvað úr hverju sem sé undarlegt. „Það eru yfirgnæfandi líkur að þessu verði annað hvort vísað frá, fyrir dómi, eða að sá sem er kærður sé sýknaður.“ Að hans mati sé það merki um togstreitu innan lögreglunnar að lögreglustjóri gefi út ákæru í málinu skömmu eftir að sviðstjóri ákærusviðs sagði það ekki liggja fyrir. „Það er augljóst að fólk er eitthvað ósátt eða stígur allavega ekki í takt þarna í þessu embætti.“ Hann biðlar til löggjafans og stjórnvalda að vinna í takt við neytendur sem hafi snúið baki við einokun ríkisins. „Þetta er náttúrulega alveg gjörunnið mál. Frelsið sigrar alltaf að lokum. Hins vegar væri ég alveg til í að verja mínum peningum í annað.“ Öllum í hag að fá niðurstöðu í þetta mál Daði Már Kristófersson, fjármála og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að fá niðurstöðu dómstóla í málinu áður en nokkuð er aðhafst sem varðar netsölu áfengis. „Það er mjög mikilvægt að við fáum skýringu á því hvort þetta sé innan heimilda laganna og það á eftir að taka um það umræðu. Það fer þá í meðferð þingsins hvort ástæða sé til að breyta þeim.“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra Vísir/Ívar Fannar Þetta er einn af þeim málaflokkum sem að er mismunandi sjónarmið í mismunandi flokkum innan ríkisstjórnarinnar. Mikilvægast sé að fyrirtæki starfi eftir þeirri löggjöf sem sé við lýði. Er það óheppilegt ef að fyrirtæki eða framkvæmdastjóra verði mögulega fórnað á altari lögskýringarsjónarmiða? „Ég lít nú ekki þannig á. Þetta eru auðvitað ákvarðanir sem þessir aðilar hafa tekið og hljóta að hafa gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir hafa verið að taka. Ég ímynda mér að þeir séu jafn áfram með það að við fáum skýrt hvort að þetta rúmast innan núverandi löggjafar eða ekki.“ Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins, sem rekur erlenda netsölu með áfengi, vegna meints brots á ákvæði áfengislaga um einkarétt ríkisins til sölu áfengis. Ákæran hefur verið í burðarliðnum í um fimm árum. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, sem sér um netverslun áfengis býst við ákæru gegn sér hvað úr hverju sem sé undarlegt. „Það eru yfirgnæfandi líkur að þessu verði annað hvort vísað frá, fyrir dómi, eða að sá sem er kærður sé sýknaður.“ Að hans mati sé það merki um togstreitu innan lögreglunnar að lögreglustjóri gefi út ákæru í málinu skömmu eftir að sviðstjóri ákærusviðs sagði það ekki liggja fyrir. „Það er augljóst að fólk er eitthvað ósátt eða stígur allavega ekki í takt þarna í þessu embætti.“ Hann biðlar til löggjafans og stjórnvalda að vinna í takt við neytendur sem hafi snúið baki við einokun ríkisins. „Þetta er náttúrulega alveg gjörunnið mál. Frelsið sigrar alltaf að lokum. Hins vegar væri ég alveg til í að verja mínum peningum í annað.“ Öllum í hag að fá niðurstöðu í þetta mál Daði Már Kristófersson, fjármála og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að fá niðurstöðu dómstóla í málinu áður en nokkuð er aðhafst sem varðar netsölu áfengis. „Það er mjög mikilvægt að við fáum skýringu á því hvort þetta sé innan heimilda laganna og það á eftir að taka um það umræðu. Það fer þá í meðferð þingsins hvort ástæða sé til að breyta þeim.“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra Vísir/Ívar Fannar Þetta er einn af þeim málaflokkum sem að er mismunandi sjónarmið í mismunandi flokkum innan ríkisstjórnarinnar. Mikilvægast sé að fyrirtæki starfi eftir þeirri löggjöf sem sé við lýði. Er það óheppilegt ef að fyrirtæki eða framkvæmdastjóra verði mögulega fórnað á altari lögskýringarsjónarmiða? „Ég lít nú ekki þannig á. Þetta eru auðvitað ákvarðanir sem þessir aðilar hafa tekið og hljóta að hafa gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir hafa verið að taka. Ég ímynda mér að þeir séu jafn áfram með það að við fáum skýrt hvort að þetta rúmast innan núverandi löggjafar eða ekki.“
Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira